Handknattleiksmaðurinn Björgvin Hólmgeirsson hefur gert tveggja ára samning við ÍR og mun spila með nýliðunum í N1 deild karla næsta vetur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR.
Björgvin er ÍR-ingum að góðu kunnur enda lék hann handknattleik með ÍR upp alla yngriflokkana. Björgvin lék síðastliðið keppnistímabil í Þýskalandi og þar áður með Haukum í Hafnarfirði.
Björgvin er mjög mikilvæg viðbót í ört stækkandi hóp leikmanna sem mun leika í N1 deildinni næsta vetur. Hann er ekki fyrsta stóra nafnið til að snúa aftur í Breiðholtið því áður höfðu Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson samið við ÍR.
Björgvin spilar með ÍR - ÍR-ingar streyma heim í Breiðholtið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn