Flestir vilja takmarka setu forseta Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. júní 2012 18:34 Rúm sextíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á dögunum telja að takmarka beri þann fjölda kjörtímabila sem forseti Íslands getur setið. Það kemur ekki á óvart að mest er andstaðan við slíkt á meðal stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir sem vilja takmarka setu forsetans eru þó ekki á einu máli um hve lengi hann geti gegnt embættinu. Fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja setja mörkin við eitt kjörtímabil, Nítján prósent við tvö kjörtímabil og tuttugu og sjö prósent vilja að forseti geti aðeins setið þrjú kjörtímabik. Átta prósent nefndu síðan fjögur kjörtímabil og eitt prósent nefndi fimm eða fleiri kjörtímabil. Þrjátíu og níu prósent aðspurðra voru hinsvegar á því að engin takmörk ættu að vera á því hve lengi forseti sitji í embætti. Þegar litið er til þess hvaða frambjóðanda menn styðja í kosningunum kemur ekki á óvart að fimmtíu og sjö prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson vilja engin takmörk í þessum efnum. Átján prósent stuðningsmanna Ólafs segjast reyndar vilja setja mörkin við þrjú tímabil, en nái Ólafur Ragnar kjöri í kosningunum sem fram undan eru, mun hann hefja sitt fimmta kjörtímabil. Á meðal óákveðinna kjósenda virðist einnig ríkur vilji til að takmarka setu forsetans, en sextíu og fimm prósent þeirra vill einhverskonar mörk í þessu sambandi. Þeir sem segjast ekki ætla að taka þátt í kosningunum eða skila auðu eru einnig hallir undir takmarkanir, sextíu prósent þeirra vilja festa það í lög hve lengi forseti geti setið á Bessastöðum. Hringt var í 1500 manns þann 13. og 14. júní síðastliðinn. 88% tóku afstöðu til spurningarinnar. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Rúm sextíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á dögunum telja að takmarka beri þann fjölda kjörtímabila sem forseti Íslands getur setið. Það kemur ekki á óvart að mest er andstaðan við slíkt á meðal stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir sem vilja takmarka setu forsetans eru þó ekki á einu máli um hve lengi hann geti gegnt embættinu. Fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja setja mörkin við eitt kjörtímabil, Nítján prósent við tvö kjörtímabil og tuttugu og sjö prósent vilja að forseti geti aðeins setið þrjú kjörtímabik. Átta prósent nefndu síðan fjögur kjörtímabil og eitt prósent nefndi fimm eða fleiri kjörtímabil. Þrjátíu og níu prósent aðspurðra voru hinsvegar á því að engin takmörk ættu að vera á því hve lengi forseti sitji í embætti. Þegar litið er til þess hvaða frambjóðanda menn styðja í kosningunum kemur ekki á óvart að fimmtíu og sjö prósent þeirra sem segjast ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson vilja engin takmörk í þessum efnum. Átján prósent stuðningsmanna Ólafs segjast reyndar vilja setja mörkin við þrjú tímabil, en nái Ólafur Ragnar kjöri í kosningunum sem fram undan eru, mun hann hefja sitt fimmta kjörtímabil. Á meðal óákveðinna kjósenda virðist einnig ríkur vilji til að takmarka setu forsetans, en sextíu og fimm prósent þeirra vill einhverskonar mörk í þessu sambandi. Þeir sem segjast ekki ætla að taka þátt í kosningunum eða skila auðu eru einnig hallir undir takmarkanir, sextíu prósent þeirra vilja festa það í lög hve lengi forseti geti setið á Bessastöðum. Hringt var í 1500 manns þann 13. og 14. júní síðastliðinn. 88% tóku afstöðu til spurningarinnar.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira