Getur kona verið forseti? Guðni Th. Jóhannesson skrifar 17. júní 2012 21:45 Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands mynd/GVA Árið 1980 vakti kjör forseta á Íslandi heimsathygli. Vigdís Finnbogadóttir var vinsæll forseti landkynningar og menningar. Guðni Th. Jóhannesson segir frá þjóðhöfðingja á friðarstóli sem vildi forðast pólitísk átök. Stundum urðu þau þó ekki umflúin. Kristján Eldjárn tilkynnti á nýársdag 1980 að hann yrði ekki aftur í kjöri til forseta um sumarið. Þrjú kjörtímabil fundust honum duga. Ákvörðun Kristjáns kom ekki á óvart og reyndar hafði Albert Guðmundsson, sá kunni stjórnmálamaður, heildsali og knattspyrnuhetja, þegar lýst yfir að hann hann hygðist gefa kost á sér. Um miðjan janúar bættust við tveir frambjóðendur, Pétur J. Thorsteinsson sendiherra og Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari. Þá sömu daga var jafnframt skorað í ríkum mæli á Vigdísi Finnbogadóttur, leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, að bjóða sig fram. Undir lok mánaðarins ákvað hún að láta slag standa. Ekki bættust fleiri við.Konan og herstöðvaandstæðingurinn Fljótt virtist ljóst að valið stæði milli Guðlaugs og Vigdísar. Guðlaugur var þjóðþekktur fyrir störf sín við lausn kjaradeilna og ekki tengdur einum flokki frekar en öðrum þótt hann hefði hneigst til hægri skoðana á yngri árum. Aftur á móti naut Pétur J. Thorsteinsson ekki alþýðuhylli. Hann var lítt kunnur utan stjórnkerfisins og örlítið tileygður sem fólk freistaðist því miður til að henda gaman að. Albert Guðmundsson var víðfrægur sem "vinur litla mannsins". Hann kvaðst ekki gera mannamun eftir stjórnmálaskoðunum en var umdeildur innan flokks síns sem utan. Þar að auki þótti hann hafa "þjófstartað" og vanvirt embættið með því að lýsa yfir áhuga á því áður en Kristján Eldjárn tilkynnti að hann hygðist hverfa á braut. Allmikil helgi hvíldi yfir stöðu þjóðhöfðingja, kannski of mikil. Þannig óx undiralda smáborgaranna gegn Vigdísi Finnbogadóttur þegar leið á því hún var fráskilin og átti unga ættleidda dóttur. Gæti einstæð móðir setið í embætti forseta? Sá hneykslunartónn sást í lesendabréfum og heyrðist á mannamótum. Í ofanálag hafði Vigdís unnið fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga og leyndi því ekki að hún væri friðarsinni sem vildi helst að ekkert herlið væri á landinu. Sumum kjósendum fannst ekki koma til greina að kona, sem hafði þrammað í Keflavíkurgöngum, vildi nú leggja lykkju á þá leið sína og halda til Bessastaða.Forseti fótar sig Sunnudaginn 29. júní 1980 kusu Íslendingar forseta og úrslitin urðu söguleg. Vigdís Finnbogadóttir vann nauman sigur, fékk 33,8% gildra atkvæða. Guðlaugur Þorvaldsson hlaut 32,3%, Albert Guðmundsson tæp 20% og Pétur J. Thorsteinsson rúm 14%. Munurinn milli hinna tveggja efstu hefði vart getað verið minni og líklega hefði stuðningsfólk Alberts og Péturs frekar valið Guðlaug hefði það átt þess kost í seinni umferð. Á þessum árum voru konur í algerum minnihluta í íslenska stjórnkerfinu, um 5-6% fulltrúa á þingi og í bæjar- og sveitarstjórnum. Forsetinn nýi þurfti að fóta sig í þessum karlaheimi. Innan leikhússins hafði Vigdís tjónkað við prímadonnur af báðum kynjum og sú reynsla kom eflaust að gagni. Annars áttu embættis- og stjórnmálamenn ágætis samstarf við hana þegar fram liðu stundir. Þó kastaðist í kekki í október 1985 þegar rétt tíu ár voru liðin frá kvennafrídeginum mikla. Svo gráglettin voru örlögin, með hjálp nokkurra þingmanna sem fóru í málþóf, að nákvæmlega þennan dag fékk ríkisstjórnin samþykkt lög um að banna verkfall flugfreyja, þeirrar miklu kvennastéttar. Vigdísi var meinilla við að staðfesta lögin umsvifalaust með undirskrift sinni. Henni fannst það vanvirðing við konur, jafnvel sig sjálfa, og vildi að beðið yrði fram yfir miðnætti. Því léðu ráðherrar hins vegar ekki máls á. Um skeið þennan dag virtist stjórnarkreppa í aðsigi og því heyrðist fleygt að kannski myndi stjórnin líta svo á að forseti hefði synjað lögum staðfestingar þannig að þau gengju engu að síður í gildi en yrðu lögð í þjóðaratkvæði við fyrstu hentugleika. Á þetta reyndi ekki. Vigdís Finnbogadóttir lét undan, vonsvikin út af óbilgirni ráðherranna þó að hún hefði aldrei ætlað sér að ganga gegn vilja þeirra. Rétt eins og aðrir forsetar fyrr og síðar fannst Vigdísi ekki að forseti gæti beitt synjunarvaldi sínu eftir eigin geðþótta."Forsetinn hafinn yfir stjórnmál" Í kosningabaráttunni hafði Vigdís Finnbogadóttir sagt að andúð hennar á her í landi skipti ekki máli vegna þess að embætti forseta Íslands væri ópólitískt. Á Bessastöðum var hún áfram þeirrar skoðunar. Því til vitnis er afstaða hennar í deilunni um flugfreyjuverkfallið og sumarið 1982, þegar deilt var um hvort umdeild bráðabirgðalög nytu meirihluta á Alþingi eða ekki, neitaði forseti að tjá sig um eigin sjónarmið "því samkvæmt stjórnarskránni væri forsetinn hafinn yfir stjórnmál". Vigdís gerði sér þó vel grein fyrir því að við stjórnarmyndanir gæti hún þurft að láta til sín taka, rétt eins og fyrri forsetar höfðu fengið að reyna. Treglega gekk að mynda ríkisstjórn eftir alþingiskosningar 1983 og enn verr fjórum árum síðar. Vigdís þurfti að stýra löngum stjórnarmyndunarviðræðum og kappkostaði að vera hlutlæg og sanngjörn. "Ég hugsaði alltaf, hvað hefði Kristján gert," sagði hún seinna. Þeim tveimur var fjarri að ýta undir eitt stjórnarmynstur frekar en annað. Að þessu leyti voru þau ólík forverum sínum, Sveini Björnssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni, sem vildu aftra því að sósíalistar settust í ríkisstjórn. Eftir alþingiskosningar vorið 1991 höfðu Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, hraðar hendur og mynduðu Viðeyjarstjórnina svonefndu. Hún sat fram að kosningum 1995 þegar stjórnarskipti urðu jafn fumlaus og áður. Nánast í skjóli nætur skiptu sjálfstæðismenn Alþýðuflokknum út fyrir Framsóknarflokk og Davíð festist í sessi sem einn áhrifamesti stjórnmálamaður seinni tíma á Íslandi. Á þessum árum birtist afstaða Vigdísar til stjórnmálaafskipta meðal annars í því að hún þvertók fyrir að fjalla um Atlantshafsbandalagið í ræðum sínum þótt Davíð Oddsson forsætisráðherra færi þess á leit við hana. Mun Davíð því hafa fundist hún fara "út fyrir sitt hlutverk á stundum".Landkynningarforsetinn Kjör Vigdísar Finnbogadóttur sumarið 1980 vakti athygli um víða veröld enda hafði kona í fyrsta sinn verið kjörin þjóðhöfðingi í lýðræðisríki. Árið eftir fór Vigdís í sína fyrstu opinberu heimsókn, til Danmerkur eins og hefð var fyrir, og þótti hún glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar ytra. Í hinum litla og lokaða heimi þjóðhöfðingja var einstæð móðir á besta aldri sjaldgæf sjón og hressandi. Vigdís var líka vel mælt á margar tungur og bauð af sér góðan þokka. Fleiri opinberar heimsóknir fylgdu og þegar upp var staðið urðu þær á þriðja tug, mun fleiri en í tíð forveranna. Vitaskuld voru tímarnir breyttir en sá vilji forsetans að beita embættinu á þennan hátt í þágu landsins skipti einnig miklu. Fljótt sáu forsvarsmenn fyrirtækja í útflutningi og ferðamennsku að Vigdís Finnbogadóttir var gulls ígildi. Hvar sem hún fór kviknaði áhugi á Íslandi. Blessunarlega var útrásin þó ekki komin í algleyming og aldrei freistaðist forseti til að gera íslenskum athafnamönnum persónulega greiða. Slíkt þótti ekki hæfa þjóðhöfðingja."Land, þjóð og tunga" Í innsetningarræðu sinni 1984 gerði forseti orð Snorra Hjartarsonar að sínum: "Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein." Eindreginn áhugi Vigdísar á landvernd og skógrækt fór ekki framhjá neinum í stjórnkerfinu og sama má segja um áhyggjur hennar af auknum áhrifum ensku í íslensku máli. Forsetinn réð örugglega nokkru um það að danska var lengur fyrsta erlenda tungumálið sem kennt var í íslenskum skólum en ráðamenn höfðu ætlað. Þannig fór hún að minnsta kosti inn á jaðar hins pólitíska sviðs. Fögur orð um land, þjóð og tungu geta nálgast rembu og dramb. Það vildi Vigdís forðast. Nær alltaf náði hún að slá hinn rétta streng. Fólk var ánægt með störf hennar og sá í henni sameiningartákn, ofar baráttu stjórnmálanna. Að vísu gerðist það sumarið 1988 þegar Vigdís bauð sig fram í þriðja sinn að hún þurfti, fyrst forseta, að glíma við annan frambjóðanda. Úrslitin voru fyrirséð. Sigrún Þorsteinsdóttir hlaut rúm 5% gildra atkvæða, Vigdís tæp 95%. Árið 1992 var Vigdís Finnbogadóttir þjóðkjörin án atkvæðagreiðslu. Hún lét þá svo um mælt að líklega gæfi hún ekki kost á sér til endurkjörs að fjórum árum liðnum. Það var rétt metið og eftir á að hyggja hefði Vigdís átt að láta gott heita eftir 12 ár á forsetastóli. Í hönd fór erfiðasta skeiðið í embættistíð hennar, að nokkru markað þreytu, átökum og misskilningi."Drottningarbragur", EES og afstæð mannréttindi Þrír leiðtogar settu einna mestan svip á stjórnmálin þann tíma sem Vigdís Finnbogadóttir sat á Bessastöðum. Þetta voru Steingrímur Hermannsson, Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Þegar fram liðu stundir fannst þeim öllum sem nokkur "drottningarbragur" hefði færst yfir embættið og stundum gætti þess einnig í samfélaginu. Aukinn áhugi innlendra og erlendra fjölmiðla á verkum forseta réð nokkru um þetta en pólitísk átök höfðu líka sitt að segja. Í ársbyrjun 1993 samþykkti Alþingi lög um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Mikið hafði verið deilt um málið og um 34.000 manns skoruðu á forseta að synja lögunum staðfestingar. Vigdís íhugaði um skeið að segja af sér en afréð svo að skrifa undir lögin. Helstu rökin voru þau að íslensk æska myndi njóta aukins samstarfs í menntamálum og auk þess hefði hún "átt gríðarlega erfitt með að fara gegn þjóðkjörnu þingi" eins og hún komst síðar að orði. Virðing Alþingis var mun meiri þá en nú. Síðla árs 1995 fór Vigdís Finnbogadóttir í opinbera heimsókn til Kína. Í samtölum við fréttafólk eftir fund með Li Peng forsætisráðherra sagði hún þau hafa rætt mannréttindi og hvort frelsi væri afstætt hugtak. Þessi ummæli vöktu gremju eða jafnvel reiði á Íslandi. Sjaldan eða aldrei hafði forseti Íslands sætt viðlíka gagnrýni. Sjálf viðurkenndi Vigdís síðar að hafa komist óheppilega að orði en benti um leið á að hún hefði staðið fast á hugmyndum um frelsi hvers einstaklings í samtali sínu við Li Peng.Síðasta sameiningartáknið? Vigdís Finnbogadóttir var ekki "skrautdúkka" eða "puntudúkka". Sú lýsing heyrist þó stundum um okkar daga þegar upplausn ríkir í stjórnmálalífinu og þráin eftir "sterkum" leiðtoga setur svip sinn á umræður um forsetaembættið. Vigdís gegndi starfi sínu með sóma og sannaði að fleiri en miðaldra körlum var treystandi til að gegna starfi þjóðhöfðingja. Hún var líka óumdeilt sameiningartákn þótt það þýði auðvitað ekki að allir hafi alltaf verið sammála um öll hennar verk. Um leið og hún hugleiddi að staðfesta ekki lögin um Evrópska efnahagssvæðið sýndi Vigdís í hvaða átt embætti forseta gæti þróast. Hin hörðu viðbrögð við orðum hennar í Kína gáfu líka til kynna að komin væri þreyta í samband hennar og þjóðarinnar. Þegar Vigdís sagði við setningu Alþingis haustið 1995 að hún yrði ekki framar í framboði virtist víst að næsti þjóðhöfðingi yrði örugglega af öðru tagi. Framhaldið þekkja allir. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Árið 1980 vakti kjör forseta á Íslandi heimsathygli. Vigdís Finnbogadóttir var vinsæll forseti landkynningar og menningar. Guðni Th. Jóhannesson segir frá þjóðhöfðingja á friðarstóli sem vildi forðast pólitísk átök. Stundum urðu þau þó ekki umflúin. Kristján Eldjárn tilkynnti á nýársdag 1980 að hann yrði ekki aftur í kjöri til forseta um sumarið. Þrjú kjörtímabil fundust honum duga. Ákvörðun Kristjáns kom ekki á óvart og reyndar hafði Albert Guðmundsson, sá kunni stjórnmálamaður, heildsali og knattspyrnuhetja, þegar lýst yfir að hann hann hygðist gefa kost á sér. Um miðjan janúar bættust við tveir frambjóðendur, Pétur J. Thorsteinsson sendiherra og Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari. Þá sömu daga var jafnframt skorað í ríkum mæli á Vigdísi Finnbogadóttur, leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, að bjóða sig fram. Undir lok mánaðarins ákvað hún að láta slag standa. Ekki bættust fleiri við.Konan og herstöðvaandstæðingurinn Fljótt virtist ljóst að valið stæði milli Guðlaugs og Vigdísar. Guðlaugur var þjóðþekktur fyrir störf sín við lausn kjaradeilna og ekki tengdur einum flokki frekar en öðrum þótt hann hefði hneigst til hægri skoðana á yngri árum. Aftur á móti naut Pétur J. Thorsteinsson ekki alþýðuhylli. Hann var lítt kunnur utan stjórnkerfisins og örlítið tileygður sem fólk freistaðist því miður til að henda gaman að. Albert Guðmundsson var víðfrægur sem "vinur litla mannsins". Hann kvaðst ekki gera mannamun eftir stjórnmálaskoðunum en var umdeildur innan flokks síns sem utan. Þar að auki þótti hann hafa "þjófstartað" og vanvirt embættið með því að lýsa yfir áhuga á því áður en Kristján Eldjárn tilkynnti að hann hygðist hverfa á braut. Allmikil helgi hvíldi yfir stöðu þjóðhöfðingja, kannski of mikil. Þannig óx undiralda smáborgaranna gegn Vigdísi Finnbogadóttur þegar leið á því hún var fráskilin og átti unga ættleidda dóttur. Gæti einstæð móðir setið í embætti forseta? Sá hneykslunartónn sást í lesendabréfum og heyrðist á mannamótum. Í ofanálag hafði Vigdís unnið fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga og leyndi því ekki að hún væri friðarsinni sem vildi helst að ekkert herlið væri á landinu. Sumum kjósendum fannst ekki koma til greina að kona, sem hafði þrammað í Keflavíkurgöngum, vildi nú leggja lykkju á þá leið sína og halda til Bessastaða.Forseti fótar sig Sunnudaginn 29. júní 1980 kusu Íslendingar forseta og úrslitin urðu söguleg. Vigdís Finnbogadóttir vann nauman sigur, fékk 33,8% gildra atkvæða. Guðlaugur Þorvaldsson hlaut 32,3%, Albert Guðmundsson tæp 20% og Pétur J. Thorsteinsson rúm 14%. Munurinn milli hinna tveggja efstu hefði vart getað verið minni og líklega hefði stuðningsfólk Alberts og Péturs frekar valið Guðlaug hefði það átt þess kost í seinni umferð. Á þessum árum voru konur í algerum minnihluta í íslenska stjórnkerfinu, um 5-6% fulltrúa á þingi og í bæjar- og sveitarstjórnum. Forsetinn nýi þurfti að fóta sig í þessum karlaheimi. Innan leikhússins hafði Vigdís tjónkað við prímadonnur af báðum kynjum og sú reynsla kom eflaust að gagni. Annars áttu embættis- og stjórnmálamenn ágætis samstarf við hana þegar fram liðu stundir. Þó kastaðist í kekki í október 1985 þegar rétt tíu ár voru liðin frá kvennafrídeginum mikla. Svo gráglettin voru örlögin, með hjálp nokkurra þingmanna sem fóru í málþóf, að nákvæmlega þennan dag fékk ríkisstjórnin samþykkt lög um að banna verkfall flugfreyja, þeirrar miklu kvennastéttar. Vigdísi var meinilla við að staðfesta lögin umsvifalaust með undirskrift sinni. Henni fannst það vanvirðing við konur, jafnvel sig sjálfa, og vildi að beðið yrði fram yfir miðnætti. Því léðu ráðherrar hins vegar ekki máls á. Um skeið þennan dag virtist stjórnarkreppa í aðsigi og því heyrðist fleygt að kannski myndi stjórnin líta svo á að forseti hefði synjað lögum staðfestingar þannig að þau gengju engu að síður í gildi en yrðu lögð í þjóðaratkvæði við fyrstu hentugleika. Á þetta reyndi ekki. Vigdís Finnbogadóttir lét undan, vonsvikin út af óbilgirni ráðherranna þó að hún hefði aldrei ætlað sér að ganga gegn vilja þeirra. Rétt eins og aðrir forsetar fyrr og síðar fannst Vigdísi ekki að forseti gæti beitt synjunarvaldi sínu eftir eigin geðþótta."Forsetinn hafinn yfir stjórnmál" Í kosningabaráttunni hafði Vigdís Finnbogadóttir sagt að andúð hennar á her í landi skipti ekki máli vegna þess að embætti forseta Íslands væri ópólitískt. Á Bessastöðum var hún áfram þeirrar skoðunar. Því til vitnis er afstaða hennar í deilunni um flugfreyjuverkfallið og sumarið 1982, þegar deilt var um hvort umdeild bráðabirgðalög nytu meirihluta á Alþingi eða ekki, neitaði forseti að tjá sig um eigin sjónarmið "því samkvæmt stjórnarskránni væri forsetinn hafinn yfir stjórnmál". Vigdís gerði sér þó vel grein fyrir því að við stjórnarmyndanir gæti hún þurft að láta til sín taka, rétt eins og fyrri forsetar höfðu fengið að reyna. Treglega gekk að mynda ríkisstjórn eftir alþingiskosningar 1983 og enn verr fjórum árum síðar. Vigdís þurfti að stýra löngum stjórnarmyndunarviðræðum og kappkostaði að vera hlutlæg og sanngjörn. "Ég hugsaði alltaf, hvað hefði Kristján gert," sagði hún seinna. Þeim tveimur var fjarri að ýta undir eitt stjórnarmynstur frekar en annað. Að þessu leyti voru þau ólík forverum sínum, Sveini Björnssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni, sem vildu aftra því að sósíalistar settust í ríkisstjórn. Eftir alþingiskosningar vorið 1991 höfðu Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, hraðar hendur og mynduðu Viðeyjarstjórnina svonefndu. Hún sat fram að kosningum 1995 þegar stjórnarskipti urðu jafn fumlaus og áður. Nánast í skjóli nætur skiptu sjálfstæðismenn Alþýðuflokknum út fyrir Framsóknarflokk og Davíð festist í sessi sem einn áhrifamesti stjórnmálamaður seinni tíma á Íslandi. Á þessum árum birtist afstaða Vigdísar til stjórnmálaafskipta meðal annars í því að hún þvertók fyrir að fjalla um Atlantshafsbandalagið í ræðum sínum þótt Davíð Oddsson forsætisráðherra færi þess á leit við hana. Mun Davíð því hafa fundist hún fara "út fyrir sitt hlutverk á stundum".Landkynningarforsetinn Kjör Vigdísar Finnbogadóttur sumarið 1980 vakti athygli um víða veröld enda hafði kona í fyrsta sinn verið kjörin þjóðhöfðingi í lýðræðisríki. Árið eftir fór Vigdís í sína fyrstu opinberu heimsókn, til Danmerkur eins og hefð var fyrir, og þótti hún glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar ytra. Í hinum litla og lokaða heimi þjóðhöfðingja var einstæð móðir á besta aldri sjaldgæf sjón og hressandi. Vigdís var líka vel mælt á margar tungur og bauð af sér góðan þokka. Fleiri opinberar heimsóknir fylgdu og þegar upp var staðið urðu þær á þriðja tug, mun fleiri en í tíð forveranna. Vitaskuld voru tímarnir breyttir en sá vilji forsetans að beita embættinu á þennan hátt í þágu landsins skipti einnig miklu. Fljótt sáu forsvarsmenn fyrirtækja í útflutningi og ferðamennsku að Vigdís Finnbogadóttir var gulls ígildi. Hvar sem hún fór kviknaði áhugi á Íslandi. Blessunarlega var útrásin þó ekki komin í algleyming og aldrei freistaðist forseti til að gera íslenskum athafnamönnum persónulega greiða. Slíkt þótti ekki hæfa þjóðhöfðingja."Land, þjóð og tunga" Í innsetningarræðu sinni 1984 gerði forseti orð Snorra Hjartarsonar að sínum: "Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein." Eindreginn áhugi Vigdísar á landvernd og skógrækt fór ekki framhjá neinum í stjórnkerfinu og sama má segja um áhyggjur hennar af auknum áhrifum ensku í íslensku máli. Forsetinn réð örugglega nokkru um það að danska var lengur fyrsta erlenda tungumálið sem kennt var í íslenskum skólum en ráðamenn höfðu ætlað. Þannig fór hún að minnsta kosti inn á jaðar hins pólitíska sviðs. Fögur orð um land, þjóð og tungu geta nálgast rembu og dramb. Það vildi Vigdís forðast. Nær alltaf náði hún að slá hinn rétta streng. Fólk var ánægt með störf hennar og sá í henni sameiningartákn, ofar baráttu stjórnmálanna. Að vísu gerðist það sumarið 1988 þegar Vigdís bauð sig fram í þriðja sinn að hún þurfti, fyrst forseta, að glíma við annan frambjóðanda. Úrslitin voru fyrirséð. Sigrún Þorsteinsdóttir hlaut rúm 5% gildra atkvæða, Vigdís tæp 95%. Árið 1992 var Vigdís Finnbogadóttir þjóðkjörin án atkvæðagreiðslu. Hún lét þá svo um mælt að líklega gæfi hún ekki kost á sér til endurkjörs að fjórum árum liðnum. Það var rétt metið og eftir á að hyggja hefði Vigdís átt að láta gott heita eftir 12 ár á forsetastóli. Í hönd fór erfiðasta skeiðið í embættistíð hennar, að nokkru markað þreytu, átökum og misskilningi."Drottningarbragur", EES og afstæð mannréttindi Þrír leiðtogar settu einna mestan svip á stjórnmálin þann tíma sem Vigdís Finnbogadóttir sat á Bessastöðum. Þetta voru Steingrímur Hermannsson, Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Þegar fram liðu stundir fannst þeim öllum sem nokkur "drottningarbragur" hefði færst yfir embættið og stundum gætti þess einnig í samfélaginu. Aukinn áhugi innlendra og erlendra fjölmiðla á verkum forseta réð nokkru um þetta en pólitísk átök höfðu líka sitt að segja. Í ársbyrjun 1993 samþykkti Alþingi lög um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Mikið hafði verið deilt um málið og um 34.000 manns skoruðu á forseta að synja lögunum staðfestingar. Vigdís íhugaði um skeið að segja af sér en afréð svo að skrifa undir lögin. Helstu rökin voru þau að íslensk æska myndi njóta aukins samstarfs í menntamálum og auk þess hefði hún "átt gríðarlega erfitt með að fara gegn þjóðkjörnu þingi" eins og hún komst síðar að orði. Virðing Alþingis var mun meiri þá en nú. Síðla árs 1995 fór Vigdís Finnbogadóttir í opinbera heimsókn til Kína. Í samtölum við fréttafólk eftir fund með Li Peng forsætisráðherra sagði hún þau hafa rætt mannréttindi og hvort frelsi væri afstætt hugtak. Þessi ummæli vöktu gremju eða jafnvel reiði á Íslandi. Sjaldan eða aldrei hafði forseti Íslands sætt viðlíka gagnrýni. Sjálf viðurkenndi Vigdís síðar að hafa komist óheppilega að orði en benti um leið á að hún hefði staðið fast á hugmyndum um frelsi hvers einstaklings í samtali sínu við Li Peng.Síðasta sameiningartáknið? Vigdís Finnbogadóttir var ekki "skrautdúkka" eða "puntudúkka". Sú lýsing heyrist þó stundum um okkar daga þegar upplausn ríkir í stjórnmálalífinu og þráin eftir "sterkum" leiðtoga setur svip sinn á umræður um forsetaembættið. Vigdís gegndi starfi sínu með sóma og sannaði að fleiri en miðaldra körlum var treystandi til að gegna starfi þjóðhöfðingja. Hún var líka óumdeilt sameiningartákn þótt það þýði auðvitað ekki að allir hafi alltaf verið sammála um öll hennar verk. Um leið og hún hugleiddi að staðfesta ekki lögin um Evrópska efnahagssvæðið sýndi Vigdís í hvaða átt embætti forseta gæti þróast. Hin hörðu viðbrögð við orðum hennar í Kína gáfu líka til kynna að komin væri þreyta í samband hennar og þjóðarinnar. Þegar Vigdís sagði við setningu Alþingis haustið 1995 að hún yrði ekki framar í framboði virtist víst að næsti þjóðhöfðingi yrði örugglega af öðru tagi. Framhaldið þekkja allir.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent