Segja að forseti eigi ekki að skipta sér af pólitískum deilumálum Höskuldur Kári Schram skrifar 3. júní 2012 18:30 Ari Trausti Guðmundsson. Forseti Íslands á ekki að skipta sér að pólitískum deilumálum heldur hvetja til upplýstrar umræðu um málefni líðandi stundar. Þetta er mat Hannesar Bjarnasonar og Ara Trausta Guðmundssonar, forsetaframbjóðenda. Ari Trausti og Hannes voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hannes segir að forseti þurfi að vera sameiningartákn og geti því ekki alltaf tekið afstöðu með eða á móti í pólitískum deilumálum. „Forseti verður alltaf þátttakandi í samfélagspólitíkinni af því að hann á að vera öryggisventill á það lýðræði, hann á að mínu mati að halda sig fjarri flokkapólitíkinni," segir Hannes. Ari Trausti tekur undir þetta. „Forsetinn fer varlega, hann er maður orðsins. hann getur tekið þátt í umræðum, hann getur varpað fram spurningum og efnt til umræðanna og gert fullt af slíkum hlutum en hann forðast það að vera með eða á móti einstökum deilumálum í samfélaginu," segir Ari Trausti. Hannes segir að forseti verði að setja sér skýrar siðareglur þegar kemur að kynningarmálum fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum. „Það er mikilvægt af því að þá skýrir maður hvað fólk getur vænst af forsetanum á ákveðnum sviðum. þess vegna er það mjög mikilvægt," segir Hannes. „Ég álít hlutverk forsetans á erlendri grund, gríðarlega mikilvægt. Það er miklu meira en einhver fyrirtæki. Það er yfir höfuð íslensk menning íslenskt atvinnulíf og hlutverk hans þar er að tala máli fólksins, þjóðarinnar, hann þarf hins vegar að gæta jafnræðis, hann getur ekki gengið fram fyrir skjöldu og teymt eitthvað eitt fyrirtæki," segir Ari Trausti. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Forseti Íslands á ekki að skipta sér að pólitískum deilumálum heldur hvetja til upplýstrar umræðu um málefni líðandi stundar. Þetta er mat Hannesar Bjarnasonar og Ara Trausta Guðmundssonar, forsetaframbjóðenda. Ari Trausti og Hannes voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hannes segir að forseti þurfi að vera sameiningartákn og geti því ekki alltaf tekið afstöðu með eða á móti í pólitískum deilumálum. „Forseti verður alltaf þátttakandi í samfélagspólitíkinni af því að hann á að vera öryggisventill á það lýðræði, hann á að mínu mati að halda sig fjarri flokkapólitíkinni," segir Hannes. Ari Trausti tekur undir þetta. „Forsetinn fer varlega, hann er maður orðsins. hann getur tekið þátt í umræðum, hann getur varpað fram spurningum og efnt til umræðanna og gert fullt af slíkum hlutum en hann forðast það að vera með eða á móti einstökum deilumálum í samfélaginu," segir Ari Trausti. Hannes segir að forseti verði að setja sér skýrar siðareglur þegar kemur að kynningarmálum fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum. „Það er mikilvægt af því að þá skýrir maður hvað fólk getur vænst af forsetanum á ákveðnum sviðum. þess vegna er það mjög mikilvægt," segir Hannes. „Ég álít hlutverk forsetans á erlendri grund, gríðarlega mikilvægt. Það er miklu meira en einhver fyrirtæki. Það er yfir höfuð íslensk menning íslenskt atvinnulíf og hlutverk hans þar er að tala máli fólksins, þjóðarinnar, hann þarf hins vegar að gæta jafnræðis, hann getur ekki gengið fram fyrir skjöldu og teymt eitthvað eitt fyrirtæki," segir Ari Trausti.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira