Innlent

Aratúnsmálið flutt fyrir Hæstarétti

BBI skrifar
Húsnæði Hæstaréttar.
Húsnæði Hæstaréttar.
Málflutningur fór fram í svokölluðu Aratúnsmáli fyrir Hæstarétti í dag. Í málinu er blaðamaður DV, Jón Bjarki Magnússon, krafinn um bætur vegna umfjöllunar hans um nágrannaerjur í Aratúni.

Í umfjöllun DV er fjölskylda í Aratúninu sökuð um gróft ofbeldi í garð nágranna sinna. Því var haldið fram að Margrét Lilja væri margdæmdur ofbeldismaður. Margrét taldi þessar ásakanir ekki eiga við rök að styðjast og höfðaði meiðyrðamál.

Héraðsdómstóll komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun DV hefði verið mjög einhliða og óvægin. Jón Bjarki var dæmdur til að greiða Margréti Lilju 700 þúsund króna bætur og 750 þúsund í málskostnað. Ummæli Jóns voru einnig dæmd dauð og ómerkt. Málinu áfrýjaði Jón Bjarki til Hæstaréttar.

Í dag fór málflutningur fram fyrir Hæstarétti. Að málflutningi loknum var málið dómtekið og er því von á endanlegum dómi í málinu innan fjögurra vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×