Umfjöllun: Valskonur sluppu með skrekkinn í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2012 16:19 Mynd / Vilhelm Valskonum var létt þegar flautað var til leiksloka í Vesturbænum í kvöld. Eftir að hafa ráðið ferðinni allan leikinn munaði minnstu að KR-ingar jöfnuðu metin í viðbótartíma. Brett Maron varði þá skot Helenu Sævarsdóttir í dauðafæri á markteig. Áhorfendur voru varla sestir í Frostaskjólinu í kvöld þegar Valskonur komust á bragðið. Elín Metta Jensen sendi þá langa sendingu inn á teig KR þar sem Dagný Brynjarsdóttir hafði betur í baráttu við Emmu Higgins markvörð KR. Dagný sendi þvert fyrir á Elínu Mettu sem lagði boltann í tómt markið. Glórulaust úthlaup hjá Emmu en hún átti eftir að bæta fyrir mistök sín og gott betur með fínum leik. Aðeins tveimur mínútum síðar var Elín Metta aftur á ferðinni. Valskonur spiluðu sig þá í gegnum vörn KR og aftur þurfti framherjinn aðeins að leggja boltann í opið markið. Staðan orðin 0-2 og fjórar mínútur ekki búnar af leiknum. Í hönd fór stórsókn Valskvenna sem hefðu getað bætt við fjölda marka í fyrri hálfleik. Sem betur fer fyrir KR-inga tókst þeim það ekki og forskot bikarmeistaranna aðeins tvö mörk í hálfleik. KR-stelpur mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en áttu þó undir högg að sækja. Valskonur fengu færi til að gera út um leikinn en Emma Higgins og varnarmenn KR-inga gerðu vel í að þrengja skotvinkla eða pressa sóknarmenn Vals í góðum færum. Dagný Brynjarsdóttir hefði þó átt að skora þegar hún fékk opinn skalla á markteig en Emma Higgins varði skallann með tilþrifum í horn. Í kjölfarið hættu Valskonur að spila boltanum sín á milli en fóru þess í stað að senda langa bolta og tapa honum fljótt. Það auk einbeitingarleysis gestanna og innkomu frískra KR-inga kom heimakonum inn í leikinn. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok gerðu varnarmenn Vals sig seka um slæm mistök. Boltinn hrökk, upp úr þurru, fyrir fætur varamannsins Guðrúnar Maríu Johnson sem renndi honum af nákvæmni í mark Valskvenna. Staðan 1-2 sem var í raun ótrúleg í ljósi yfirburða gestanna heilt yfir í leiknum. Markið gaf heimakonum trú og skapaði, eins og oft vill verða, óöryggi í leik Valskvenna. Það hefði hæglega getað kostað þær tvö stig. Í viðbótartíma barst boltinn inn á teig Valskvenna þar sem brotið var á Freyju Viðarsdóttur. Boltinn hrökk fyrir fætur Helenu Sævarsdóttur á markteig. Varamaðurinn áttaði sig ekki á þeim tíma sem hún hafði og skot hennar í flýti var varið af Brett Maron. Ekkert skal tekið af markverði Vals sem varði skotið afar vel og greip boltann. Í kjölfarið flautaði dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, til leiksloka. Valskonum var létt en KR-ingar svekktir því engu munaði að barátta þeirra hefði skilað þeim stigi. Þetta var annar sigur Valskvenna á leiktíðinni en KR-stelpur leita enn að sínum fyrsta sigri í sumar. Undirritaður verður að minnast á atvikið undir lok leiksins. Brotið var á Freyju Viðarsdóttur innan teigs og um klára vítaspyrnu að ræða að mati undirritaðs. Dómari leiksins sem annars stóð vaktina með prýði var í kjörstöðu til að sjá atvikið en beitti höndum sínum á þann veg að ekki hefði verið um brot að ræða. Sárt fyrir KR-liðið en engu að síður sanngjörn úrslit í Vesturbænum í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Valskonum var létt þegar flautað var til leiksloka í Vesturbænum í kvöld. Eftir að hafa ráðið ferðinni allan leikinn munaði minnstu að KR-ingar jöfnuðu metin í viðbótartíma. Brett Maron varði þá skot Helenu Sævarsdóttir í dauðafæri á markteig. Áhorfendur voru varla sestir í Frostaskjólinu í kvöld þegar Valskonur komust á bragðið. Elín Metta Jensen sendi þá langa sendingu inn á teig KR þar sem Dagný Brynjarsdóttir hafði betur í baráttu við Emmu Higgins markvörð KR. Dagný sendi þvert fyrir á Elínu Mettu sem lagði boltann í tómt markið. Glórulaust úthlaup hjá Emmu en hún átti eftir að bæta fyrir mistök sín og gott betur með fínum leik. Aðeins tveimur mínútum síðar var Elín Metta aftur á ferðinni. Valskonur spiluðu sig þá í gegnum vörn KR og aftur þurfti framherjinn aðeins að leggja boltann í opið markið. Staðan orðin 0-2 og fjórar mínútur ekki búnar af leiknum. Í hönd fór stórsókn Valskvenna sem hefðu getað bætt við fjölda marka í fyrri hálfleik. Sem betur fer fyrir KR-inga tókst þeim það ekki og forskot bikarmeistaranna aðeins tvö mörk í hálfleik. KR-stelpur mættu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik en áttu þó undir högg að sækja. Valskonur fengu færi til að gera út um leikinn en Emma Higgins og varnarmenn KR-inga gerðu vel í að þrengja skotvinkla eða pressa sóknarmenn Vals í góðum færum. Dagný Brynjarsdóttir hefði þó átt að skora þegar hún fékk opinn skalla á markteig en Emma Higgins varði skallann með tilþrifum í horn. Í kjölfarið hættu Valskonur að spila boltanum sín á milli en fóru þess í stað að senda langa bolta og tapa honum fljótt. Það auk einbeitingarleysis gestanna og innkomu frískra KR-inga kom heimakonum inn í leikinn. Tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok gerðu varnarmenn Vals sig seka um slæm mistök. Boltinn hrökk, upp úr þurru, fyrir fætur varamannsins Guðrúnar Maríu Johnson sem renndi honum af nákvæmni í mark Valskvenna. Staðan 1-2 sem var í raun ótrúleg í ljósi yfirburða gestanna heilt yfir í leiknum. Markið gaf heimakonum trú og skapaði, eins og oft vill verða, óöryggi í leik Valskvenna. Það hefði hæglega getað kostað þær tvö stig. Í viðbótartíma barst boltinn inn á teig Valskvenna þar sem brotið var á Freyju Viðarsdóttur. Boltinn hrökk fyrir fætur Helenu Sævarsdóttur á markteig. Varamaðurinn áttaði sig ekki á þeim tíma sem hún hafði og skot hennar í flýti var varið af Brett Maron. Ekkert skal tekið af markverði Vals sem varði skotið afar vel og greip boltann. Í kjölfarið flautaði dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, til leiksloka. Valskonum var létt en KR-ingar svekktir því engu munaði að barátta þeirra hefði skilað þeim stigi. Þetta var annar sigur Valskvenna á leiktíðinni en KR-stelpur leita enn að sínum fyrsta sigri í sumar. Undirritaður verður að minnast á atvikið undir lok leiksins. Brotið var á Freyju Viðarsdóttur innan teigs og um klára vítaspyrnu að ræða að mati undirritaðs. Dómari leiksins sem annars stóð vaktina með prýði var í kjörstöðu til að sjá atvikið en beitti höndum sínum á þann veg að ekki hefði verið um brot að ræða. Sárt fyrir KR-liðið en engu að síður sanngjörn úrslit í Vesturbænum í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira