Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Trausti Hafliðason skrifar 5. júní 2012 14:27 Mikil stemmning var við Norðurá í morgun enda fjöldi fólks kominn til að fylgjast með opnuninni þar á meðal fjölmiðlar. Mynd / Trausti Hafliðason Alls veiddust 11 laxar á fyrri vaktinni í Norðurá í dag. Það þarf að fara aftur til ársins 1999 til að finna betri byrjun. "Ég var búinn að spá því að þetta yrði besta opnunin á þessari öld og þetta lítur bara mjög vel út, það er ekki hægt að segja annað," sagði Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, þegar Veiðivísir sló á þráðinn til hans nú í hádeginu. "Það eru laxar mjög víða í ánni og það veit á gott." Árið 1999 var opnunin frábær en þá veiddust 15 laxar fyrri vaktinni og 28 á þeirri seinni eða 43 laxar alls. Bjarni segir að fiskarnir sem hafi veiðst hafi allir verið vel haldnir og fallegir. Þeir stærstu ríflega 80 sentímetrar eða á bilinu 11 til 13 pund. Hann segist vongóður á framhaldið í dag. Stangveiði Mest lesið 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Veiði
Alls veiddust 11 laxar á fyrri vaktinni í Norðurá í dag. Það þarf að fara aftur til ársins 1999 til að finna betri byrjun. "Ég var búinn að spá því að þetta yrði besta opnunin á þessari öld og þetta lítur bara mjög vel út, það er ekki hægt að segja annað," sagði Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, þegar Veiðivísir sló á þráðinn til hans nú í hádeginu. "Það eru laxar mjög víða í ánni og það veit á gott." Árið 1999 var opnunin frábær en þá veiddust 15 laxar fyrri vaktinni og 28 á þeirri seinni eða 43 laxar alls. Bjarni segir að fiskarnir sem hafi veiðst hafi allir verið vel haldnir og fallegir. Þeir stærstu ríflega 80 sentímetrar eða á bilinu 11 til 13 pund. Hann segist vongóður á framhaldið í dag.
Stangveiði Mest lesið 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Veiði