Vill gefa forsetaframbjóðendum frið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. júní 2012 19:15 Í tæpa hálfa öld hefur Alþingi ávallt lokið störfum að minnsta kosti fjórum vikum fyrir forsetakosningar og stundum mun fyrr. Í dag eru hinsvegar tuttugu og fjórir dagar í forsetakjör og ekkert útlit fyrir að þingmenn komist að samkomulagi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs um störf þingsins í morgun og vakti athygli á því hve stutt sé til forsetakosninga. Þrátt að samkvæmt áætlun hafi staðið til að ljúka þingstörfum fyrir síðustu helgi er fátt sem bendir til þess eins og staðan er í dag að þingið ljúki störfum í bráð, enda mörg stór mál sem bíða afgreiðslu auk fjölda smærri mála. Gunnar segir að tíminn sé orðinn naumur. „Já mér finnst farið að þrengja heldur að. Það eru um það bil þrjár vikur þar til verður kosið og mér finnst eðlilegt að frambjóðendur fái tækifæri og frið fyrir þinginu til að kynna sín sjánarmið og það er óeðlilegt að þingið sé alveg ofan í kosningunum. Við verðum að sýna þessu embætti virðingu, í það minnsta að gefa þessum einstaklingum færi til að kynna sig og svo fólki færi á að meta það sem þau hafa fram að færa," segir hann. Hann bendir einnig á að í síðustu fimm forsetakosningum, frá árinu 1968, hafi þingi alltaf verið lokið að minnsta kosti fjórum vikum fyrir kjördag. Árið 1968 var tíminn raunar um tíu vikur, fimm vikur árið 1980, sjö vikur 1988 og þingi var lokuð um mánuði fyrir kjördag í tvö síðustu skiptin sem þjóðin kaus sér forseta, árið 1996 og 2004. „Ég held að menn hafi mjög fáa daga til að klára þetta. Ef ekki næst að klára þetta í einhverju samkomulagi held ég að forseti þingsins verði að höggva á hnútinn og ljúka hér þingstörfum. Það er ekki hægt að fara hér ofan í forsetakosningarnar mikið meira en nú er orðið, kannski þrjá, fjóra, fimm daga, í mesta lagi." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Í tæpa hálfa öld hefur Alþingi ávallt lokið störfum að minnsta kosti fjórum vikum fyrir forsetakosningar og stundum mun fyrr. Í dag eru hinsvegar tuttugu og fjórir dagar í forsetakjör og ekkert útlit fyrir að þingmenn komist að samkomulagi. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs um störf þingsins í morgun og vakti athygli á því hve stutt sé til forsetakosninga. Þrátt að samkvæmt áætlun hafi staðið til að ljúka þingstörfum fyrir síðustu helgi er fátt sem bendir til þess eins og staðan er í dag að þingið ljúki störfum í bráð, enda mörg stór mál sem bíða afgreiðslu auk fjölda smærri mála. Gunnar segir að tíminn sé orðinn naumur. „Já mér finnst farið að þrengja heldur að. Það eru um það bil þrjár vikur þar til verður kosið og mér finnst eðlilegt að frambjóðendur fái tækifæri og frið fyrir þinginu til að kynna sín sjánarmið og það er óeðlilegt að þingið sé alveg ofan í kosningunum. Við verðum að sýna þessu embætti virðingu, í það minnsta að gefa þessum einstaklingum færi til að kynna sig og svo fólki færi á að meta það sem þau hafa fram að færa," segir hann. Hann bendir einnig á að í síðustu fimm forsetakosningum, frá árinu 1968, hafi þingi alltaf verið lokið að minnsta kosti fjórum vikum fyrir kjördag. Árið 1968 var tíminn raunar um tíu vikur, fimm vikur árið 1980, sjö vikur 1988 og þingi var lokuð um mánuði fyrir kjördag í tvö síðustu skiptin sem þjóðin kaus sér forseta, árið 1996 og 2004. „Ég held að menn hafi mjög fáa daga til að klára þetta. Ef ekki næst að klára þetta í einhverju samkomulagi held ég að forseti þingsins verði að höggva á hnútinn og ljúka hér þingstörfum. Það er ekki hægt að fara hér ofan í forsetakosningarnar mikið meira en nú er orðið, kannski þrjá, fjóra, fimm daga, í mesta lagi."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira