Akureyringar spenntir fyrir serbneskum markverði | Ekkert frágengið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2012 10:17 Bjarni á ferðinni með Akureyri gegn Gróttu í vetur. Mynd / Vilhelm Bjarni Fritzson, annar þjálfara handboltaliðs Akureyrar, segist vonast til þess að félagið semji við serbneskan markvörð sem hefur verið á reynslu hjá félaginu. „Það á eftir að semja við hann og ganga frá samningnum svo að menn eru aðeins of fljótir á sér," sagði Bjarni sem segir alls ekki í höfn að markvörðurinn gangi til liðs við Akuryri. „Hann er líklega á leiðinni heim til sín í dag og ræðir við umboðsmanninn þegar hann kemur heim. Það er stórt spurningamerki að vanta markvörð. Ef okkur tekst að landa þessu lítur þetta vel út hjá okkur," segir Bjarni en liðið hefur æft af krafti undanfarið. Bjarni segir liðið hafa horft í kringum sig eftir markverði undanfarið. Serbneskur félagi hans hafi svo bent honum á góðan markvörð sem Bjarna líst vel á. „Hann hefur verið á reynslu hjá okkur. Við vorum virkilega ánægðir með hann. Hann kom mjög vel út á æfingu og gott að fá að sjá hann og ræða við hann. Hann kom mjög vel fyrir," segir Bjarni um markvörðinn sem er 24 ára. „Hann er 24 ára, verið fyrirliði í nokkur ár hjá sínu liði sem gefur til kynna sterkan persónuleika hjá svo ungum manni," segir Bjarni. Annars er það að frétta af Akureyringum að Hreinn Hauksson hefur ákveðið að spila með liðinu á næsta tímabili. Hins vegar er allt útli fyrir að Hörður Fannar Sigþórsson hverfi á braut til Færeyja. „Það er gríðarlegur fengur í Hreini og við erum lukkulegir með það. Við söknuðum hans mikið í vörninni í vetur. Hann er öflugasti bakvörðurinn á landinu og ekki gaman að spila á móti honum," segir Bjarni. Fjarveru Harðar, sem ekki er víst að af verði þó líklegt sé, segir Bjarni norðanliðið leysa þótt hans verði saknað. Ásgeir Jónsson er komið á fullt á nýjan leik eftir erfið meiðsli. „Hann fékk brjósklos í þrjá hryggjarliði í bakinu sem eru engin smámeiðsli. Sérstaklega fyrir línumann sem er alltaf í baráttunni," segir Bjarni sem segir Ásgeir líta mjög vel út. Olís-deild karla Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Bjarni Fritzson, annar þjálfara handboltaliðs Akureyrar, segist vonast til þess að félagið semji við serbneskan markvörð sem hefur verið á reynslu hjá félaginu. „Það á eftir að semja við hann og ganga frá samningnum svo að menn eru aðeins of fljótir á sér," sagði Bjarni sem segir alls ekki í höfn að markvörðurinn gangi til liðs við Akuryri. „Hann er líklega á leiðinni heim til sín í dag og ræðir við umboðsmanninn þegar hann kemur heim. Það er stórt spurningamerki að vanta markvörð. Ef okkur tekst að landa þessu lítur þetta vel út hjá okkur," segir Bjarni en liðið hefur æft af krafti undanfarið. Bjarni segir liðið hafa horft í kringum sig eftir markverði undanfarið. Serbneskur félagi hans hafi svo bent honum á góðan markvörð sem Bjarna líst vel á. „Hann hefur verið á reynslu hjá okkur. Við vorum virkilega ánægðir með hann. Hann kom mjög vel út á æfingu og gott að fá að sjá hann og ræða við hann. Hann kom mjög vel fyrir," segir Bjarni um markvörðinn sem er 24 ára. „Hann er 24 ára, verið fyrirliði í nokkur ár hjá sínu liði sem gefur til kynna sterkan persónuleika hjá svo ungum manni," segir Bjarni. Annars er það að frétta af Akureyringum að Hreinn Hauksson hefur ákveðið að spila með liðinu á næsta tímabili. Hins vegar er allt útli fyrir að Hörður Fannar Sigþórsson hverfi á braut til Færeyja. „Það er gríðarlegur fengur í Hreini og við erum lukkulegir með það. Við söknuðum hans mikið í vörninni í vetur. Hann er öflugasti bakvörðurinn á landinu og ekki gaman að spila á móti honum," segir Bjarni. Fjarveru Harðar, sem ekki er víst að af verði þó líklegt sé, segir Bjarni norðanliðið leysa þótt hans verði saknað. Ásgeir Jónsson er komið á fullt á nýjan leik eftir erfið meiðsli. „Hann fékk brjósklos í þrjá hryggjarliði í bakinu sem eru engin smámeiðsli. Sérstaklega fyrir línumann sem er alltaf í baráttunni," segir Bjarni sem segir Ásgeir líta mjög vel út.
Olís-deild karla Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira