Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitin á opna franska meistaramótinu í tennis í fyrsta sinn á ferlinum eftir 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitunum í dag. Djokovic mætir Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitaleiknum á sunnudaginn.
Djokovic vann settin 6-4, 7-5, 6-3 og getur orðið fyrsti maðurinn í 43 ár til að vera handhafi allra fjögurra risatitlana því Serbinn snjalli vann Wimbledon-mótið og opna bandaríska mótið á síðasta ári og síðan opna ástralska mótið í ársbyrjun.
Rafael Nadal er afar sterkur á malarvelli og hefur unnið opna franska meistaramótið sex sinnum á ferlinum. Spánverjinn er því kannski sigurstranglegri en það getur enginn afskrifað ótrúlega sigurgöngu Djokovic.
Djokovic var búinn að tapa þrjú ár í röð í undanúrslitum opna franska meistaramótsins en getur nú orðið sá fyrsti síðan Rod Laver árið 1969 til að vinna öll fjögur risamótin á einu bretti.
Djokovic mætir Nadal í úrslitum opna franska - vann Federer
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Fleiri fréttir
