Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitin á opna franska meistaramótinu í tennis í fyrsta sinn á ferlinum eftir 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitunum í dag. Djokovic mætir Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitaleiknum á sunnudaginn.
Djokovic vann settin 6-4, 7-5, 6-3 og getur orðið fyrsti maðurinn í 43 ár til að vera handhafi allra fjögurra risatitlana því Serbinn snjalli vann Wimbledon-mótið og opna bandaríska mótið á síðasta ári og síðan opna ástralska mótið í ársbyrjun.
Rafael Nadal er afar sterkur á malarvelli og hefur unnið opna franska meistaramótið sex sinnum á ferlinum. Spánverjinn er því kannski sigurstranglegri en það getur enginn afskrifað ótrúlega sigurgöngu Djokovic.
Djokovic var búinn að tapa þrjú ár í röð í undanúrslitum opna franska meistaramótsins en getur nú orðið sá fyrsti síðan Rod Laver árið 1969 til að vinna öll fjögur risamótin á einu bretti.
Djokovic mætir Nadal í úrslitum opna franska - vann Federer
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn




Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar
Íslenski boltinn

Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn

„Sé þá ekki vinna í ár“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
