Keiliskonurnar Signý Arnórsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru efstar og jafnar eftir fyrsta hringinn á Egils Gull mótinu í Eyjum en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár.
Signý og Guðrún Brá léku báðar á 75 höggum eða fimm höggum yfir pari. Þær hafa tveggja högga forskot á næstu konur sem eru Sunna Víðisdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, báðar úr GR.
Signý fékk tvo fugla og sjö skolla á hringnum en Guðrún Brá var með tvo fugla, fimm skolla og svo skramba á 13. holunni.
Fyrsti hringurinn var skrautlegur hjá Íslandsmeistaranum Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem vann einmitt fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni. Ólafía náði í einn örn (5. hola) og tvo fugla en fékk jafnframt sjö skolla og svo tvo skramba á 2. og 17. holu.
Staðan eftir fyrsta hring í kvennaflokki:
1. Signý Arnórsdóttir, GK +5
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +5
3. Sunna Víðisdóttir, GR +7
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +7
5. Berglind Björnsdóttir, GR +8
6. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +9
6. Tinna Jóhannsdóttir, GK +9
8. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR +11
8. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +11
8. Þórdís Geirsdóttir, GK +11
Signý og Guðrún Brá spiluðu best á fyrsta hring
