Handknattleiksmaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍR og mun leika með félaginu á næsta tímabili en Breiðhyltingar hafa verið að styrkja sig mikið að undanförnu.
Jón var einnig í viðræðum við uppeldisfélag sig HK sem hann lék með í mörg ár en hafi síðan ákveðið að lokum að ganga til liðs við ÍR.
Jón Heiðar lék með Pays d'Aix í Frakklandi síðustu tvö tímabil og mun án efa styrkja ÍR mikið. Leikmaðurinn hefur einnig leikið með HK, Stjörnunni, FH og ÍR.
Jón Heiðar gengur til liðs við ÍR
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn