Eimskipsmótaröðin: Birgir Leifur sigraði eftir harða baráttu 27. maí 2012 19:13 Birgir Leifur Hafþórsson. seth Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sigraði á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi með glæsilegum lokahring. Birgir lék Hólmsvöllinn í Leiru á 68 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék reyndar betur en Birgir í dag en Guðmundur var nálægt því að jafna vallarmetið. Guðmundur lék á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari og endaði hann í öðru sæti á -2 samtals. Hlynur Geir Hjartarson varð þriðji á 2 höggum yfir pari vallar samtals. Birgir Leifur var ekki í neinum vandræðum á hringnum í dag – en hann fékk alls fimm fugla eftir að hafa fengið skolla á 4. braut. Birgir fékk fugla á 8., 9., 14., 15., og 17. „Ég hefði viljað endað daginn á fugli en þetta var bara skemmtilegt. Alltaf gaman að vinna. Ég var ekki í neinum vandræðum. Konan mín lét mig vita hvernig staðan var þegar ég var á 16. teig. Þá vissi ég að Guðmundur Ágúst var að „sulla“ niður púttum og búinn að fá þrjá fugla í röð. Ég fékk fugl á 17. og það var því frekar lítil pressa á mér fyrir lokaholuna,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Atvinnukylfingurinn ætlar að einbeita sér að mótum erlendis í sumar á áskorendamótaröðinni. „Ég mun spila á Eimskipsmótaröðinni ef færi gefst til þess að gera það,“ bætti Birgir við. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sigraði á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi með glæsilegum lokahring. Birgir lék Hólmsvöllinn í Leiru á 68 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék reyndar betur en Birgir í dag en Guðmundur var nálægt því að jafna vallarmetið. Guðmundur lék á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari og endaði hann í öðru sæti á -2 samtals. Hlynur Geir Hjartarson varð þriðji á 2 höggum yfir pari vallar samtals. Birgir Leifur var ekki í neinum vandræðum á hringnum í dag – en hann fékk alls fimm fugla eftir að hafa fengið skolla á 4. braut. Birgir fékk fugla á 8., 9., 14., 15., og 17. „Ég hefði viljað endað daginn á fugli en þetta var bara skemmtilegt. Alltaf gaman að vinna. Ég var ekki í neinum vandræðum. Konan mín lét mig vita hvernig staðan var þegar ég var á 16. teig. Þá vissi ég að Guðmundur Ágúst var að „sulla“ niður púttum og búinn að fá þrjá fugla í röð. Ég fékk fugl á 17. og það var því frekar lítil pressa á mér fyrir lokaholuna,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Atvinnukylfingurinn ætlar að einbeita sér að mótum erlendis í sumar á áskorendamótaröðinni. „Ég mun spila á Eimskipsmótaröðinni ef færi gefst til þess að gera það,“ bætti Birgir við.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira