Eimskipsmótaröðin: Birgir Leifur sigraði eftir harða baráttu 27. maí 2012 19:13 Birgir Leifur Hafþórsson. seth Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sigraði á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi með glæsilegum lokahring. Birgir lék Hólmsvöllinn í Leiru á 68 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék reyndar betur en Birgir í dag en Guðmundur var nálægt því að jafna vallarmetið. Guðmundur lék á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari og endaði hann í öðru sæti á -2 samtals. Hlynur Geir Hjartarson varð þriðji á 2 höggum yfir pari vallar samtals. Birgir Leifur var ekki í neinum vandræðum á hringnum í dag – en hann fékk alls fimm fugla eftir að hafa fengið skolla á 4. braut. Birgir fékk fugla á 8., 9., 14., 15., og 17. „Ég hefði viljað endað daginn á fugli en þetta var bara skemmtilegt. Alltaf gaman að vinna. Ég var ekki í neinum vandræðum. Konan mín lét mig vita hvernig staðan var þegar ég var á 16. teig. Þá vissi ég að Guðmundur Ágúst var að „sulla“ niður púttum og búinn að fá þrjá fugla í röð. Ég fékk fugl á 17. og það var því frekar lítil pressa á mér fyrir lokaholuna,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Atvinnukylfingurinn ætlar að einbeita sér að mótum erlendis í sumar á áskorendamótaröðinni. „Ég mun spila á Eimskipsmótaröðinni ef færi gefst til þess að gera það,“ bætti Birgir við. Golf Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sigraði á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi með glæsilegum lokahring. Birgir lék Hólmsvöllinn í Leiru á 68 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék reyndar betur en Birgir í dag en Guðmundur var nálægt því að jafna vallarmetið. Guðmundur lék á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari og endaði hann í öðru sæti á -2 samtals. Hlynur Geir Hjartarson varð þriðji á 2 höggum yfir pari vallar samtals. Birgir Leifur var ekki í neinum vandræðum á hringnum í dag – en hann fékk alls fimm fugla eftir að hafa fengið skolla á 4. braut. Birgir fékk fugla á 8., 9., 14., 15., og 17. „Ég hefði viljað endað daginn á fugli en þetta var bara skemmtilegt. Alltaf gaman að vinna. Ég var ekki í neinum vandræðum. Konan mín lét mig vita hvernig staðan var þegar ég var á 16. teig. Þá vissi ég að Guðmundur Ágúst var að „sulla“ niður púttum og búinn að fá þrjá fugla í röð. Ég fékk fugl á 17. og það var því frekar lítil pressa á mér fyrir lokaholuna,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Atvinnukylfingurinn ætlar að einbeita sér að mótum erlendis í sumar á áskorendamótaröðinni. „Ég mun spila á Eimskipsmótaröðinni ef færi gefst til þess að gera það,“ bætti Birgir við.
Golf Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira