Norðurlandamót fatlaðra í boccia var sett í Laugardalshöll í morgun. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Íþróttasambands fatlaðra, bauð gesti velkomna og þá tók Ólafur Rafnsson forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands til máls.
Eva Einarsdóttir frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar setti leikana sem standa yfir í dag og á morgun.
Keppni í dag stendur til kl. 18:00 og eru allir velkomnir í Laugardalshöll að fylgjast með fremstu boccia-spilurum Norðurlanda leiða saman hesta sína.
