Floyd Mayweather og Miguel Cotto mokuðu inn peningum á bardaga sínum um daginn. Alls keyptu 1,5 milljónir sér aðgang að bardaganum í gegnum HBO. Gróðinn þar var litlar 94 milljónir dollara.
Þetta er næstmesti áhugi á bardaga utan þungavigtarinnar. Aðeins bardagi Mayweather og Oscar de la Hoya var vinsælli en 2,4 milljónir keyptu sér aðgang að þeim bardaga.
Aðeins fjórir bardagar í sögunni hafa selst betur en vinsælasti bardagi allra tíma er bardagi númer tvö hjá Tyson og Holyfield árið 1997. Tyson og Lewis árið 2002 er í öðru sæti. Fyrsti bardagi Tyson og Holyfield er í þriðja sæti og bardagi Tyson gegn McNeeley er í fjórða sæti.

