Rof á trúnaðarsambandi Erla Hlynsdóttir skrifar 16. maí 2012 19:00 Lögmaður kvenna sem ætla í mál við Jens Kjartansson lýtalækni segir það rof á trúnaðarsambandi sínu við umbjóðendur, að henni sé gert að afhenda skattrannsóknastjóra nöfn og kennitölur kvennanna. Hún ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að lögmaðurinn þurfi að afhenda skattrannsóknastjóra gögnin. Málið kom upp í framhaldi af svonefndu PIP-máli þegar grunur kom upp um skattsvik Jens og rannsókn hófst. Eftir að Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður, neitaði að afhenda gögnin fór skattrannsóknastjóri með kröfuna fyrir héraðsdóm. „Sem lögmaður hefði ég auðvitað viljað sjá þetta fara á hinn veginn," segir Saga. „Ég lít svo á að þagnarskylda lögmanna sé mjög rík og að þetta trúnaðarsamband sé mikilvægt. Það er ekki þægilegt að vita til þess að opinberar stofnanir eins og skattrannsóknarstjóri geti krafist gagna hjá okkur." Þá segir Saga að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er í rauninni bara rökstutt með því að þeir séu að gæta meðalhófs, að þetta sé hluti af þeirra starfi og að þeir séu að gæta almannahagsmuna með þvi að skattrannsóknarstjóri nái að sinna skyldum sínum," segir Saga en hún hefur ekki enn rætt við umbjóðendur sína um úrskurðinn. „Mér finnst í rauninni rétt að fá endanlega niðurstöðu áður en ég fer aðræða þetta af einhverju ráði við umbjóðendur mína." Þá segir að Saga að hún viti ekki til þess að sambærileg mál hafi komið upp hér á landi. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira
Lögmaður kvenna sem ætla í mál við Jens Kjartansson lýtalækni segir það rof á trúnaðarsambandi sínu við umbjóðendur, að henni sé gert að afhenda skattrannsóknastjóra nöfn og kennitölur kvennanna. Hún ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að lögmaðurinn þurfi að afhenda skattrannsóknastjóra gögnin. Málið kom upp í framhaldi af svonefndu PIP-máli þegar grunur kom upp um skattsvik Jens og rannsókn hófst. Eftir að Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður, neitaði að afhenda gögnin fór skattrannsóknastjóri með kröfuna fyrir héraðsdóm. „Sem lögmaður hefði ég auðvitað viljað sjá þetta fara á hinn veginn," segir Saga. „Ég lít svo á að þagnarskylda lögmanna sé mjög rík og að þetta trúnaðarsamband sé mikilvægt. Það er ekki þægilegt að vita til þess að opinberar stofnanir eins og skattrannsóknarstjóri geti krafist gagna hjá okkur." Þá segir Saga að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart. „Þetta er í rauninni bara rökstutt með því að þeir séu að gæta meðalhófs, að þetta sé hluti af þeirra starfi og að þeir séu að gæta almannahagsmuna með þvi að skattrannsóknarstjóri nái að sinna skyldum sínum," segir Saga en hún hefur ekki enn rætt við umbjóðendur sína um úrskurðinn. „Mér finnst í rauninni rétt að fá endanlega niðurstöðu áður en ég fer aðræða þetta af einhverju ráði við umbjóðendur mína." Þá segir að Saga að hún viti ekki til þess að sambærileg mál hafi komið upp hér á landi.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Sjá meira