Körfubolti

Gunnhildur eini nýliðinn í fyrsta landsliðshópi Sverris

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Gunnarsdóttir, til vinstri, í leik á móti Njarðvík í vetur.
Gunnhildur Gunnarsdóttir, til vinstri, í leik á móti Njarðvík í vetur.
Sverrir Þór Sverrisson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta og þjálfari Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur, hefur valið tólf manna hóp fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Noregi 24. til 27. maí næstkomandi.

Sverrir Þór velur flesta leikmenn úr KR og Njarðvík eða þrjá úr hvoru liði en eini nýliðinn í hópnum er Haukakonan Gunnhildur Gunnarsdóttir.

Það vekur vissulega athygli að reynsluboltarnir Birna Valgarðsdóttir (leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi) og Kristrún Sigurjónsdóttir (hefur spilað alla landsleiki frá 2006) eru ekki valdar í hópinn að þessu sinni.

Þetta verða fyrstu leikir A-landsliðs kvenna í 32 mánuði eða frá því að liðið mætti Svartfjallalandi í lok ágúst 2009. Fjórir leikmenn úr þeim leik eru í hópnum nú; Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Helena Sverrisdóttir.

Landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: (Fjöldi landsleikja fyrir aftan)

Gunnhildur Gunnarsdóttir, Haukar - Nýliði

Helena Sverrisdóttir, Good Angels Kosice - 38 leikir

Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík - 15

Petrúnella Skúladóttir, Njarðvík - 18

Margrét Kara Sturludóttir, KR - 9

Hildur Sigurðardóttir, Snæfell - 66

Helga Einarsdóttir, KR - 4

Sigrún Ámundadóttir, KR - 20

Ragna Margrét Brynjarsdóttir, KFUM Sundsvall - 17

María Ben Erlingsdóttir, Valur - 30

Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Njarðvík - 12

Ólöf Helga Pálsdóttir, Njarðvík - 3

Þjálfari: Sverrir Þór Sverrisson

Aðstoðarþjálfari: Anna María Sveinsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×