Nýliðar ÍR í N1-deild karla fengu mikinn liðsstyrk í kvöld þegar þeir Ingimundur Ingimundarson og Sturla Ásgeirsson skrifuðu undir tveggja ára samning við félagið.
Ingimundur kemur til ÍR frá Fram en Sturla hefur spilað með Val undanfarin ár.
Báðir eru þeir uppaldir hjá ÍR og vilja taka þátt í uppbyggingunni sem fram undan er í Breiðholtinu.
Lengi vel var sú saga á lofti að annar fyrrum ÍR-ingur, Bjarni Fritzson, myndi einnig koma til ÍR en hann verður spilandi þjálfari hjá Akureyri næsta vetur. Það verður því ekkert af því að hann spili einnig með ÍR.
Ingimundur og Sturla sömdu við ÍR

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn