Deildar- og bikarmeistarar Hauka fengu góðan liðsstyrk í dag þegar Elías Már Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson gengu til liðs við félagið.
Elías Már var áður í herbúðum Hauka en hefur spilað síðustu tvö ár í Noregi. Elías er örvhentur hornamaður en getur einnig spilað í skyttastöðu. Elías mun leysa Nemanja Malovic af hólmi en hann er farinn aftur til Svartfjallalands.
Jón Þorbjörn kemur frá danska úrvalsdeildarliðinu Mors-Thy. Jón er sterkur línu- og varnarmaður sem lék síðast á Íslandi með Fram leiktíðina 2007-2008.
Elías Már og Jón Þorbjörn í Hauka
