Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 3-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Stjörnuvelli skrifar 8. maí 2012 18:45 Mynd/Stefán Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru meistarar meistaranna í íslenskum kvennafótbolta eftir 3-1 sigur á bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var 1-0 yfir í hálfleik. Stjarnan var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir á síðustu mínútu hálfleiksins með marki markadrottningarinnar Ashley Bares. Valur komst inn í leikinn í seinni hálfleik og jafnaði metinn eftir aðeins átta mínútna leik. Stjarnan fór illa með færin í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik var komið að Val að fara illa með færin sín. Valur átti bæði skot í stöng og slána á marki Stjörnunnar áður en Inga Birna Friðjónsdóttir skoraði eftir góða stungusendingu Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur á 72. mínútu. Átta mínútum síðar gerði Ásgerður svo út um leikinn af vítapunktinum en þó var enn nægur tími fyrir Val að skjóta yfir úr vítaspyrnu. Þar kristallaðist munurinn á liðunum í seinni hálfleik. Stjarnan nýtti færin sín á sama tíma og Valur fór illa með færin. Á heildina séð var sigur Stjörnunnar sanngjarn og liðið sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn. Valur hafði sigrað Meistarakeppni KSÍ fimm ár í röð þar til Stjarnan rauf sigurgöngu liðsins í kvöld en Stjarnan rauf einmitt fimm ára einokun Vals á Íslandsmeistaratitlinum síðasta sumar. Þorlákur: Þetta féll með okkurMynd/Stefán"Við vorum mjög góðar í fyrri hálfleik svo var leikurinn svolítið skrítinn í seinni hálfleik. Hann opnaðist upp á gátt báðum megin. Bæði lið fengu mikið af færum en þetta féll með okkur í restina," sagði Þorlákur Már Árnason þjálfari Stjörunnar í leikslok. "Það er búið að vera mikið álag á báðum liðum og mikið af leikjum. Svo er leikur á sunnudaginn þannig að það er ekki allt á fullu en þetta var opið í seinni hálfleik og bæði lið fengu færi. "Við fengum töluvert af færum í fyrri hálfleik sem við hefðum getað nýtt betur en við nýttum færin okkar í seinni hálfleik betur. Mér fannst við missa einbeitinguna í stöðunni 1-0 og svo aftur í stöðunni 3-1. Við fáum á okkur víti á klaufalegan hátt og duttum aðeins niður. Þessi leikur var ólíkur leikjum þessara liða. Það var meira kæruleysi yfir þessu en það hefur verið. "Ég held að áhorfendur hafi fengið skemmtun fyrir peninginn. Við fengum mörk og fullt af atvikum til að röfla yfir," sagði Þorlákur en Stjarnan vildi fá víti í stöðunni 1-1 þegar Adolf Þorberg Andersen aðstoðardómari flaggaði til marks um að brotið hafði verið á Ashley Bares í vítateig Vals en Leiknir Ágústsson dómari leiksins var ekki sömu skoðunar og dæmdi ekki víti. Gunnar: Valsliðið var andlaustMynd/Stefán"Mér fannst þetta ekki gott. Leikurinn var frekar hægur og Valsliðið var frekar andlaust í fyrri hálfleik. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og gerðum of mikið af mistökum," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Vals í leikslok. "Við náðum að hnýta svo sem nokkra hnúta í hálfleik en við gefum þeim tvö mörk og við vinnum ekki marga leiki með því að gefa tvö mörk," sagð Gunnar sem taldi hægan leik stafa af mörgum leikjum á stuttu tímabili á undirbúningstímabilinu. "Við fengum færi í seinni hálfleik en þegar þú gefur tvö mörk og átt skot í bæði slá og stöng auk þess að klúðra víti þá áttu ekkert skilið út úr leiknum," sagði Gunnar að lokum. Ásgerður: Bikurum líður vel hérnaMynd/Stefán"Það ljúft að lyfta bikurum og þeim líður vel hérna," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem gulltryggði Stjörnunni sigurinn með öruggu víti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. "Ég fylgi bara mínu innsægi og negldi boltanum á markið. Við vorum með yfirhöndina í fyrri hálfleik og þetta var jafnara í seinni hálfleik en heilt yfir vorum við betri," sagði Ásgerður að auki. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru meistarar meistaranna í íslenskum kvennafótbolta eftir 3-1 sigur á bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var 1-0 yfir í hálfleik. Stjarnan var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir á síðustu mínútu hálfleiksins með marki markadrottningarinnar Ashley Bares. Valur komst inn í leikinn í seinni hálfleik og jafnaði metinn eftir aðeins átta mínútna leik. Stjarnan fór illa með færin í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik var komið að Val að fara illa með færin sín. Valur átti bæði skot í stöng og slána á marki Stjörnunnar áður en Inga Birna Friðjónsdóttir skoraði eftir góða stungusendingu Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur á 72. mínútu. Átta mínútum síðar gerði Ásgerður svo út um leikinn af vítapunktinum en þó var enn nægur tími fyrir Val að skjóta yfir úr vítaspyrnu. Þar kristallaðist munurinn á liðunum í seinni hálfleik. Stjarnan nýtti færin sín á sama tíma og Valur fór illa með færin. Á heildina séð var sigur Stjörnunnar sanngjarn og liðið sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn. Valur hafði sigrað Meistarakeppni KSÍ fimm ár í röð þar til Stjarnan rauf sigurgöngu liðsins í kvöld en Stjarnan rauf einmitt fimm ára einokun Vals á Íslandsmeistaratitlinum síðasta sumar. Þorlákur: Þetta féll með okkurMynd/Stefán"Við vorum mjög góðar í fyrri hálfleik svo var leikurinn svolítið skrítinn í seinni hálfleik. Hann opnaðist upp á gátt báðum megin. Bæði lið fengu mikið af færum en þetta féll með okkur í restina," sagði Þorlákur Már Árnason þjálfari Stjörunnar í leikslok. "Það er búið að vera mikið álag á báðum liðum og mikið af leikjum. Svo er leikur á sunnudaginn þannig að það er ekki allt á fullu en þetta var opið í seinni hálfleik og bæði lið fengu færi. "Við fengum töluvert af færum í fyrri hálfleik sem við hefðum getað nýtt betur en við nýttum færin okkar í seinni hálfleik betur. Mér fannst við missa einbeitinguna í stöðunni 1-0 og svo aftur í stöðunni 3-1. Við fáum á okkur víti á klaufalegan hátt og duttum aðeins niður. Þessi leikur var ólíkur leikjum þessara liða. Það var meira kæruleysi yfir þessu en það hefur verið. "Ég held að áhorfendur hafi fengið skemmtun fyrir peninginn. Við fengum mörk og fullt af atvikum til að röfla yfir," sagði Þorlákur en Stjarnan vildi fá víti í stöðunni 1-1 þegar Adolf Þorberg Andersen aðstoðardómari flaggaði til marks um að brotið hafði verið á Ashley Bares í vítateig Vals en Leiknir Ágústsson dómari leiksins var ekki sömu skoðunar og dæmdi ekki víti. Gunnar: Valsliðið var andlaustMynd/Stefán"Mér fannst þetta ekki gott. Leikurinn var frekar hægur og Valsliðið var frekar andlaust í fyrri hálfleik. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og gerðum of mikið af mistökum," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Vals í leikslok. "Við náðum að hnýta svo sem nokkra hnúta í hálfleik en við gefum þeim tvö mörk og við vinnum ekki marga leiki með því að gefa tvö mörk," sagð Gunnar sem taldi hægan leik stafa af mörgum leikjum á stuttu tímabili á undirbúningstímabilinu. "Við fengum færi í seinni hálfleik en þegar þú gefur tvö mörk og átt skot í bæði slá og stöng auk þess að klúðra víti þá áttu ekkert skilið út úr leiknum," sagði Gunnar að lokum. Ásgerður: Bikurum líður vel hérnaMynd/Stefán"Það ljúft að lyfta bikurum og þeim líður vel hérna," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem gulltryggði Stjörnunni sigurinn með öruggu víti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. "Ég fylgi bara mínu innsægi og negldi boltanum á markið. Við vorum með yfirhöndina í fyrri hálfleik og þetta var jafnara í seinni hálfleik en heilt yfir vorum við betri," sagði Ásgerður að auki.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Sjá meira