Steingrímur telur að málið hafi átt erindi í Landsdóm Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. apríl 2012 16:44 Steingrímur Sigfússon segir að málið hafi átt erindi fyrir Landsdóm. Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. „Meira er ekki um það að segja," segir Steingrímur. Hann segist telja það best að dómurinn tali fyrir sig og menn kynni sér hann og rökstuðninginn og reifunina sem þar sé að finna. „Ég vísa bara til þess og ætla ekki út í neinar persónulegar túlkanir á því. Ég tel að dómurinn, rétt eins og þingmenn hafi verið að gera það sem þeir töldu réttast, og ég ætla engum annað í þessu máli," sagði Steingrímur. Geir er dæmdur fyrir brot á 17. grein stjórnarskrárinnar sem laut að því að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. Aðspurður um það hvort fyrirkomulagi hafi verið breytt varðandi þetta atriði frá því sem var segir Steingrímur að menn þurfi að fara varlega í að jafna því saman. „Við erum ekkert að tala um nein venjuleg mál. Þetta eru náttúrlega stóratburðir sem höfðu alvarlegar afleiðingar. Sem betur fer er það ekki á hverjum degi, hverju ári eða hverjum áratug sem slíkir atubðir eru á ferð," segir Steingrímur. „Í öðru lagi tel ég að menn séu búnir að gera sitt besta og læra af og fylgja eftir þeim niðurstöðum sem rannsóknarnefnd Alþingis komst að," segir Steingrímur. Önnur nefnd hafi fjallað um stjórnarráðið og þá lærdóma sem þar þurfti að draga af atburðum. „Það er búið að breyta ýmsum lögum og vinnureglum. Þannig að ég held að menn hafi verið að betrumbæta hluti í ljósi reynslunnar," segir Steingrímur. Steingrímur bar vitni fyrir Landsdómi þegar málið var til meðferðar. Auk hans voru tveir aðrir núverandi þingmenn sem báru vitni en það voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Þau tvö hin síðarnefndu störfuðu í ríkisstjórn með Geir Haarde í aðdraganda bankahrunsins. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. „Meira er ekki um það að segja," segir Steingrímur. Hann segist telja það best að dómurinn tali fyrir sig og menn kynni sér hann og rökstuðninginn og reifunina sem þar sé að finna. „Ég vísa bara til þess og ætla ekki út í neinar persónulegar túlkanir á því. Ég tel að dómurinn, rétt eins og þingmenn hafi verið að gera það sem þeir töldu réttast, og ég ætla engum annað í þessu máli," sagði Steingrímur. Geir er dæmdur fyrir brot á 17. grein stjórnarskrárinnar sem laut að því að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. Aðspurður um það hvort fyrirkomulagi hafi verið breytt varðandi þetta atriði frá því sem var segir Steingrímur að menn þurfi að fara varlega í að jafna því saman. „Við erum ekkert að tala um nein venjuleg mál. Þetta eru náttúrlega stóratburðir sem höfðu alvarlegar afleiðingar. Sem betur fer er það ekki á hverjum degi, hverju ári eða hverjum áratug sem slíkir atubðir eru á ferð," segir Steingrímur. „Í öðru lagi tel ég að menn séu búnir að gera sitt besta og læra af og fylgja eftir þeim niðurstöðum sem rannsóknarnefnd Alþingis komst að," segir Steingrímur. Önnur nefnd hafi fjallað um stjórnarráðið og þá lærdóma sem þar þurfti að draga af atburðum. „Það er búið að breyta ýmsum lögum og vinnureglum. Þannig að ég held að menn hafi verið að betrumbæta hluti í ljósi reynslunnar," segir Steingrímur. Steingrímur bar vitni fyrir Landsdómi þegar málið var til meðferðar. Auk hans voru tveir aðrir núverandi þingmenn sem báru vitni en það voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Þau tvö hin síðarnefndu störfuðu í ríkisstjórn með Geir Haarde í aðdraganda bankahrunsins.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira