Kristín ætlar ekki í forsetaframboð 12. apríl 2012 18:24 Kristín Ingólfsdóttir mynd/Anton Brink Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú síðdegis segist hún þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem henni hefur sýnt um hugsanlegt framboð. „Að vel ígrunduðu máli hef ég í dag gefið afsvar stórum og öflugum hópi fólks hvaðanæva úr samfélaginu sem skorað hefur á mig að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 30. júní. Þessi niðurstaða er í samræmi við þau svör sem ég hef áður gefið af sama tilefni allt frá því á miðju síðasta ári. Aðstæður nú eru óvenjulegar og ég tel að forseti geti gengt mikilvægu leiðtogahlutverki við að endurskapa traust í samfélaginu, sem svo sárlega vantar. Niðurstaða mín er sú að ég geti mest lagt af mörkum enn um sinn í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég vil við þetta tækifæri þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt og ómetanlegan stuðning þeirra sem beint hafa þessum tilmælum til mín. Ég tel að ég eigi ólokið verki við Háskóla Íslands. Ég tókst á hendur rektorsembætti með það að markmiði að skapa einingu og sóknarhug og koma á breytingum sem gera skólann betur færan um að sinna hlutverki sínu. Á síðasta ári unnu starfsfólk og stúdentar stórkostlegan áfangasigur á þeirri vegferð þegar Háskóla Íslands var skipað í hóp 300 bestu háskóla af þeim 17,000 háskólum sem starfræktir eru í heiminum. Mörg brýn verkefni bíða þó enn úrlausnar. Ég tel að uppbygging menntakerfis og háskólastarfs í landinu sé einn mikilvægasti þátturinn í endurreisn samfélagsins hér eftir hrunið. Ég mun einbeita mér að því verki næstu misseri," segir Kristín í yfirlýsingunni. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú síðdegis segist hún þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem henni hefur sýnt um hugsanlegt framboð. „Að vel ígrunduðu máli hef ég í dag gefið afsvar stórum og öflugum hópi fólks hvaðanæva úr samfélaginu sem skorað hefur á mig að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 30. júní. Þessi niðurstaða er í samræmi við þau svör sem ég hef áður gefið af sama tilefni allt frá því á miðju síðasta ári. Aðstæður nú eru óvenjulegar og ég tel að forseti geti gengt mikilvægu leiðtogahlutverki við að endurskapa traust í samfélaginu, sem svo sárlega vantar. Niðurstaða mín er sú að ég geti mest lagt af mörkum enn um sinn í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég vil við þetta tækifæri þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt og ómetanlegan stuðning þeirra sem beint hafa þessum tilmælum til mín. Ég tel að ég eigi ólokið verki við Háskóla Íslands. Ég tókst á hendur rektorsembætti með það að markmiði að skapa einingu og sóknarhug og koma á breytingum sem gera skólann betur færan um að sinna hlutverki sínu. Á síðasta ári unnu starfsfólk og stúdentar stórkostlegan áfangasigur á þeirri vegferð þegar Háskóla Íslands var skipað í hóp 300 bestu háskóla af þeim 17,000 háskólum sem starfræktir eru í heiminum. Mörg brýn verkefni bíða þó enn úrlausnar. Ég tel að uppbygging menntakerfis og háskólastarfs í landinu sé einn mikilvægasti þátturinn í endurreisn samfélagsins hér eftir hrunið. Ég mun einbeita mér að því verki næstu misseri," segir Kristín í yfirlýsingunni.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira