Króatinn Ivan Ljubicic hefur ákveðið að leggja tennisspaðann á hilluna en hans síðasta mót var í Monte Carlo um helgina.
Ljubicic þurfti að lúta í gras fyrir landa sínum Ivan Dodig 6-0 og 6-3 og kvaddi þar með Tennis. Þessi 33 ára tenniskappi átti nokkuð farsælan feril en þrálát meiðsli bundu enda á ferilinn.
„Ég átti í basli allan leikinn og þetta voru sanngjörn úrslit," Ljubicic í tilfinningaþrungnu viðtal eftir leikinn.
„Hugur minn var allt annarsstaðar en á tennisvellinum í dag, það er erfitt að horfast í augu við að ferillinn sé á enda."
„Ég var búinn að undirbúa mig fyrir tilfinningaþrungna stund í dag en þetta var mun erfiðara en ég bjóst við."
„Ég hef stundað tennis í tuttugu ár en núna er tímabært að gera eitthvað annað."
Ivan Ljubicic leggur tennisspaðann á hilluna
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti

