Haukamaðurinn Sveinn Þorgeirsson var nú í hádeginu valinn besti leikmaður umferða 15-21 í N1-deild karla. Sveinn var einnig valinn besti varnarmaðurinn.
Haukamenn voru farsælir í kjörinu en Aron Kristjánsson var valinn besti þjálfarinn og svo eru þrír leikmenn liðsins í úrvalsliðinu.
Akureyri fékk enn og aftur verðlaun fyrir bestu umgjörðina og svo voru Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson valdir bestu dómararnir.
Úrvalslið umferða 15-21:
Markvörður: Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar
Vinstra horn: Bjarki Már Elísson, HK
Vinstri skytta: Stefán Rafn Sigurmannsson, Haukar
Miðjumaður: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Hægri skytta: Ólafur Gústafsson, FH
Hægra horn: Bjarni Fritzson, Akureyri
Línumaður: Heimir Óli Heimisson, Haukar

