Lindsey Vonn skuldar skattinum 216 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2012 23:15 Lindsey Vonn hefur fengið nóg af verðlaunum síðustu árin enda frábær í brekkunum. Mynd/Nordic Photos/Getty Lindsey Vonn, besta skíðakona heims, skuldar skattinum 1,7 milljón dollara eða um 216 milljónir íslenskra króna. Vonn átti frábært tímabil í brekkunum þar sem hún tryggði sér Heimsmeistaratitilinn í samanlögðu og þremur öðrum greinum; risasvigi bruni og tvíkeppni. Skattaskuld Lindsey Vonn er frá árinu 2010 þegar hún vann meðal annars gull á Ólympíuleikunum í Vancouver. Vonn vann sér það ár inn verðlaunafé á heimsbikarmótum auk þess að gera marga stóra auglýsingasamninga við fyrirtæki eins og Under Armour, Rolex og Procter & Gamble. Bandaríska skattheimtan er komin í hart og hefur nú höfðað mál gegn Lindsey Vonn og eiginmanni hennar Thomas Vonn en þau skötuhjú standa nú einnig í skilnaði. Thomas Vonn er níu árum eldri og fyrrum þjálfari hennar og mentor. Málið verður tekið fyrir í Elko County Recorder í Nevada. Lindsey Vonn birti yfirlýsingu vegna málsins á fésabókarsíðu sinni: „Ég er mjög vonsvikin með þá stöðu sem er komin upp. Ég frétti nýverið af skattaskuldinni og hef gert allt í mínu valdi til þess að gera upp mín mál. Peningurinn sem ég skuldaði var frá árinu 2010 og ég hef borgað þessa skuld að fullu. Þetta er mikilvæg reynsla fyrir mig og kennir mér að vera með peningamálin á hreinu en ekki treysta einhverjum öðrum sem maður heldur að sé með hagmuni þína í fyrirrúmi. Það eru mistök sem ég geri ekki aftur," skrifaði Lindsey Vonn inn á síðu sína. Erlendar Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira
Lindsey Vonn, besta skíðakona heims, skuldar skattinum 1,7 milljón dollara eða um 216 milljónir íslenskra króna. Vonn átti frábært tímabil í brekkunum þar sem hún tryggði sér Heimsmeistaratitilinn í samanlögðu og þremur öðrum greinum; risasvigi bruni og tvíkeppni. Skattaskuld Lindsey Vonn er frá árinu 2010 þegar hún vann meðal annars gull á Ólympíuleikunum í Vancouver. Vonn vann sér það ár inn verðlaunafé á heimsbikarmótum auk þess að gera marga stóra auglýsingasamninga við fyrirtæki eins og Under Armour, Rolex og Procter & Gamble. Bandaríska skattheimtan er komin í hart og hefur nú höfðað mál gegn Lindsey Vonn og eiginmanni hennar Thomas Vonn en þau skötuhjú standa nú einnig í skilnaði. Thomas Vonn er níu árum eldri og fyrrum þjálfari hennar og mentor. Málið verður tekið fyrir í Elko County Recorder í Nevada. Lindsey Vonn birti yfirlýsingu vegna málsins á fésabókarsíðu sinni: „Ég er mjög vonsvikin með þá stöðu sem er komin upp. Ég frétti nýverið af skattaskuldinni og hef gert allt í mínu valdi til þess að gera upp mín mál. Peningurinn sem ég skuldaði var frá árinu 2010 og ég hef borgað þessa skuld að fullu. Þetta er mikilvæg reynsla fyrir mig og kennir mér að vera með peningamálin á hreinu en ekki treysta einhverjum öðrum sem maður heldur að sé með hagmuni þína í fyrirrúmi. Það eru mistök sem ég geri ekki aftur," skrifaði Lindsey Vonn inn á síðu sína.
Erlendar Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira