Inspired by Iceland lokkaði Easy Jet á klakann Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. apríl 2012 19:08 Carolyn McCall, forstjóri Easy Jet ásamt Steingrími J. Sigfússuni, efnahags- og viðskiptaráðherra, á fundinum á Hótel Borg í morgun. Forstjóri Easy Jet, sem er meðal annars lærður kennari, segir að fólk verði að hugsa ferðalög sín upp á nýtt þegar það ferðist með fyrirtækinu og flestir sem það geri líti ekki um öxl. Hún segir að kynningarherferð stjórnvalda í fyrra hafi skipt sköpum þegar tekin var ákvörðun um að koma til Íslands. Easy Jet hóf áætlunarflug til Íslands í vikunni en fyrirtækið hefur þegar selt fimmtán þúsund farseðla. Fyrirtækið ætlar sér ekki að beita hefðbundinni markaðsetningu hér á landi og ætlar alfarið að reiða sig á samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Forstjórinn Carolyn McCall á sér athyglisverðan bakgrunn, en hún er meðal annars lærður kennari, auk þess að vera með próf í stjórnmála- og sagnfræði. Hún kleif metorðastigann hjá útgáfufyrirtæki breska dagblaðsins Guardian áður og endaði sem forstjóri útgáfunnar og söðlaði síðan um og var ráðinn forstjóri Easy Jet. Vöxtur Easy Jet hefur verið ævintýri líkastur en fyrirtækið er orðið tíunda stærsta flugfélag í heiminum. „Við teljum að við bjóðum upp á snögga þjónustu, frá einum stað til annars, með lágt fargjald og frábæra þjónustu. Það er það sem við gerum í Evrópu. Við teljum að í erfiðara efnahagsástandi standi EasyJet sig mjög vel því fólk verður að endurmeta með hvaða flugfélagi það ferðast og hvaða gæði það fær. Við höfum tekið eftir þessu úti um alla Evrópu. Fólk prófar EasyJet, oft í fyrsta skipti, og þegar það hefur gert það fer það ekki aftur til rótgrónu flugfélaganna," segir Carolyn, en hún er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Það er augljóst að Easy Jet hentar ekki öllum. T.d rukkar félagið sérstaklega fyrir töskur og menn keypt sig fremst í röðina á flugvellinum. En af hverju Ísland? „Ég held að það sé ekki spurning að sú staðreynd að þið hafið ríkisstjórn og („Inspired by Iceland") og „Visit Reykjavík", að allir þessi hópar eru mjög framtakssamir í að auglýsa Ísland erlendis. Það er mjög mikilvægt og það hjálpar okkur mikið. Við myndum ekki fara inn á nýja leið ef við hefðum ekki þennan þátt því það er hjálplegt að auglýsa Ísland. Eitt af því sem við vorum að tala um í gær, eftir að hafa séð hluta af þessu fallega landi, og við sáum aðeins smápart af landinu, en það er ótrúlega magnað." Viðtalið við Carolyn í heild sinni þar sem hún ræðir um eins ólíka hluti og Gullfoss og Geysi og áhættustjórnun vegna olíukostnaðar má nú finna hér. Klinkið Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Forstjóri Easy Jet, sem er meðal annars lærður kennari, segir að fólk verði að hugsa ferðalög sín upp á nýtt þegar það ferðist með fyrirtækinu og flestir sem það geri líti ekki um öxl. Hún segir að kynningarherferð stjórnvalda í fyrra hafi skipt sköpum þegar tekin var ákvörðun um að koma til Íslands. Easy Jet hóf áætlunarflug til Íslands í vikunni en fyrirtækið hefur þegar selt fimmtán þúsund farseðla. Fyrirtækið ætlar sér ekki að beita hefðbundinni markaðsetningu hér á landi og ætlar alfarið að reiða sig á samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Forstjórinn Carolyn McCall á sér athyglisverðan bakgrunn, en hún er meðal annars lærður kennari, auk þess að vera með próf í stjórnmála- og sagnfræði. Hún kleif metorðastigann hjá útgáfufyrirtæki breska dagblaðsins Guardian áður og endaði sem forstjóri útgáfunnar og söðlaði síðan um og var ráðinn forstjóri Easy Jet. Vöxtur Easy Jet hefur verið ævintýri líkastur en fyrirtækið er orðið tíunda stærsta flugfélag í heiminum. „Við teljum að við bjóðum upp á snögga þjónustu, frá einum stað til annars, með lágt fargjald og frábæra þjónustu. Það er það sem við gerum í Evrópu. Við teljum að í erfiðara efnahagsástandi standi EasyJet sig mjög vel því fólk verður að endurmeta með hvaða flugfélagi það ferðast og hvaða gæði það fær. Við höfum tekið eftir þessu úti um alla Evrópu. Fólk prófar EasyJet, oft í fyrsta skipti, og þegar það hefur gert það fer það ekki aftur til rótgrónu flugfélaganna," segir Carolyn, en hún er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Það er augljóst að Easy Jet hentar ekki öllum. T.d rukkar félagið sérstaklega fyrir töskur og menn keypt sig fremst í röðina á flugvellinum. En af hverju Ísland? „Ég held að það sé ekki spurning að sú staðreynd að þið hafið ríkisstjórn og („Inspired by Iceland") og „Visit Reykjavík", að allir þessi hópar eru mjög framtakssamir í að auglýsa Ísland erlendis. Það er mjög mikilvægt og það hjálpar okkur mikið. Við myndum ekki fara inn á nýja leið ef við hefðum ekki þennan þátt því það er hjálplegt að auglýsa Ísland. Eitt af því sem við vorum að tala um í gær, eftir að hafa séð hluta af þessu fallega landi, og við sáum aðeins smápart af landinu, en það er ótrúlega magnað." Viðtalið við Carolyn í heild sinni þar sem hún ræðir um eins ólíka hluti og Gullfoss og Geysi og áhættustjórnun vegna olíukostnaðar má nú finna hér.
Klinkið Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira