Harrington og Byrd unnu Par 3 keppnina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2012 13:30 Harringon, Ryo Ishikawwa og Patrick Cantlay ásamt ungum kylfusveinum sínum í Georgíu í gær. Nordic Photos / Getty Írinn Pardraig Harrington og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd hrósuðu sigri á árlegri Par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs þegar nokkrir keppendur áttu enn eftir að skila sér í mark. Þetta er í þriðja sinn sem Harringon hrósar sigri í keppninni en hann spilaði á fimm undir pari líkt og Byrd. Nokkrir kylfingar kusu að taka ekki þátt og voru Tiger Woods og Rory McIlroy þeirra á meðal. Daninn Thomas Björn og Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson áttu högg dagsins á par 3 vellinum í Augusta. Kapparnir fóru báðir holu í höggi. Léttleikinn er í fyrirrúmi í keppninni þar sem flestir kylfingarnir njóta þess að spila holurnar níu í faðmi fjölskyldumeðlima sem oft gegna hlutverki kylfusveina. Masters-mótið hefst í kvöld klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Að lokinni viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur í úrslitakeppni karla í körfuknattleik verður mótið einnig í beinni á Stöð 2 Sport. Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Írinn Pardraig Harrington og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd hrósuðu sigri á árlegri Par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. Hætta þurfti keppni vegna þrumuveðurs þegar nokkrir keppendur áttu enn eftir að skila sér í mark. Þetta er í þriðja sinn sem Harringon hrósar sigri í keppninni en hann spilaði á fimm undir pari líkt og Byrd. Nokkrir kylfingar kusu að taka ekki þátt og voru Tiger Woods og Rory McIlroy þeirra á meðal. Daninn Thomas Björn og Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson áttu högg dagsins á par 3 vellinum í Augusta. Kapparnir fóru báðir holu í höggi. Léttleikinn er í fyrirrúmi í keppninni þar sem flestir kylfingarnir njóta þess að spila holurnar níu í faðmi fjölskyldumeðlima sem oft gegna hlutverki kylfusveina. Masters-mótið hefst í kvöld klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Að lokinni viðureign Stjörnunnar og Keflavíkur í úrslitakeppni karla í körfuknattleik verður mótið einnig í beinni á Stöð 2 Sport.
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira