Masters: Oosthuizen og Watson spila bráðabana um græna jakkann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2012 23:12 Louis Oosthuizen og Bubba Watson þakka fyrir hringinn. Mynd/AP Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. Bubba Watson náði fjórum fuglum í röð á síðustu níu á lokahringnum og lék fjórða hringinn á fjórum höggum undir pari. Louis Oosthuizen lék á þremur höggum undir pari en hann átti ótrúlegt á annarri holu þegar hann fór par fimm holu á aðeins tveimur höggum. Lee Westwood, Matt Kuchar, Peter Hanson og Phil Mickelson urðu jafnir í þriðja sætinu á átta höggum undir pari. Það gekk ekki nógu vel hjá Peter Hanson sem var með eins högg forystu fyrir lokadaginn. Hanson fékk ekki fyrsta fuglinn fyrr en á fimmtándu holu en endaði hringinn á því að spila á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Phil Mickelson byrjaði mótið illa og hann byrjaði lokadaginn líka illa þegar hann tapaði þremur höggum á fjórðu holu. Mickelson vann þessi högg til baka en komst ekki nær efstu mönnum. Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Louis Oosthuizen og Bubba Watson urðu efstir og jafnir á Mastersmótinu í golfi og þurfa að spila bráðabana um titilinn. Báðir léku þeir holurnar 72 á 10 höggum undir pari. Bubba Watson náði fjórum fuglum í röð á síðustu níu á lokahringnum og lék fjórða hringinn á fjórum höggum undir pari. Louis Oosthuizen lék á þremur höggum undir pari en hann átti ótrúlegt á annarri holu þegar hann fór par fimm holu á aðeins tveimur höggum. Lee Westwood, Matt Kuchar, Peter Hanson og Phil Mickelson urðu jafnir í þriðja sætinu á átta höggum undir pari. Það gekk ekki nógu vel hjá Peter Hanson sem var með eins högg forystu fyrir lokadaginn. Hanson fékk ekki fyrsta fuglinn fyrr en á fimmtándu holu en endaði hringinn á því að spila á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Phil Mickelson byrjaði mótið illa og hann byrjaði lokadaginn líka illa þegar hann tapaði þremur höggum á fjórðu holu. Mickelson vann þessi högg til baka en komst ekki nær efstu mönnum.
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira