Íslenski boltinn

KR-ingurinn og Leiknismaðurinn báðust afsökunar samdægurs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmaður KR í 3. flokki karla, sem var í vikunni dæmdur í þriggja leikja bann fyrir kynþáttafordóma í garð leikmanns Leiknis, bað hann afsökunar samdægurs. Þetta kemur fram á fotbolti.net

Samkvæmt heimildum síðunnar hringdi leikmaður KR í mótherja sinn sama dag og leikur liðanna fór fram og bað hann afsökunar á ummælum sínum. Leiknismaðurinn, sem brást við orðum mótherja síns með því að ráðast á hann, baðst afsökunar við sama tækifæri.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmdi KR-inginn í þriggja leikja bann fyrir ummæli sín. Leikmaður Leiknis fékk sex leikja bann fyrir sinn hlut.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×