Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta 24. mars 2012 15:54 Bessastaðir Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta á Bessastaði, eða rúm 66 prósent landsmanna. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Capacent Gallup. Tæplega 34 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnunni vildu helst sjá Ólaf Ragnar Grímsson gegna embætti forseta Íslands áfram. Í tilkynningu frá hópnum Betri valkost á Bessastaði, sem lét framkvæmda könnunina, segir að þrjár konur hafi oftast verið nefndar sem þeir valkostir sem fólk vildi helst fá í staðinn fyrir sitjandi forseta. „Þetta eru þær Þóra Arnórsdóttir, Elín Hirst og Salvör Nordal. Næstir á eftir komu Páll Skúlason, Stefán Jón Hafstein og Þórólfur Árnason. Athygli vekur að nær tvöfalt fleiri nefndu Þóru sem sitt fyrsta val, en þau sem koma í næstu sætum á eftir." Alls völdu 30,3% þeirra sem nefndu að minnsta kosti einn valkost í könnuninni Þóru sem sitt fyrsta, annað eða þriðja val, en 41,5% þeirra völdu Ólaf í eitthvað sæti. Þá völdu rúmlega 22% Elínu Hirst og tæplega 19% Salvöru Nordal sem sitt fyrsta til þriðja val. Aðrir sem spurt var um i könnuninni voru valdir í eitthvað sæti af um 17% eða færri. „Samkvæmt þessu virðist fjöldi frambjóðenda geta ráðið mestu um það hvort núverandi forseti haldi velli eða ekki. Þá vekur það athygli að 83% af þeim sem svöruðu tóku afstöðu," segir í tilkynningunni. Þátttakendur í könnuninni voru beðnir um að velja sinn fyrsta, annan og þriðja valkost sem næsta forseta landsins. Könnunin fór fram dagana 15. - 23. mars 2012. Spurt var: Hvert eftirtalinna myndir þú helst vilja sjá sem forseta Íslands? Svarhlutfall var 62,8% og úrtaksstærð 1346 einstaklingar af öllu landinu, 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr viðhorfshópi Capacent Gallup. Könnunin var gerð fyrir hópinn Betri valkost á Bessastaði, sem stofnaður var fyrr í þessum mánuði. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Tveir af hverjum þremur vilja nýjan forseta á Bessastaði, eða rúm 66 prósent landsmanna. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Capacent Gallup. Tæplega 34 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnunni vildu helst sjá Ólaf Ragnar Grímsson gegna embætti forseta Íslands áfram. Í tilkynningu frá hópnum Betri valkost á Bessastaði, sem lét framkvæmda könnunina, segir að þrjár konur hafi oftast verið nefndar sem þeir valkostir sem fólk vildi helst fá í staðinn fyrir sitjandi forseta. „Þetta eru þær Þóra Arnórsdóttir, Elín Hirst og Salvör Nordal. Næstir á eftir komu Páll Skúlason, Stefán Jón Hafstein og Þórólfur Árnason. Athygli vekur að nær tvöfalt fleiri nefndu Þóru sem sitt fyrsta val, en þau sem koma í næstu sætum á eftir." Alls völdu 30,3% þeirra sem nefndu að minnsta kosti einn valkost í könnuninni Þóru sem sitt fyrsta, annað eða þriðja val, en 41,5% þeirra völdu Ólaf í eitthvað sæti. Þá völdu rúmlega 22% Elínu Hirst og tæplega 19% Salvöru Nordal sem sitt fyrsta til þriðja val. Aðrir sem spurt var um i könnuninni voru valdir í eitthvað sæti af um 17% eða færri. „Samkvæmt þessu virðist fjöldi frambjóðenda geta ráðið mestu um það hvort núverandi forseti haldi velli eða ekki. Þá vekur það athygli að 83% af þeim sem svöruðu tóku afstöðu," segir í tilkynningunni. Þátttakendur í könnuninni voru beðnir um að velja sinn fyrsta, annan og þriðja valkost sem næsta forseta landsins. Könnunin fór fram dagana 15. - 23. mars 2012. Spurt var: Hvert eftirtalinna myndir þú helst vilja sjá sem forseta Íslands? Svarhlutfall var 62,8% og úrtaksstærð 1346 einstaklingar af öllu landinu, 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr viðhorfshópi Capacent Gallup. Könnunin var gerð fyrir hópinn Betri valkost á Bessastaði, sem stofnaður var fyrr í þessum mánuði.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira