Ásynjur Skautafélags Akureyrar tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí eftir 6-2 sigur á Birninum í þriðja leik liðanna norðan heiða.
Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 1-1. Í öðrum leikhluta tóku heimakonur frumkvæðið og leiddu að honum loknum 4-2. Þær bættu svo við tveimur mörkum í síðasta leihlutanum og unnu öruggan sigur.
Diljá Sif Björgvinsdóttir skoraði þrjú mörk Ásynja en Flosrún Vaka Jóhannesdóttir bæði mörk Bjarnarins.
Ásynjur höfðu því sigur í einvíginu 3-0.
Mörk Ásynja SA:
Diljá Sif Björgvinsdóttir 3
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1
Sarah Smiley 1
Guðrún Blöndal 1
Varin skot: 17
Mörk Bjarnarins:
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 2
Varin skot: 36
Upplýsingar af heimasíðu Skautafélags Akureyrar, sjá hér.
Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistari kvenna í íshokkí
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn