Sigfús: Fram vann þetta á heimadómgæslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2012 20:27 Sigfús Sigurðsson. „Ég er mjög ánægður með tveggja marka tap þrátt fyrir að hafa verið tveimur til þremur mönnum færri allan leikinn," sagði Sigfús Sigurðsson allt annað en sáttur við dómgæsluna í Safamýrinni í dag er Fram lagði Val með tveggja marka mun í mikilvægum leik. „Fólk sá hvað var í gangi hérna. Það er dæmt víti hérna megin þegar það er dæmdur ruðningur hinumegin. Svo fá menn eins og Ægir og Diddi að toga í peysur, slá og lemja, teika menn og jafnvel fella í hraðaupphlaupum. Og komast upp með það," sagði Sigfús sem fannst sínir menn á hinn bóginn reknir útaf fyrir minnstu sakir. Staða Valsmanna eftir tapið er slæm enda var nánast um úrslitaleik að ræða fyrir bæði lið. „Þetta var náttúrulega úrslitaleikur fyrir okkur og við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel. Fólk hefur séð að þegar við fengum að spila okkar bolta án þess að vera rifnir niður þá galopnuðum við vörnina hjá þeim," sagði Sigfús sem viðurkenndi þó að hans menn hefðu gert of mörg mistök í leiknum. „Það er bara leiðinlegt þegar við erum að æfa eins og skepnur, halda okkur í formi þegar svona lagað gerist," bætti Sigfús við. Ofanritaður vonaðist eftir fleiri áhorfendum á pallana í dag. Ekki aðeins var leikurinn óbeinn úrslitaleikur sem fyrr segir heldur var um granna- og erkifjendaslag að ræða. „Ég held að það hafi verið fleiri Valsarar en Framarar á pöllunum. Ég er ánægður með að mínir menn hafi látið sjá sig og stutt við bakið á okkur. Því miður náðum við ekki að klára þetta sökum mikillar heimadómgæslu," sagði Sigfús. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 30-28 Framarar sigruðu granna sína í Val í Reykjavíkurslagnum í N1-deildinni í handbolta karla í dag. Lokatölurnar urðu 30-28 í leik sem var spennandi langt fram í síðari hálfleik þegar Framarar sigu fram úr. Gríðarlega mikilvægur fyrir Framara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru aftur á móti í slæmum málum. 11. mars 2012 00:01 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með tveggja marka tap þrátt fyrir að hafa verið tveimur til þremur mönnum færri allan leikinn," sagði Sigfús Sigurðsson allt annað en sáttur við dómgæsluna í Safamýrinni í dag er Fram lagði Val með tveggja marka mun í mikilvægum leik. „Fólk sá hvað var í gangi hérna. Það er dæmt víti hérna megin þegar það er dæmdur ruðningur hinumegin. Svo fá menn eins og Ægir og Diddi að toga í peysur, slá og lemja, teika menn og jafnvel fella í hraðaupphlaupum. Og komast upp með það," sagði Sigfús sem fannst sínir menn á hinn bóginn reknir útaf fyrir minnstu sakir. Staða Valsmanna eftir tapið er slæm enda var nánast um úrslitaleik að ræða fyrir bæði lið. „Þetta var náttúrulega úrslitaleikur fyrir okkur og við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel. Fólk hefur séð að þegar við fengum að spila okkar bolta án þess að vera rifnir niður þá galopnuðum við vörnina hjá þeim," sagði Sigfús sem viðurkenndi þó að hans menn hefðu gert of mörg mistök í leiknum. „Það er bara leiðinlegt þegar við erum að æfa eins og skepnur, halda okkur í formi þegar svona lagað gerist," bætti Sigfús við. Ofanritaður vonaðist eftir fleiri áhorfendum á pallana í dag. Ekki aðeins var leikurinn óbeinn úrslitaleikur sem fyrr segir heldur var um granna- og erkifjendaslag að ræða. „Ég held að það hafi verið fleiri Valsarar en Framarar á pöllunum. Ég er ánægður með að mínir menn hafi látið sjá sig og stutt við bakið á okkur. Því miður náðum við ekki að klára þetta sökum mikillar heimadómgæslu," sagði Sigfús.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 30-28 Framarar sigruðu granna sína í Val í Reykjavíkurslagnum í N1-deildinni í handbolta karla í dag. Lokatölurnar urðu 30-28 í leik sem var spennandi langt fram í síðari hálfleik þegar Framarar sigu fram úr. Gríðarlega mikilvægur fyrir Framara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru aftur á móti í slæmum málum. 11. mars 2012 00:01 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 30-28 Framarar sigruðu granna sína í Val í Reykjavíkurslagnum í N1-deildinni í handbolta karla í dag. Lokatölurnar urðu 30-28 í leik sem var spennandi langt fram í síðari hálfleik þegar Framarar sigu fram úr. Gríðarlega mikilvægur fyrir Framara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru aftur á móti í slæmum málum. 11. mars 2012 00:01