Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Akureyri 26-18 | Aron Rafn í miklu stuði Stefán Árni Pálsson í Schenkerhöllinni á Ásvöllum skrifar 12. mars 2012 14:19 Fjögurra leikja sigurganga Akureyringa í N1 deild karla í handbolta endaði í kvöld þegar Haukar unnu átta marka sigur á Akureyri, 26-18, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Haukar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7, en tóku síðan öll völd í seinni hálfleiknum þar sem náðu átta marka forskoti, 22-14, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Aron Rafn Eðvarðsson átti enn einn stórleikinn í marki Hauka en hann varði alls 23 skot í kvöld eða 56 prósent skota sem komu á hann. Sveinn Þorgeirsson og Stefán Rafn Sigurmannsson voru markahæstir með sex mörk. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og voru liðin virkilega lengi í gang. Heimamenn í Haukum vorum aftur á móti alltaf einu skrefi á undan. Liðin léku gríðarlega harðann varnarleik og menn fengu heldur betur að finna fyrir því. Það sem skildi liðin að var í raun frammistaða Arons Rafns Eðvarðssonar í marki Haukar en hann fór gjörsamlega á kostum í hálfleiknum og varði 12 skot eða 67% allra skota sem komu á markið. Staðan var 10-7 í hálfleik og liðin þurftu í raun bæði að spýta í lófana fyrir seinnihálfleikinn. Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks, 11-9, en þá komu þrjú Haukamörk í röð og leikur norðanmanna hrundi endanlega. Haukar komust í 17-12 og 22-14. Haukarnir héldu síðan átta marka forskoti til leiksloka. Akureyringar fóru að skjóta illa á Aron í markinu og virtust hreinlega vera hræddir við þann hávaxna. Sóknarleikur Hauka fór vel í gang og náðu þeir að keyra hraðan upp með Frey Brynjarsson í broddi fylkinga. Haukar hafa verið í smá lægð eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn en þeirri lægð lauk í kvöld. Akureyringar þurfa að hugsa sinn gang eftir frammistöðuna í kvöld og skoða þá sérstaklega sóknarleik liðsins og skotnýtinguna. Aron Rafn: Ég gef landsliðssætið ekki svo létt frá mérMynd/Valli„Þetta var mjög þægilegur sigur gegn sterki liði Akureyri," sagði Aron Rafn Eðvarðsson, maður leiksins, eftir sigurinn í kvöld. „Ég man hreinlega ekki hvenær Akureyri tapaði síðast leik og því var þetta rosalega sterkur sigur." „Það var sérstaklega mikilvægt að vinna þennan leik eftir hreint hörmulega frammistöðu í síðustu umferð gegn Gróttu. Við urðum bara að sýna og sanna fyrir okkar áhorfendum hversu góðir við erum." „Það þarf engan stærðfræðing til að segja manni það að þegar lið spila góða vörn þá kemur markvarslan, ég var með frábæra vörn fyrir framan mig í kvöld." Hægt er að sjá viðtalið við Aron hér að ofan. Atli: Þessi frammistaða var til skammarMynd/Valli„Við vörum með ótrúlega mörg dauðafæri í þessum leik, ég hef sjaldan orðið vitni af öðru eins," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir ósigurinn í kvöld. „Síðan fór varnarleikur okkar að verða slakur í síðari hálfleiknum og við í raun komumst aldrei í takt við þennan leik." „Þetta er mjög grátlegt því liðið hefur verið að spila frábærlega að undanförnu og slæmt að fá svona skell eins og í kvöld.Frammistaðan í kvöld var fyrir neðan allar hellur. Menn voru síðan að svekkja sig mikið í seinni hálfleiknum og það fór að hafa áhrif á spilamennskuna hjá strákunum. Það hlutur sem við verðum að vinna í og drengirnir verða hreinlega að fjarlægja slíkan hugsunarhátt." „Ef menn misnota færi þá verða þeir að bæta það upp í næstu sókn, ekki missa hausinn og þar með einbeitinguna. Það eru þrír úrslitaleikir eftir hjá okkur og við verðum að líta þannig á hlutina," sagðin Atli að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Fjögurra leikja sigurganga Akureyringa í N1 deild karla í handbolta endaði í kvöld þegar Haukar unnu átta marka sigur á Akureyri, 26-18, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Haukar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 10-7, en tóku síðan öll völd í seinni hálfleiknum þar sem náðu átta marka forskoti, 22-14, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Aron Rafn Eðvarðsson átti enn einn stórleikinn í marki Hauka en hann varði alls 23 skot í kvöld eða 56 prósent skota sem komu á hann. Sveinn Þorgeirsson og Stefán Rafn Sigurmannsson voru markahæstir með sex mörk. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og voru liðin virkilega lengi í gang. Heimamenn í Haukum vorum aftur á móti alltaf einu skrefi á undan. Liðin léku gríðarlega harðann varnarleik og menn fengu heldur betur að finna fyrir því. Það sem skildi liðin að var í raun frammistaða Arons Rafns Eðvarðssonar í marki Haukar en hann fór gjörsamlega á kostum í hálfleiknum og varði 12 skot eða 67% allra skota sem komu á markið. Staðan var 10-7 í hálfleik og liðin þurftu í raun bæði að spýta í lófana fyrir seinnihálfleikinn. Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks, 11-9, en þá komu þrjú Haukamörk í röð og leikur norðanmanna hrundi endanlega. Haukar komust í 17-12 og 22-14. Haukarnir héldu síðan átta marka forskoti til leiksloka. Akureyringar fóru að skjóta illa á Aron í markinu og virtust hreinlega vera hræddir við þann hávaxna. Sóknarleikur Hauka fór vel í gang og náðu þeir að keyra hraðan upp með Frey Brynjarsson í broddi fylkinga. Haukar hafa verið í smá lægð eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn en þeirri lægð lauk í kvöld. Akureyringar þurfa að hugsa sinn gang eftir frammistöðuna í kvöld og skoða þá sérstaklega sóknarleik liðsins og skotnýtinguna. Aron Rafn: Ég gef landsliðssætið ekki svo létt frá mérMynd/Valli„Þetta var mjög þægilegur sigur gegn sterki liði Akureyri," sagði Aron Rafn Eðvarðsson, maður leiksins, eftir sigurinn í kvöld. „Ég man hreinlega ekki hvenær Akureyri tapaði síðast leik og því var þetta rosalega sterkur sigur." „Það var sérstaklega mikilvægt að vinna þennan leik eftir hreint hörmulega frammistöðu í síðustu umferð gegn Gróttu. Við urðum bara að sýna og sanna fyrir okkar áhorfendum hversu góðir við erum." „Það þarf engan stærðfræðing til að segja manni það að þegar lið spila góða vörn þá kemur markvarslan, ég var með frábæra vörn fyrir framan mig í kvöld." Hægt er að sjá viðtalið við Aron hér að ofan. Atli: Þessi frammistaða var til skammarMynd/Valli„Við vörum með ótrúlega mörg dauðafæri í þessum leik, ég hef sjaldan orðið vitni af öðru eins," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir ósigurinn í kvöld. „Síðan fór varnarleikur okkar að verða slakur í síðari hálfleiknum og við í raun komumst aldrei í takt við þennan leik." „Þetta er mjög grátlegt því liðið hefur verið að spila frábærlega að undanförnu og slæmt að fá svona skell eins og í kvöld.Frammistaðan í kvöld var fyrir neðan allar hellur. Menn voru síðan að svekkja sig mikið í seinni hálfleiknum og það fór að hafa áhrif á spilamennskuna hjá strákunum. Það hlutur sem við verðum að vinna í og drengirnir verða hreinlega að fjarlægja slíkan hugsunarhátt." „Ef menn misnota færi þá verða þeir að bæta það upp í næstu sókn, ekki missa hausinn og þar með einbeitinguna. Það eru þrír úrslitaleikir eftir hjá okkur og við verðum að líta þannig á hlutina," sagðin Atli að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira