Meiðsli Tiger Woods eru ekki alvarleg 13. mars 2012 10:15 Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. Getty Images / Nordic Photos Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. Woods hætti keppni þegar hann var búinn með 11 holur af alls 18 á lokadeginum vegna verkja í hásin en hann hefur glímt við meiðsli á því svæði í nokkur misseri. Tiger mun hefja æfingar á ný í þessari viku og allar líkur á því að hann verði með á fyrsta stórmóti ársins – Mastersmótinu á Augusta sem hefst í byrjun apríl. Woods skrifaði á Twitter samskiptasíðuna í gær að hann hefði fengið góðar fréttir eftir að læknar höfðu skoða meiðslin. „Ég fékk góðar fréttir frá lækninum. Lítilsháttar tognun í hásin. Fer að slá golfbolta síðar í þessari viku og er bjartsýnn fyrir næstu viku," skrifaði Woods sem gæti tekið þátt á Bay Hill meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Woods meiddist á hásin á Mastersmótinu fyrir ári síðan og þau meiðsli héldu honum frá keppni í þrjá mánuði. Á þeim tíma missti hann af tveimur stórmótum. Hinn 36 ára gamli Woods hefur skráð sig til leiks á Arnold Palmer meistaramótinu á Bay Hill vellinum sem fram fer 22.-25. mars. Það er síðasta mótið sem Tiger tekur þátt í áður en kemur að Mastermótinu 5.-8. apríl. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ekki alvarlega meiddur á hásin eins og óttast var þegar hann hætti keppni á lokakeppnisdegi heimsmótsins í golfi s.l. sunnudag. Woods hætti keppni þegar hann var búinn með 11 holur af alls 18 á lokadeginum vegna verkja í hásin en hann hefur glímt við meiðsli á því svæði í nokkur misseri. Tiger mun hefja æfingar á ný í þessari viku og allar líkur á því að hann verði með á fyrsta stórmóti ársins – Mastersmótinu á Augusta sem hefst í byrjun apríl. Woods skrifaði á Twitter samskiptasíðuna í gær að hann hefði fengið góðar fréttir eftir að læknar höfðu skoða meiðslin. „Ég fékk góðar fréttir frá lækninum. Lítilsháttar tognun í hásin. Fer að slá golfbolta síðar í þessari viku og er bjartsýnn fyrir næstu viku," skrifaði Woods sem gæti tekið þátt á Bay Hill meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Woods meiddist á hásin á Mastersmótinu fyrir ári síðan og þau meiðsli héldu honum frá keppni í þrjá mánuði. Á þeim tíma missti hann af tveimur stórmótum. Hinn 36 ára gamli Woods hefur skráð sig til leiks á Arnold Palmer meistaramótinu á Bay Hill vellinum sem fram fer 22.-25. mars. Það er síðasta mótið sem Tiger tekur þátt í áður en kemur að Mastermótinu 5.-8. apríl.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira