Körfubolti

Baráttan um sæti í úrslitakeppninni heldur áfram | þrír leikir í IEX deild karla

Helgi Jónas Guðfinsson þjálfari Grindavíkur.
Helgi Jónas Guðfinsson þjálfari Grindavíkur. Valli
Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld en aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Deildarmeistarar Grindavíkur taka á móti liði Snæfells, Fjölnir og Njarðvík eigast við í Grafarvogi og ÍR-ingar taka á móti Haukum í Seljaskóla. Allir leikirnir hefjast kl. 19.15. Annað kvöld lýkur 20. umferð með þremur leikjum: Valur – KR, Tindastóll – Þór Þ., Keflavík – Stjarnan.

Baráttan um sæti í úrslitakeppninni er nokkuð hörð. Átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina þar sem að ÍR, Njarðvík, Tindastóll og jafnvel Snæfell eru í baráttunni.

Staðan í deildinni fyrir 20. umferðina er þannig:

1. Grindavík 17 sigrar / 2 töp 34 stig

2. Þór Þorlákshöfn 13 sigrar / 6 stig 26 stig

3. KR 12 sigrar / 7 töp 24 stig

4. Stjarnan 12 sigrar / 7 töp 24 stig

5. Keflavík 12 sigrar / 7 töp 24 stig

6. Snæfell 10 sigrar / 9 töp 20 stig

7. Tindastóll 9 sigar / 10 töp 18 stig

8. Njarðvík 9 sigrar / 10 töp 18 stig

9. ÍR 8 sigrar / 11 töp 16 stig

10. Fjölnir 7 sigrar / 12 töp 14 stig

11. Haukar 5 sigrar / 14 töp 10 stig

12. Valur 0 sigrar / 19 töp 0

Þeir leikir sem eru eftir eru:

20. umferð:

15-03 Grindavík – Snæfell

15-03 Fjölnir - Njarðvík

15-03 ÍR – Haukar

16-03 Valur - KR

16-03 Tindastóll - Þór Þorlákshöfn

16-03 Keflavík – Stjarnan

21. umferð:

18-03 Stjarnan – Fjölnir

18-03 Snæfell – Tindastóll

18-03 KR – Haukar

19-03 Njarðvík – Grindavík

19-03 Þór Þorlákshöfn – Valur

19-03 Keflavík – ÍR

22. umferð, lokumferð deildarinnar:

22-03 Haukar – Þór Þorlákshöfn

22-03 Valur – Snæfell

22-03 Tindastóll – Njarðvík

22-03 Grindavík – Stjarnan

22-03 Fjölnir – Keflavík

22-03 ÍR - KR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×