Beint tjón ríkisins á ábyrgð Seðlabankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2012 10:36 Andri Árnason undirbýr málflutning sinn. mynd/ gva. Eina beina tjónið sem ríkið hlaut af bankahruninu má rekja til Seðlabankans, en ekki til Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs, fyrir Landsdómi í morgun. Andri sagði að ákæruvaldið hefði ekki með neinu hætti reynt að afla gagna um það hvert beint tjón ríkisins af bankahruninu hefði verið nema með skýrslutökum af einu vitni. Það vitni var Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur hafi verið spurður um beint tjón ríkissjóðs og tjón að öðru leyti. "Í svari vitnisins fólst að hann væri að vísa til tjóns Seðlabanka Íslands. Það þurfti að leggja seðlabankanum til nýtt eigið fé vegna þess að hann hafði tapað svo miklu í svokölluðum ástarbréfaviðskiptum," sagði Andri. Andri vakti athygli á því að rannsóknarnefnd Alþingis hefði gert athugasemdir við það að Seðlabankinn hafi ekki tekið veð í bréfum viðskiptabankanna miklu fyrr. „Skýring Seðlabankans var sú að það hefði verið svo mikið vesen," sagði Andri. Þetta hafi verið haft eftir Sturlu Pálssyni, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Það beina tjón ríkisins að hafa þurft að leggja seðlabankanum til svo mikið eigið fé má allt eins rekja til Seðlabankans," sagði Steingrímur. Andri sagði að annað sem Steingrímur hefið nefnt væru minni skatttekjur vegna falls bankanna. Það væri hins vegar ekki beint tjón heldur óbeint tjón. Þá væri alveg ljóst að skatttekjur ríkissjóðs hefðu líka minnkað ef bankarnir hefðu flutt úr landi. Landsdómur Tengdar fréttir Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:07 Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. 16. mars 2012 09:22 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Eina beina tjónið sem ríkið hlaut af bankahruninu má rekja til Seðlabankans, en ekki til Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs, fyrir Landsdómi í morgun. Andri sagði að ákæruvaldið hefði ekki með neinu hætti reynt að afla gagna um það hvert beint tjón ríkisins af bankahruninu hefði verið nema með skýrslutökum af einu vitni. Það vitni var Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur hafi verið spurður um beint tjón ríkissjóðs og tjón að öðru leyti. "Í svari vitnisins fólst að hann væri að vísa til tjóns Seðlabanka Íslands. Það þurfti að leggja seðlabankanum til nýtt eigið fé vegna þess að hann hafði tapað svo miklu í svokölluðum ástarbréfaviðskiptum," sagði Andri. Andri vakti athygli á því að rannsóknarnefnd Alþingis hefði gert athugasemdir við það að Seðlabankinn hafi ekki tekið veð í bréfum viðskiptabankanna miklu fyrr. „Skýring Seðlabankans var sú að það hefði verið svo mikið vesen," sagði Andri. Þetta hafi verið haft eftir Sturlu Pálssyni, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Það beina tjón ríkisins að hafa þurft að leggja seðlabankanum til svo mikið eigið fé má allt eins rekja til Seðlabankans," sagði Steingrímur. Andri sagði að annað sem Steingrímur hefið nefnt væru minni skatttekjur vegna falls bankanna. Það væri hins vegar ekki beint tjón heldur óbeint tjón. Þá væri alveg ljóst að skatttekjur ríkissjóðs hefðu líka minnkað ef bankarnir hefðu flutt úr landi.
Landsdómur Tengdar fréttir Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:07 Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. 16. mars 2012 09:22 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:07
Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. 16. mars 2012 09:22