Körfubolti

Skagamenn og Borgnesingar unnu fyrstu leikina í úrslitakeppninni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skagamenn taka á móti Hamar á sunnudagskvöld.
Skagamenn taka á móti Hamar á sunnudagskvöld. Mynd / Kolbrún Ingvarsdóttir
Nágrannaliðin ÍA og Skallagrímur lögðu andstæðinga sína í fyrstu leikjum úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Skagamenn lögðu Hvergerðinga á útivelli 77-93 en Borgnesingar lögðu Hött á heimavelli 105-99.

Skagamenn höfðu frumkvæðið frá upphafi í Hveragerði. Þeir leiddu með 24 stigum í hálfleik en heimamenn klóruðu í bakkann í síðari hálfleik.

Skagamenn léku síðast í efstu deild árið 2000. Hamar féll úr efstu deild á síðustu leiktíð. Næsti leikur liðanna fer fram á Skaganum á sunnudagskvöld.



Borgnesingar unnu nauman heimasigurBorgnesingar unnu nauman sigur á Hetti í jöfnum leik liðanna í Borgarnesi. Heimamenn leiddu með sjö stigum í hálfleik og tólf stigum fyrir lokaleikhlutann. Þann mun tókst gestunum ekki að brúa.

Skallagrímur lék síðast í efstu deild tímabilið 2008-2009. Höttur hefur einu sinni leikið á meðal þeirra bestu. Það var leiktíðina 2005-2006. Næsti leikur liðanna fer fram á Egilstöðum á sunnudag.

Tölfræði úr leikjunumHamar-ÍA 77-93 (12-29, 17-21, 26-20, 22-23)

Tölfræði Hamars: Louie Arron Kirkman 19/9 fráköst, Lárus Jónsson 16, Calvin Wooten 13/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 10/9 fráköst/3 varin skot, Halldór Gunnar Jónsson 7, Bjarni Rúnar Lárusson 6, Björgvin Jóhannesson 4, Svavar Páll Pálsson 2/9 fráköst.

Tölfræði ÍA: Terrence Watson 25/16 fráköst/3 varin skot, Áskell Jónsson 22/6 fráköst, Hörður Kristján Nikulásson 15/4 fráköst, Lorenzo Lee McClelland 13, Sigurður Rúnar Sigurðsson 9, Dagur Þórisson 6, Trausti Freyr Jónsson 2/5 stoðsendingar, Ómar Örn Helgason 1.



Skallagrímur-Höttur 105-99 (31-27, 18-15, 31-26, 25-31)


Tölfræði Skallagríms: Darrell Flake 29/17 fráköst, Lloyd Harrison 26/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hörður Helgi Hreiðarsson 21/8 fráköst/10 stoðsendingar, Danny Rashad Sumner 13/4 fráköst, Egill Egilsson 5/6 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 4, Sigmar Egilsson 3, Davíð Ásgeirsson 3, Birgir Þór Sverrisson 1, Elfar Már Ólafsson 0, Óðinn Guðmundsson 0, Elvar Þór Sigurjónsson 0.

Tölfræði Hattar: Trevon Bryant 23/17 fráköst/4 varin skot, Michael Sloan 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Viðar Örn Hafsteinsson 17/6 stoðsendingar, Andrés Kristleifsson 17/5 fráköst, Bjarki Ármann Oddsson 9, Sigmar Hákonarson 5/5 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 4, Kristinn Harðarson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×