Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 24-20 Stefán Hirst Friðriksson í Vodafonehöllinni skrifar 19. mars 2012 16:25 Valsmenn unnu í kvöld fjögurra marka heimasigur, 24-20 á Aftureldingu í N1 deildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og virkuðu bæði lið frekar áhugalaus í leiknum. Sigurinn er þó kærkominn Valsmönnum enda eygja þeir ennþá örlitla von á sæti í úrslitakeppninni. Þeir þurfa þó að klára síðustu tvo leiki sína í deildinni ásamt því að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað en liðin skiptust á að skora í byrjun leiks og náði hvorugt liðið almennilegu taki á leiknum. Valsmenn voru þó fyrri til að ná frumkvæði á leiknum og komust þeir í tveggja marka forystu, 10-8 með marki út vítakasti frá landsliðsmanninum fyrrverandi, Sturlu Ásgeirssyni. Aftureldingu tókst að jafna metin á næstu mínútum með tveimur góðum mörkum frá Jóhanni Jóhannsyni, en hann fór fyrir sóknarleik sinna manna í fyrri hálfleiknum. Valsmenn spiluðu mun betur síðustu mínútur hálfleiksins og skoruðu þeir fjögur mörk gegn aðeins einu marki Aftureldingar og leiddi því Valur, 14-11 þegar flautað var til leikhlés. Bæði lið skoruðu sitthvor tvö mörkin í upphafi síðari hálfleiksins en við tók góður kafli Valsmanna. Vörnin small hjá þeim á meðan sóknarleikur Aftureldingar var virkilega slakur. Þeir skoruðu ekki nema tvö mörk á næsta korteri leiksins og voru Valsmenn þar af leiðandi komnir með sjö marka forystu þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum. Leikmenn Aftureldingar náðu aðeins að klóra í bakkann á næstu mínútum en þeir skoruðu næstu fjögur mörk leiksins og munurinn því fjögur mörk þegar um átta mínútur voru eftir. Valsmenn gáfu þá aftur í og náðu sex marka forystu þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínútur leiksins voru skrautlegar en Valsmenn fengu þrjár brottvísanir og enduðu þeir leikinn með þrjá útileikmenn. Afturelding nýtti sér liðsmuninn og náðu þeir að klóra lítillega í bakkann með tveimur mörkum, en þau reyndust vera síðustu mörk leiksins og unnu Valsmenn því að lokum fjögurra marka sigur, 24-20. Sóknarleikur Valsmanna var slakur í leiknum en hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson fór fyrir sínu liði og skoraði níu mörk. Varnarleikurinn var hinsvegar það sem skóp þennan sigur en hann var öflugur hjá liði Vals. Hlynur Morthens, markvörður Vals átti einnig mjög fínan leik í markinu en hann varði tæplega tuttugu bolta í leiknum. Lítið var um baráttu hjá liði Aftureldingar og virkaði liðið á köflum áhugalaust. Það var þó helst Jóhann Jóhannsson sem átti ágætis leik fyrir sína menn. Afturelding mun því enda í sjöunda sæti deildarinnar og mæta liðum úr fyrstu deild í umspilsleikjum um rétt á að spila í efstu deild á næsta tímabili.Hlynur: Vorkenni áhorfendum sem borguðu sig inn á þennan leik "Þetta var dálítið basl. Lélegur leikur af okkur hálfu eða eiginlega bara af beggja hálfu. Það var ekki glæsilegur handbolti sem var sýndur hérna í dag." sagði Hlynur "Við eigum ennþá örlítinn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Það var skrýtið að sjá baráttuleysið og andleysið í okkar liði í þessum leik. Á meðan við eigum ennþá séns á þessari úrslitakeppni þá skil ég ekki alveg afhverju við mætum svona slappir til leiks. Ég þakka bara fyrir það að við höfum náð að landa þessu miðað við spilamennskuna hérna í dag" bætti Hlynur við. "Ég vorkenni áhorfendum fyrir að hafa þurft að borga peninga til þess að horfa á þennan leik," sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals að lokum.Óskar Bjarni: Erum með bestu vörnina í deildinni "Bubbi var frábær í markinu og vörnin var góð en við vorum alls ekki nægilega góðir í sóknarleiknum. Við vorum ekki sannfærandi sóknarlega hérna í dag. Mér leið ágætlega með vörnina og náðum við sem betur fer að halda henni almennilegri," sagði Óskar Bjarni. "Við höfum ekkert að gera í úrslitakeppnina ef við förum ekki að laga sóknarleikinn. Varnarlega erum við í mjög góðum málum. Við hefðum þó mátt fá fleiri hraðaupphlaup í leiknum en þetta dugði til. Að mínu mati eigum við að vera með bestu vörnina í deildinni ef við gerum þetta eins og menn. Við eigum helling inni sóknarlega og þurfum að fara að bæta okkur þar," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir leik.Jóhann: Ætlum okkur að klára umspilið og halda sæti okkar í deildinni "Þetta var lélegt. Við eigum okkar kafla en þetta er rosalega kaflaskipt hjá okkur og er búið að vera þannig í flestum leikjum okkar í vetur. Við erum að eiga mjög góða kafla í leikjum en svo dettum við niður í algjöran skít þar á milli," sagði Jóhann. "Við ætlum að klára þetta umspil. Við erum að fara þangað þriðja árið í röð að ég held. Við erum alltaf öflugir í þeim leikjum. Erum með öflugan heimavöll og fullt af góðum stuðningsmönnum á bakvið okkur. Við ætlum að gera góða hluti þarna eins og við höfum gert á undanförnum árum," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar í leikslok.Valsmenn unnu í kvöld fjögurra marka heimasigur, 24-20 á Aftureldingu í N1 deildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og virkuðu bæði lið frekar áhugalaus í leiknum. Sigurinn er þó kærkominn Valsmönnum enda eygja þeir ennþá litla von á sæti í úrslitakeppninni. Þeir þurfa þó að klára síðustu tvo leiki sína í deildinni ásamt því að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira
Valsmenn unnu í kvöld fjögurra marka heimasigur, 24-20 á Aftureldingu í N1 deildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og virkuðu bæði lið frekar áhugalaus í leiknum. Sigurinn er þó kærkominn Valsmönnum enda eygja þeir ennþá örlitla von á sæti í úrslitakeppninni. Þeir þurfa þó að klára síðustu tvo leiki sína í deildinni ásamt því að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað en liðin skiptust á að skora í byrjun leiks og náði hvorugt liðið almennilegu taki á leiknum. Valsmenn voru þó fyrri til að ná frumkvæði á leiknum og komust þeir í tveggja marka forystu, 10-8 með marki út vítakasti frá landsliðsmanninum fyrrverandi, Sturlu Ásgeirssyni. Aftureldingu tókst að jafna metin á næstu mínútum með tveimur góðum mörkum frá Jóhanni Jóhannsyni, en hann fór fyrir sóknarleik sinna manna í fyrri hálfleiknum. Valsmenn spiluðu mun betur síðustu mínútur hálfleiksins og skoruðu þeir fjögur mörk gegn aðeins einu marki Aftureldingar og leiddi því Valur, 14-11 þegar flautað var til leikhlés. Bæði lið skoruðu sitthvor tvö mörkin í upphafi síðari hálfleiksins en við tók góður kafli Valsmanna. Vörnin small hjá þeim á meðan sóknarleikur Aftureldingar var virkilega slakur. Þeir skoruðu ekki nema tvö mörk á næsta korteri leiksins og voru Valsmenn þar af leiðandi komnir með sjö marka forystu þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum. Leikmenn Aftureldingar náðu aðeins að klóra í bakkann á næstu mínútum en þeir skoruðu næstu fjögur mörk leiksins og munurinn því fjögur mörk þegar um átta mínútur voru eftir. Valsmenn gáfu þá aftur í og náðu sex marka forystu þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínútur leiksins voru skrautlegar en Valsmenn fengu þrjár brottvísanir og enduðu þeir leikinn með þrjá útileikmenn. Afturelding nýtti sér liðsmuninn og náðu þeir að klóra lítillega í bakkann með tveimur mörkum, en þau reyndust vera síðustu mörk leiksins og unnu Valsmenn því að lokum fjögurra marka sigur, 24-20. Sóknarleikur Valsmanna var slakur í leiknum en hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson fór fyrir sínu liði og skoraði níu mörk. Varnarleikurinn var hinsvegar það sem skóp þennan sigur en hann var öflugur hjá liði Vals. Hlynur Morthens, markvörður Vals átti einnig mjög fínan leik í markinu en hann varði tæplega tuttugu bolta í leiknum. Lítið var um baráttu hjá liði Aftureldingar og virkaði liðið á köflum áhugalaust. Það var þó helst Jóhann Jóhannsson sem átti ágætis leik fyrir sína menn. Afturelding mun því enda í sjöunda sæti deildarinnar og mæta liðum úr fyrstu deild í umspilsleikjum um rétt á að spila í efstu deild á næsta tímabili.Hlynur: Vorkenni áhorfendum sem borguðu sig inn á þennan leik "Þetta var dálítið basl. Lélegur leikur af okkur hálfu eða eiginlega bara af beggja hálfu. Það var ekki glæsilegur handbolti sem var sýndur hérna í dag." sagði Hlynur "Við eigum ennþá örlítinn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Það var skrýtið að sjá baráttuleysið og andleysið í okkar liði í þessum leik. Á meðan við eigum ennþá séns á þessari úrslitakeppni þá skil ég ekki alveg afhverju við mætum svona slappir til leiks. Ég þakka bara fyrir það að við höfum náð að landa þessu miðað við spilamennskuna hérna í dag" bætti Hlynur við. "Ég vorkenni áhorfendum fyrir að hafa þurft að borga peninga til þess að horfa á þennan leik," sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals að lokum.Óskar Bjarni: Erum með bestu vörnina í deildinni "Bubbi var frábær í markinu og vörnin var góð en við vorum alls ekki nægilega góðir í sóknarleiknum. Við vorum ekki sannfærandi sóknarlega hérna í dag. Mér leið ágætlega með vörnina og náðum við sem betur fer að halda henni almennilegri," sagði Óskar Bjarni. "Við höfum ekkert að gera í úrslitakeppnina ef við förum ekki að laga sóknarleikinn. Varnarlega erum við í mjög góðum málum. Við hefðum þó mátt fá fleiri hraðaupphlaup í leiknum en þetta dugði til. Að mínu mati eigum við að vera með bestu vörnina í deildinni ef við gerum þetta eins og menn. Við eigum helling inni sóknarlega og þurfum að fara að bæta okkur þar," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir leik.Jóhann: Ætlum okkur að klára umspilið og halda sæti okkar í deildinni "Þetta var lélegt. Við eigum okkar kafla en þetta er rosalega kaflaskipt hjá okkur og er búið að vera þannig í flestum leikjum okkar í vetur. Við erum að eiga mjög góða kafla í leikjum en svo dettum við niður í algjöran skít þar á milli," sagði Jóhann. "Við ætlum að klára þetta umspil. Við erum að fara þangað þriðja árið í röð að ég held. Við erum alltaf öflugir í þeim leikjum. Erum með öflugan heimavöll og fullt af góðum stuðningsmönnum á bakvið okkur. Við ætlum að gera góða hluti þarna eins og við höfum gert á undanförnum árum," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar í leikslok.Valsmenn unnu í kvöld fjögurra marka heimasigur, 24-20 á Aftureldingu í N1 deildinni. Leikurinn var lítið fyrir augað og virkuðu bæði lið frekar áhugalaus í leiknum. Sigurinn er þó kærkominn Valsmönnum enda eygja þeir ennþá litla von á sæti í úrslitakeppninni. Þeir þurfa þó að klára síðustu tvo leiki sína í deildinni ásamt því að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum.
Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira