NBA í nótt: Utah stöðvaði sigurgöngu Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2012 11:00 Paul Millsap og Shane Battier í baráttunni. Mynd/AP Utah Jazz vann í nótt góðan sigur á Miami Heat, 99-98, og stöðvaði þar með níu leikja sigurgöngu síðarnefnda liðsins. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt. Devin Harris var hetja Utah en hann setti niður skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir og fiskaði víti á Dwayne Wade þar að auki. Harris skoraði úr vítinu og tryggði sínum mönnum sigur. Udonis Haslem fékk tækifæri til að skora sigurkörfu Miami á lokasekúndunni en hann missti marks. LeBron James var reyndar með boltann en ákvað að gefa hann á Haslem frekar en að skjóta sjálfur - rétt eins og á loksekúndum stjörnuleiksins um síðustu helgi. James átti þó góðan leik og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwyane Wade var með 31 stig og sex fráköst en Chris Bosh var fjarverandi vegna fráfalls í fjölskyldu hans. Al Jefferson skoraði 20 stig fyrir Utah sem leiddi lengst af í leiknum. Miami náði þó að koma til baka og hleypa mikilli spennu í lokamínútur leiksins. James setti niður risaþrist þegar 26 sekúndur voru eftir og kom Miami þar með yfir, 97-94. En það dugði ekki til. LA Lakers vann Sacramento, 115-107. Hinn nefbrotni Kobe Bryant spilaði með grímu og skoraði 38 stig í leiknum. Andrew Bynum skoraði nítján stig og var með fimmtán fráköst. Lakers hefur nú unnið sextán leiki í röð á heimavelli. Chicago vann Cleveland, 112-91. Luol Deng skoraði 24 stig og Derrick Rose nítján. Kyrie Irving, nýliðinn öflugi í liði Cleveland, missti af leiknum vegna veikinda en hann hefur alls misst af fjórum leikjum í röð. Cleveland hefur tapað öllum þessum fjórum leikjum.Úrslit næturinnar: Toronto - Memphis 99-102 Boston - New Jersey 107-94 Atlanta - Milwaukee 99-94 Cleveland - Chicago 91-112 Philadelphia - Golden State 105-83 New Orleans - Dallas 97-92 Houston - Denver 105-117 San Antonio - Charlotte 102-72 Utah - Miami 99-98 Phoenix - LA Clippers 81-78 LA Lakers - Sacramento 115-107 NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Utah Jazz vann í nótt góðan sigur á Miami Heat, 99-98, og stöðvaði þar með níu leikja sigurgöngu síðarnefnda liðsins. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt. Devin Harris var hetja Utah en hann setti niður skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir og fiskaði víti á Dwayne Wade þar að auki. Harris skoraði úr vítinu og tryggði sínum mönnum sigur. Udonis Haslem fékk tækifæri til að skora sigurkörfu Miami á lokasekúndunni en hann missti marks. LeBron James var reyndar með boltann en ákvað að gefa hann á Haslem frekar en að skjóta sjálfur - rétt eins og á loksekúndum stjörnuleiksins um síðustu helgi. James átti þó góðan leik og skoraði 34 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwyane Wade var með 31 stig og sex fráköst en Chris Bosh var fjarverandi vegna fráfalls í fjölskyldu hans. Al Jefferson skoraði 20 stig fyrir Utah sem leiddi lengst af í leiknum. Miami náði þó að koma til baka og hleypa mikilli spennu í lokamínútur leiksins. James setti niður risaþrist þegar 26 sekúndur voru eftir og kom Miami þar með yfir, 97-94. En það dugði ekki til. LA Lakers vann Sacramento, 115-107. Hinn nefbrotni Kobe Bryant spilaði með grímu og skoraði 38 stig í leiknum. Andrew Bynum skoraði nítján stig og var með fimmtán fráköst. Lakers hefur nú unnið sextán leiki í röð á heimavelli. Chicago vann Cleveland, 112-91. Luol Deng skoraði 24 stig og Derrick Rose nítján. Kyrie Irving, nýliðinn öflugi í liði Cleveland, missti af leiknum vegna veikinda en hann hefur alls misst af fjórum leikjum í röð. Cleveland hefur tapað öllum þessum fjórum leikjum.Úrslit næturinnar: Toronto - Memphis 99-102 Boston - New Jersey 107-94 Atlanta - Milwaukee 99-94 Cleveland - Chicago 91-112 Philadelphia - Golden State 105-83 New Orleans - Dallas 97-92 Houston - Denver 105-117 San Antonio - Charlotte 102-72 Utah - Miami 99-98 Phoenix - LA Clippers 81-78 LA Lakers - Sacramento 115-107
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira