Dagur 1 í Landsdómsmálinu - 267 Twitter-færslur í beinni lýsingu Magnús Halldórsson skrifar 5. mars 2012 22:04 Andri Árnason hrl., lögmaður Geirs, og Geir H. Haarde, við upphafi málsins. Fyrsti dagur sögulegra réttarhalda í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi, hófst í dag. Málið er með öllu fordæmalaust, en Geir lauk við skýrslutöku sína vegna þeirra fjögurra liða sem eftir standa af ákærunni, eftir frávísun Landsdóms á tveimur liðum. Annar dagur réttarhaldanna hefst á morgun klukkan 10:00 en þá koma vitni fyrir dóminn, þeir Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður stjórnar Seðlabanka Íslands. Sjá má lýsingu af málsatvikum hér að neðan, en nýjustu færslurnar er efst. Twitter-lýsing Vísis, dagur 12012-03-05 17:23:04 visir_is: Markús er búinn að slíta dómhaldi. Málið hefst að nýju klukkan 10:00 í fyrramálið. Fylgist með á Vísi. 2012-03-05 17:21:47 visir_is: Geir: Jú það er rétt, að samskiptin frá minni hálfu voru fyrst og fremst við formann Samfylkingarinnar um þessi málefni. 2012-03-05 17:19:35 visir_is: Markús spyr: Er það réttur skilningur að þú hafir fyrst og fremst rætt um málefni bankanna við utanríkisráðherra, formann Samfylkingarinnar? 2012-03-05 17:18:43 visir_is: Geir: Það hefði verið betra ef Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefði verið beinn aðili að ýmsum málum þar sem hann kom ekki að. 2012-03-05 17:18:05 visir_is: Andri spyr, um samskipti utanríkis- og viðskiptaráðherra, og síðan samskiptum við Geir. 2012-03-05 17:12:07 visir_is: Enn er spurt um hvernig mál eru bókuð á ríkisstjórnarfundum. Geir segir ekkert hafa verið athugavert við það hvernig mál voru bókuð. 2012-03-05 16:58:13 visir_is: Geir: Öllum bókunum á ríkisstjórnarfundum var skilmerkilega lekið í fjölmiðla, af vissum ráðherrum. 2012-03-05 16:56:39 visir_is: Geir: Viðbrögðin voru afar neikvæð á markaðnum og staðan versnaði hratt, og það var ekki óeðlilegt að Davíð kæmi til fundarins. 2012-03-05 16:56:07 visir_is: Geir: Ekkert óeðlilegt við það að seðlabankastjóri hafi vilja koma og skýra hver viðbrögðin höfðu verið við lánveitingu til Glitnis. 2012-03-05 16:55:36 visir_is: Geir: Óeðlilegt hvernig sumir ráðherrar lásu í þá "heimsókn" þegar Davíð kom á fund ríkisstjórnarinnar, þar sem þjóðstjórn bar á góma. 2012-03-05 16:50:49 visir_is: Geir: Ég miðlaði upplýsingum til ráðherra og stjórnarandstöðu eftir því sem þörf var á. 2012-03-05 16:43:39 visir_is: Geir segir minnisblað um ímynd Íslands ekki koma málinu neitt við, og því sé óþarfi að ræða það, en Sigríður hafði gert það að umtalsefni. 2012-03-05 16:39:15 visir_is: Sigríður hefur spurt töluvert út í frágang á fundargerðum ríkisstjórnarinnar. Hvort þarf hafi allt verið rætt til bókar sem rætt var. 2012-03-05 08:05:50 visir_is: Vísir.is er mættur á vettvang í Þjóðmenningarhúsinu, fyrstur allra raunar. Hér er allt til reiðu fyrir upphaf Landsdómsmálsins. 2012-03-05 16:37:32 visir_is: Geir: Drög að fundargerðum eru í sjálfu sér engin marktæk gögn, því þau hætt að vera "til" þegar fundargerðir hafa verið kláraðar. 2012-03-05 16:34:34 visir_is: Fróðleiksmoli: Í þessum ákærulið, það er nr. 2, er einkum horft til þess hvort formreglum hafi verið fylgt við skráningu á fundarefnum. 2012-03-05 16:31:45 visir_is: Sigríður: Voru öll mál sem til umræðu voru á fundum, bókuð í fundargerðum? Geir; Nei, ekki alltaf, en yfirleitt. 2012-03-05 16:28:16 visir_is: Geir: Hver ríkisstjórn setur sér verklagsreglur þegar kemur að fundargerðum um og umfjöllun um efnisatriði mála. 2012-03-05 16:18:19 visir_is: Nú hefst umræða um ákærulið 2, það er seinni lið ákærunnar. Sjá má hana hér.http://www.sakal.is/media/skjol/Akaera-10.5.2011.pdf #landsdómur 2012-03-05 16:16:42 visir_is: Geir: Nei, Davíð gerði það ekki. En þetta var í takt við okkar afstöðu, þ.e. að ríkið bæri ekki ábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda. 2012-03-05 16:16:09 visir_is: Markús spyr hvort Davíð Oddsson hafi haft samráð við Geir, þegar hann sagði breska fjármálaeftirlitinu að ríkið bæri ekki ábyrgð á Icesave. 2012-03-05 16:13:38 visir_is: Geir segist ekki vilja túlka skoðanir annarra, en það hafi uppi ólíkar skoðanir á þessum málum. 2012-03-05 16:12:21 visir_is: Markús spyr áfram um ríkisábyrgð á Icesave, og hvort það hafi verið deildar meiningar um þetta hjá ráðherrum í ríkisstjórninni. 2012-03-05 16:10:09 visir_is: Markús spyr um umræðu í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika, um ábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda. 2012-03-05 16:09:16 visir_is: Geir: Nei, ég hafði engin tök á því, enda bendir margt til þess að ógerlegt hafi verið að uppfylla skilyrði breska fjármálaeftirlitsins. 2012-03-05 16:08:37 visir_is: Andri: Gast þú "með einhverjum töfrasprota" leyst úr þessum tæknilegu erfiðleikum sem voru fyrir í Icesave-málinu? 2012-03-05 16:02:26 visir_is: Geir:Hugsanlegt að breska fjármálaeftirlitið hafi ekki viljað flutning á Icesave í dótturfélag, þar sem skuldbindingin hefði færst til Breta 2012-03-05 16:00:47 visir_is: Geir: Ég var upplýstur um gang mála í Icesave-deilunum af seðlabankanum og ráðuneytisstjórum fjármála- og forsætisráðuneyti. 2012-03-05 15:57:56 visir_is: Geir: Ég tel að allt hafi verið gert til þess að leysa þau vandamál sem blöstu við. Fjármálaeftirlitið og viðskiptaráðuneytið reyndu sitt. 2012-03-05 15:51:16 visir_is: Geir: "Ef að Lehman hefði ekki fallið, þá hefði hugsanlega verið hægt að færa Icesave inn í dótturfélag. En við fáum aldrei svar við því". 2012-03-05 15:50:28 visir_is: Geir: Í september 2008 héldum við að þetta væri málið væri að leysast, en svo kom í ljós að bankinn gat ekki uppfyllt þetta, hann féll. 2012-03-05 15:48:57 visir_is: Geir: Það sem blasti við voru strangar kröfur. Með öðrum orðum; hingað og ekki lengra, þetta eru okkar skilyrði, þið verðið að uppfylla þau. 2012-03-05 15:48:08 visir_is: Geir: Ég fékk bréf boðsent á Þingvelli þar sem ég var staddur, í ágúst 2008, sem var frá breska fjármálaeftirlitinu til Landsbankans. 2012-03-05 15:47:20 visir_is: Geir: Ég vissi hver heildarmyndin var, og fékk upplýsingar um deilurnar sem stóðu frá apríl mánuði og fram á haustið. 2012-03-05 15:45:53 visir_is: Sigríður: Vissir þú nákvæmlega hver voru efnisatriði deilunnar milli breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans vegna Icesave? 2012-03-05 15:40:41 visir_is: Geir: Með öðrum orðum, þá var Fjármálaeftirlitið í Bretland að setja fram ríkari kröfur, í tengslum við Icesave, en lög sögðu til um. 2012-03-05 15:39:17 visir_is: ...Geir: Fjármálaeftirlitið breska sagði þá við stjórnendur Landsbankans; fariði þá bara í mál við okkur! #landsdómur 2012-03-05 15:38:25 visir_is: Geir: Fjármálaeftirltið í Bretlandi var að brjóta gegn Landsbankanum, það gerði of miklar kröfur, að mati stjórnenda Landsbankans. 2012-03-05 15:37:44 visir_is: Sigríður spyr Geir, hvort hann hafi séð gögn um afleita stöðu Landsbankans, og þá hvort bankinn hefði eignir á móti Icesaveskuldum. 2012-03-05 15:28:40 visir_is: Geir: Við pössuðum okkur á því að svara bréfum með þeim hætti, að engar skuldbindingar umfram okkar mat, væru skjalfestar. 2012-03-05 15:26:26 visir_is: Geir: Við sögðumst standa við það sem tilskipanir segðu til. Ekkert meira en það, og tjónið átti ekki að lenda á skattgreiðendum. 2012-03-05 15:23:17 visir_is: Ráðgjafar Geirs í þessu máli, voru Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri Geirs 2012-03-05 15:19:31 visir_is: Geir: Afskipti mín af því hvort Icesave ætti að vera í dótturfélagi í Bretlandi eða hefðu engu breytt, og hefðu verið úr takti við málið. 2012-03-05 15:16:45 visir_is: Geir: Svaið er nei, segir Geir. Ríkið ber ekki ábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda. 2012-03-05 15:15:57 visir_is: Geir: Ber ríkið einhverja ábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda? 2012-03-05 15:15:20 visir_is: Réttarhaldið heldur nú áfram. Geir er nú að tala um Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta, og stöðu hans árið 2008. 2012-03-05 15:10:18 visir_is: Andri, sem er lögmaður Geirs, vann einnig úttektir fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins á hæfi Gunnars Andersen, sem nú hefur verið rekinn. 2012-03-05 15:08:18 visir_is: Fróðleiksmoli: Andrí Árnason hrl. er lögmaður Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í máli hans gegn seðlabankanum vegna launamála. 2012-03-05 15:01:44 visir_is: Það er nú fimmtán mínútna hlé á réttarhaldinu. Til umræðu hefur verið ákæruliður 1,5 er varðar Icesave starfsemi Landsbankans. 2012-03-05 14:53:15 visir_is: Geir: Ég gat engu við það bætt, sem þegar var komið fram, og hafði ekki tök á því að stuðla að færslu á þessari starfsemi í dótturfélag. 2012-03-05 14:49:07 visir_is: ... Geir: Landsbankinn þyrfti að leggja fram eignir sem hann ekki voru fyrir hendi. 2012-03-05 14:48:23 visir_is: Geir: Kröfur Bretanna urðu sífellt meiri, eftir því sem leið á árið 2008. Það er að Landsbankinn þyrfti að leggja fram eignir. 2012-03-05 14:46:47 visir_is: Geir: Það var fylgst vel með þessu máli allan tímann, og Fjármálaeftirlitið sinnti þessu. 2012-03-05 14:45:55 visir_is: Ákæruliður 1,5 snýr að því, að ekki hafi verið þrýst á um að koma Icesave starsfeminni inn í sérstakt dótturfélag Landsbankans. 2012-03-05 14:42:34 visir_is: Hefst þá skýrslutaka vegna síðasta ákæruliðarins, 1,5. Hér má sjá ákæruna. http://t.co/kl62ewNq #landsdómur 2012-03-05 14:41:02 visir_is: Geir: Nei, ég hafði engar upplýsingar, hinsvegar blasir við að þær voru ótraustri en eftirlitsstofnanir virðast hafa gert sér grein fyrir. 2012-03-05 14:40:04 visir_is: Andri Árnason spyr: Lánalínur bankanna virðast hafa verið ótraustari en gert var ráð fyrir. Fékkst þú einhverjar upplýsingar um þetta? 2012-03-05 14:37:54 visir_is: Geir: Eftir á að hyggja þá hefði það verið það eina rétta, þ.e. að takmarka innlánssöfnunina í Hollandi. 2012-03-05 14:36:56 visir_is: Geir: Ég veit ekkert af hverju Fjármálaeftirlitið gerði ekkert í því að, hindra Icesave-innlánasöfnun Landsbankans í Hollandi. 2012-03-05 14:34:04 visir_is: Geir: Það er að ábyrgð fylgi aðgerðum, eins og raunin varð. Það er að skuldsetja ríkissjóð ekki um of, og reyna að bjarga fjármálakerfinu. 2012-03-05 14:32:30 visir_is: Markús spyr, út í yfirlýsingar Geirs um að stjórnvöld muni grípa til ábyrgra aðgerða, eins og "stjórnvöld víðast hvar annars staðar"? 2012-03-05 14:28:52 visir_is: Geir: Seðlabankinn sagði viðskiptabankanna standa vel 19. september 2008. 2012-03-05 14:24:16 visir_is: Geir: Bankarnir gerðu alltaf ráð fyrir því að endurfjármögnun væri möguleiki, við allar aðstæður. 2012-03-05 14:23:44 visir_is: Geir: Gjalddagar bankanna voru þekktir, og vitneskjan lá fyrir opinberlega. 2012-03-05 14:22:48 visir_is: Markús segir ýmis innanhúsgögn úr seðlabankanum draga upp "svarta" mynd af stöðu fjármálakerfisins. Hvernig voru umræður um þetta? 2012-03-05 14:20:36 visir_is: Markús les upp minnisblað frá Tryggva frá janúarmánuði 2008, þar sem segir að ef lánsfjármarkaðir opnist ekki, þá blasi við "hryllingsmynd". 2012-03-05 14:19:44 visir_is: Markús spyr um innanhúsplögg í seðlabankanum, þar sem rætt er um erfiða stöðu bankanna. Vitnar til minnisblaða Tryggva Pálssonar. 2012-03-05 14:14:30 visir_is: Geir: Ýmislegt rætt en það náði því aldrei að komast á alvarlegt stig, til þess að teljast raunhæfur möguleiki. #landsdómur 2012-03-05 14:12:35 visir_is: Andri Árnason spyr Geir hvaða sameiningarmöguleikar voru fyrir hendi á árinu 2008. 2012-03-05 14:11:55 visir_is: Geir: Ég fékk upplýsingar um það já, margsinnis. Allir sem þekkja lánasamninga banka vita að eignasala getur haft neikvæð áhrif. 2012-03-05 14:10:49 visir_is: Andri Árnason spyr út í lánasamninga bankanna, og þá hvort Geir hafi vitað af því að eignasalan myndi brjóta gegn lánaskilmálum. 2012-03-05 14:09:34 visir_is: Geir: Mér var kunnugt um það, að bankarnir hafi reynt að taka lán með ákveðnar eignir að veði, vegna þess að eignasala var ótækur kostur. 2012-03-05 14:08:04 visir_is: Geir: Bankamennirnir vissu hvað þyrfti að gera, til þess að draga úr áhættu, en það voru miklar takmarkanir á því öllu. 2012-03-05 14:04:05 visir_is: Fróðleiksmoli: Mikið púður fer í það, að fjalla um hvort það hafi verið raunverulega hægt að minnka bankakerfið 2008. 2012-03-05 14:02:05 visir_is: Geir: Eins og ég hef áður lýst, þá var það því miður miklum vandkvæðum bundið að minnka bankakerfið 2008, og líklega ekki hægt. 2012-03-05 14:01:12 visir_is: Andri heldur áfram að spyrja út í hvernig aðstæður hefðu verið fyrir sölu á eignum bankanna. 2012-03-05 13:59:35 visir_is: Andri spyr hvort hann hafi fengið einhverja formlega kynningu á þessari skýrslu? Nei, segir Geir. 2012-03-05 13:58:56 visir_is: Andri Árnason spyr út í skýrslu sem Buiter og Sibert unnu fyrir Landsbankann, frá vormánuðum 2008, um stöðu íslenska bankakerfsins. 2012-03-05 13:55:56 visir_is: Geir: Markaðsaðstæður voru þannig að það var ekki hægt að selja eignir öðruvísi en að grafa um leið undan kerfinu. 2012-03-05 13:54:10 visir_is: Geir: Hvað sem má segja um bankamennina, þá held ég að þeir hafi verið að reyna að selja eignir og draga úr áhættu, en það var ekki hægt. 2012-03-05 13:53:36 visir_is: Geir: Það var rætt um ýmislegt, en það var nánast ómögulegt að selja eignir. 2012-03-05 13:52:42 visir_is: Andri Árnason spyr út í hvort Geir hafi átt samtöl við Sigurjón Árnason um sölu á eignum. 2012-03-05 13:50:33 visir_is: Geir: Ég vissi af því að eignir Glitnis í Noregi, voru til sölu og kaupendur áhugasamir, en það var að erfitt að selja á nógu góðu verði. 2012-03-05 13:49:23 visir_is: Andri Árnason spyr: Var mögulegt að selja tilteknar eignir á árinu 2008 og þá hvaða eignir? 2012-03-05 13:47:35 visir_is: Geir: Ekki beint þannig að ég muni eftir sérstaklega. 2012-03-05 13:47:12 visir_is: Markús spyr: Fékkstu upplýsingar um þessa afstöðu hollenskra yfirvalda vegna Icesave innlánasöfnunarinnar frá samráðshópnum? 2012-03-05 13:44:48 visir_is: Geir: Það hefði verið Fjármálaeftirlitsins að gera það. Eftir á að hyggja, þá hefði það verið eina vitið. 2012-03-05 13:44:27 visir_is: Sigríður: Gátu þið beitt ykkur gegn þessari innlánasöfnun? 2012-03-05 13:43:59 visir_is: Geir: Ég heyrði af því að hollenski seðlabankinn hefði haft efasemdir um Icesve-innlánasöfnunina í Hollandi. 2012-03-05 13:42:45 visir_is: Geir: Kerfið gerði þetta mögulegt, en eftir á er þetta stórhættulegt og mikil fífldirfska. 2012-03-05 13:42:18 visir_is: Geir: Ég vissi ekkert meira um það en aðrir, þetta var tilkynningatriði til Fjármálaeftirlitsins. 2012-03-05 13:41:40 visir_is: Sigriður: Hvaða vitneskju hafðir þú um Icesave innlánasöfnun í Hollandi á vormánuðum 2008? 2012-03-05 13:40:58 visir_is: Sigríður spyr út í Icesave innlánasöfnun í Hollandi. Í maí 2008 lýsti hollenski seðlabankinn yfir miklum áhyggjum vegna þessa. 2012-03-05 13:37:44 visir_is: Geir: Þetta var eðlilegur hlutur, BG var að ítreka áður fram komna hluti er vörðuðu áhyggjur vegna stöðu bankanna. 2012-03-05 13:36:49 visir_is: Í póstinum kemur fram að nauðsynlegt sé að minnka bankakerfið, samaeina banka og grípa til viðamikilla aðgerða. 2012-03-05 13:36:07 visir_is: Pósturinn var sendur í febrúar 2008. 2012-03-05 13:35:38 visir_is: Sigríður spyr út í tölvupóstur frá Baldri Guðlaugssyni til Geirs og Árna Mathiessen, þá fjármálaráðherra. 2012-03-05 13:34:52 visir_is: Geir: Björgólfur Thor Björgólfsson leit ekki á það sem aðkallandi mál, í ágúst 2008, að sameina banka og minnka kerfið. 2012-03-05 13:33:46 visir_is: Geir: Tryggvi Þór Herbertsson fór á vegum Geirs að ræða við menn í bönkunum um möguleika á því að sameina og hagræða í bankakerfinu. 2012-03-05 13:32:58 visir_is: Geir: Minnist þess ekki að hafa séð minnisblöð um hugsanlegar sameiningar og hagræðingaraðgerðir hjá bönkunum, m.a. hjá Landsbankanum. 2012-03-05 13:30:56 visir_is: Geir: Ég get ekki svarað fyrir þetta, þar sem ég átti ekki í þessum samskiptum beint. En það var illmögulegt að selja eignir. 2012-03-05 13:30:00 visir_is: Sigríður: Það er boðin fram aðstoð frá seðlabankastjóra Bretlands, um að draga úr stærð bankakerfisins. Var þessi aðstoð þegin? 2012-03-05 13:29:25 visir_is: Geir: Það lá fyrir að það væri gott að selja eignir, og minnka bankakerfið. En hvernig átti að gera það án þess að grafa undan kerfinu? 2012-03-05 13:28:22 visir_is: Geir: Gordon Brown bauðst til þess að fyrra bragði að tala við Mervyn King seðlabankastjóra Bretlands og reyna að liðka um fyrir lánum. 2012-03-05 13:27:13 visir_is: Geir: Ég fékk kynningu á þessu bréfi, og það voru vonbrigði að við gætum ekki fengið fyrirgreiðslu með gjaldeyrisskiptasamningum. 2012-03-05 13:25:55 visir_is: Sigríður: Í því bréfi kemur fram að mikilvægt sé að minnka íslenska bankakerfið. Var þér kynnt þetta bréf? Geir: Já. 2012-03-05 13:24:45 visir_is: Sigríður spyr út í bréf Mervyn King til Davíðs Oddssonar, í apríl 2008. 2012-03-05 13:23:04 visir_is: Geir: Það fer eftir því hvað er átt við með því, ég tel ekki að hér hafi geta verið viðmikil fjármálastarfsemi á alþjóðlegan mælikvarða 2012-03-05 13:22:12 visir_is: Sigríður: Var það þá þitt mat að Ísland væri ekki góður kostur sem miðstöð fyrir alþjóðlega fjármálastarfsemi? 2012-03-05 13:21:28 visir_is: Geir: Ég hafði aldrei sannfæringu fyrir því að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð, eins og Lúxemborg, Sviss, eða önnur slík lönd. 2012-03-05 13:19:43 visir_is: Sigríður spyr út í ummæli Geirs um að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. 2012-03-05 13:18:09 visir_is: Geir: Fyrst og fremst var þetta til að styrkja alþjóðasamvinnu og samstarf. En ég við ræddum líka um stöðu efnahagsmála. 2012-03-05 13:17:26 visir_is: Geir: Ég ákvað sjálfur að funda með Gordon Brown, og David Cameron, sem þá var í stjórnarandstöðu. Þetta var ekki til að ræða efnahagskrísu 2012-03-05 13:15:37 visir_is: Geir: Ef bankarnir hefur verið ábyrgir í sínum rekstri, þá hefði hlutfallsvandinn enginn verið. Stærðin er ekki aðalatriðið, heldur gæðin, 2012-03-05 13:14:59 visir_is: Geir: "Hlutfallsvandann" er hægt að heimfæra á ýmislegt á Íslandi. En sá vandi er ekki það sem mestu skiptir. 2012-03-05 13:12:54 visir_is: Sigríður saksóknari spyr út í fund sem Geir átti með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í apríl 2008. 2012-03-05 13:11:58 visir_is: Geir: Við vorum með alvarleg tíðindi í höndunum meira og minna allt árið 2008, þ.e. að áhyggjurnar voru miklar. 2012-03-05 13:10:02 visir_is: Geir: Að beita sér fyrir því að minnka bankakerfið, var eitt. Að ná því fram var annað. Það var illmögulegt að minnka bankanna. 2012-03-05 13:08:23 visir_is: Geir: Við áttum í nánu samstarfi við seðlabankann allt árið 2008, það var nánara eftir þennan tiltekna fund 7. febrúar 2008. 2012-03-05 13:07:39 visir_is: Geir: Misskilningur að þessi fundur hafi haft einhver úrslitaáhrif varðandi samskipti seðlabankans og forsætisráðuneytisins. "Ég hafna því". 2012-03-05 13:07:00 visir_is: Geir: Ég fékk aldrei þetta minnisblað, sem var upplesið á fundinum sem fram fór í febrúar 2008. 2012-03-05 13:06:18 visir_is: Geir: Sagði að þetta hefðu verið svipuð mál og heyrðust víðar; áhyggjur af stöðu íslensku bankanna. 2012-03-05 13:05:36 visir_is: Geir: Í minnislablaðinu komu fram áhyggjur af stöðu bankanna, þar helst Glitnis og Kaupþings. 2012-03-05 13:05:11 visir_is: Geir: Á fundinum kynnti Davíð minnisblað sem hann skrifaði upp eftir ferð til London þar sem hann ræddi við erlenda bankamenn. 2012-03-05 13:04:12 visir_is: Geir: Á fundinum voru Bolla Þór Bollason, Tryggvi Pálsson, Eiríkur Guðnason, Ingimundur Friðriksson og Davíð Oddsson. 2012-03-05 13:01:46 visir_is: Réttarhald er nú hafið að nýju, Geir svarar spurningum um fund í febrúar 2008 þar sem rætt var um fjármálakerfið og hættumerkin. 2012-03-05 13:00:37 visir_is: Fjölskylda Geirs fylgir honum náið eftir, situr á fremsta bekk og stendur augljóslega þétt við bak hans. #landsdómur 2012-03-05 12:56:56 visir_is: Fólk er nú byrjað að týnast í salinn, réttarhaldið hefst að nýju eftir nokkrar mínútur. 2012-03-05 12:28:36 visir_is: Nú er hádegishlé á réttarhaldinu, það heldur áfram klukkan 13:00. Við verðum hér þá, með beina lýsingu. #landsdómur 2012-03-05 12:26:06 visir_is: Geir: Það eru engin loftgöt í þessum ársreikningum, nema að bankarnir séu "með glæpsamlegum hætti" að villa um, sagði forstjóri FME við Geir 2012-03-05 12:23:03 visir_is: Geir: Ég reyndi að koma því til skila, með yfirveguðum hætti, sem ég taldi skynsamlegast á hverjum tíma. #landsómur 2012-03-05 12:22:20 visir_is: Sigríður spyr út í yfirlýsingar á erlendum vettvangi, varðandi það hvernig eigi að nálgast vandamál bankanna. 2012-03-05 12:19:54 visir_is: Geir: Jafnvel þó menn hafi viljað að bankarnir færu úr landi,þá var það einfaldlega ekki raunhæfur möguleiki. #landsdómur 2012-03-05 12:17:12 visir_is: Geir: Það sem blasir við, er að engum datt í hug að bankakerfið myndi hrynja í september 2008. 2012-03-05 12:16:15 visir_is: Geir: Við vorum í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn allt árið 2008. Það fór fram stöðugleikagreining á stöðu mála hér að ósk seðlabanka 2012-03-05 12:12:05 visir_is: Geir: "Það er oft talað um þetta sem hneyksli, ekki síst í skýrslu rannsóknar Alþingis. Það er óskiljanlegt." 2012-03-05 12:11:20 visir_is: Geir: Þetta voru sjálfsagðar breytingar og þær voru algjörlega á okkar valdi, og í takt við okkar áherslur í stjórnarsáttmálanum. 2012-03-05 12:09:26 visir_is: Geir um forsögu samkomulagsins: Bankastjóri seðlabankans sænska vildi að íslensk stjórnvöld gerðu breytingar. 2012-03-05 12:07:22 visir_is: Sigríður: Spyr út samkomulag við seðlabanka Norðurlandanna frá því í maí 2008. 2012-03-05 12:04:13 visir_is: Geir: Við mátum stöðu mála á hverjum tíma, út frá því sem talið var ábyrgast. Við vorum ekkert sérstaklega að berjast fyrir bankanna. 2012-03-05 12:02:27 visir_is: Sigríður: Reyndu þið að koma þessum skilaboðum á framfæri, þ.e .að bankarnir væru traustir og stæðu vel? 2012-03-05 12:01:47 visir_is: Sigríður: Minnisblað frá Ingibjörgu Sólrúnu: Bankarnir eru of stórir, heimurinn þarf að skynja að Ísland stendur á bak við fjármálakerfið. 2012-03-05 12:00:27 visir_is: Geir: Samskipti okkar við bankanna, einkenndust að því að fá upplýsingar, og þrýsta á um ábyrgar aðgerðir í ljósi aðstæðna. 2012-03-05 11:56:45 visir_is: Geir: Bankarnir stækka á grundvelli alþjóðlegra aðstæðna, sem "ég lýsti áðan". Ofgnótt lánsfjár um allt blindaði mönnum sýn. #landsdómur 2012-03-05 11:55:44 visir_is: Geir: Það var ekkert sérstaklega stefnt að frekari vexti bankanna, fyrst og fremst að efnahagur gæti haldið áfram að blómstra. 2012-03-05 11:54:41 visir_is: Sigríður: Var það stefna ríkisstjórnarinnar að styðja við áframhaldandi vöxt fjármálafyrirtækja? 2012-03-05 11:53:00 visir_is: Sigríður spyr út stjórnarsáttmála Sjáflstæðisflokks og Samfylkingar, og atriði er snýr að því að höfuðstöðvar útrásarfyrirtækja yrðu hér. 2012-03-05 11:49:36 visir_is: Geir: Við töldum lengi vel, að það myndi hugsanlega duga að bjarga einum banka. En þetta voru allt nálganir að hlutum sem óvissa var um. 2012-03-05 11:47:47 visir_is: Geir: Það var ljóst, að ef allir bankarnir féllu þá kæmi ekki annað til greina að bregðast við með neyðaraðgerðum. 2012-03-05 11:46:51 visir_is: Geir: Ekki búið að teikna upp nákvæmlega, hvað það kostaði ef einn banki félli. En staða gjaldeyrisvaraforðans var ljós. 2012-03-05 11:44:14 visir_is: Geir: Bankarnir reyndu hvað þeir gátu til þess að selja eignir, en það gekk ekki. Þeir komu sér í vandræði með of örum vexti. #landsdómur 2012-03-05 11:41:09 visir_is: Geir: Fjármálamarkaðir heimsins "flutu" í ókeypis fjármagni árum saman, sem höfðu áhrif á nær öll löndum heimsins. #landsdómur 2012-03-05 11:40:26 visir_is: Geir: Eftir árásirnar á tvíburaturnanna 2001 brást Seðlabanki Bandaríkjanna við með gríðarlegum peningainnspýtingum. Þarna er rótin! 2012-03-05 11:39:09 visir_is: Geir: Verulegur galli í regluverki ESB er eitt af því sem gerði bönkum hér á landi það kleift, að verða "tröllvaxnar". 2012-03-05 11:36:39 visir_is: Geir: "Uppblásnar eignir" í efnahag bankanna. Gat ríkisstjórnin dregið uppáskriftir alþjóðlegra endurskoðendaskrifstofa í efa? 2012-03-05 11:34:44 visir_is: Geir: Það er enginn vafi á því að bankarnir vildu selja eignir á árinu 2008, þeir voru hins vegar ekki tilbúnir að gera það með afföllum. 2012-03-05 11:31:31 visir_is: Geir:"Það var ekki fyrr en eftir hrunið, sem allir sáu það fyrir!" 2012-03-05 11:29:34 visir_is: Geir: Innlánasöfnun á erlendum vettvangi var eitt af því sem átti að styrkja fjármögnun bankanna til lengri tíma. #landsdómur 2012-03-05 11:28:47 visir_is: Geir: "Viti menn! Þetta var verðlaunað og þessu hrósað í hástert, bæði hér á landi og erlendis." 2012-03-05 11:28:14 visir_is: Geir: Eftir vandamálin 2006, var lagt að bönkunum að hefja innlánasöfnunum á erlendum vettvangi. #landdómur 2012-03-05 11:27:03 visir_is: Geir: Þessi menn studdust við opinber gögn, ársreikninga og fleira. Þá lá ekki fyrir að það væri hugsanlega "maðkur í mysunni" hjá bönkunum 2012-03-05 11:25:53 visir_is: Geir vitnar til skýrslu sem Friðrik Már Baldursson vann 2007, ásamt erlendum samstarfsmanni. 2012-03-05 11:25:02 visir_is: Geir: Stjórnvöld litu svo á að bankakerfið stæði traustari fótum, eftir að hafa farið yfir það sem mætti betur fara. 2012-03-05 11:23:52 visir_is: Geir: Skýrsla um vandamál bankanna árið 2006, gerði mikið gagn. Hún tók saman mikilvægar upplýsingar. 2012-03-05 11:21:20 visir_is: Saksóknari spyr nú, réttarhöldin hefjast að nýju. Spurt er um hina svokölluðu "míní-krísu" 2006. #landsdómur 2012-03-05 11:08:19 visir_is: Hlé hefur nú verið gert á réttarhöldunum. Komum aftur að vörmu spori. 2012-03-05 11:07:04 visir_is: Geir: Við beindum því til bankanna, að haga sér með eins ábyrgum hætti og hægt var, meðal annars að minnka efnahagsreikninginn. 2012-03-05 11:06:15 visir_is: Markús spyr: Ræddi Bolli Þór við þig um það, hvernig ætti að setja þrýsting á bankanna varðandi aðgerðir? 2012-03-05 11:02:16 visir_is: Markús spyr: Nú hefur þú lesið fundargerðir samráðshópsins eftir ár. Kom eitthvað á óvart í þeim? #landsdómur 2012-03-05 11:01:21 visir_is: Geir: Ég tel að viðskiptaráðherra hafi sinnt sínum störfum eins og vel og hann gat, og staðið sig vel. #landsdómur 2012-03-05 10:59:21 visir_is: Geir: Kenningin um að það eigi að binda stærð bankakerfis við tilekna hámarksstærð, fékk ekki háa einkunn í skýrslum um fjármálamarkaði. 2012-03-05 10:58:32 visir_is: Fjarmálastöðugleikaskýrsla seðlabankans sagði eitt, en fundargerðir samráðshópsins, sem Geir sá ekki, annað. 2012-03-05 10:57:39 visir_is: Geir: Fjármálastöðugleikaskýrslan sagði til um, að þrátt fyrir allt, þá stæðu bankarnir traustum fótum. (Les upp úr skýrslunni). 2012-03-05 10:56:45 visir_is: Geir: Voru efnisatriði fundargerða samráðshópsins í samræmi við skýrslu seðlabankans um fjármálastöðugleika? #landsdómur 2012-03-05 10:54:44 visir_is: Geir: Mig rekur ekki minni til þess, en efnisatriðin eru þau sömu og oft áður, þ.e. hvað skyldi gera ef aðstæður myndu versna. #landsdómur 2012-03-05 10:54:08 visir_is: Andri: Fékkstu kynningu á skýrslum er vörðuðu hugsanlegt fjármálaáfall? #landsdómur 2012-03-05 10:51:03 visir_is: Andri: Var því einhvern tímann komið inn á borð til þín að það væri algjörlega ófullnægjandi vinna í gangi miðað stöðu bankanna? #landsdomur 2012-03-05 10:49:40 visir_is: Geir: Ég gekk út frá því að stofnanirnar vissu hvað þær væru að gera, og að vinna samráðshópsins væri miðuð við það. #landsdómur 2012-03-05 10:48:41 visir_is: Geir: Já, ég þekkti til þess hvernig gengið var frá því þegar Fjármálaeftirlitið var fært úr seðlabankanum. 2012-03-05 10:47:55 visir_is: Andri spyr: Var þér kunnugt um samkomulag milli FME og Seðlabankans er varðandi viðbúnaðarmál fyrir fjármálakerfið? #landsdómur 2012-03-05 10:47:05 visir_is: Andri Árnason er nú að hefja mál sitt. 2012-03-05 10:46:17 visir_is: Geir: Segist gera ráð fyrir að þarna sé rætt um samráðshópinn, en segist þó ekki geta svarað út í minnisblað Ingibjargar ítarlega. 2012-03-05 10:45:22 visir_is: Sigríður saksóknari: Spyr út í minnisblað Ingibjargar Sólrúnar um stöðu mála, þar sem rætt er um "krísunefnd" forsætisráðuneytisins. 2012-03-05 10:43:38 visir_is: Geir: Aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jón Þór Sturluson, var viðstaddur á "krísutímum" þegar það var verið að ræða um stöðu mála. 2012-03-05 10:42:59 visir_is: Geir: Það var ákvörðun sem var tekin á pólitískum forsendum af öðrum stjórnarflokknum, Samfylkingunni. 2012-03-05 10:42:26 visir_is: Sigríður: Hvers vegna var viðskiptaráðherra ekki kallaður til? #landsdómur 2012-03-05 10:41:33 visir_is: Geir: Þó samráðshópurinn hafi ekki formelga verið kallaður til, þá voru þeir sem áttu sæti í hópnum á staðnum. Það var það sem skipti mestu. 2012-03-05 10:40:15 visir_is: Geir: Allir nefndarmenn voru mættir, og yfirmenn þeirra líka. Það hefði verið út í hött að safna samráðshópnum saman "í herbergi"! 2012-03-05 10:39:12 visir_is: Saksóknari: Samráðshópurinn var ekki kallaður til, Glitnis helgina. Hvers vegna? #landsdómur 2012-03-05 10:36:48 visir_is: Geir: Bankastjórarnir gerðu sér ekki grein fyrir að staðan væri eins slæm og hún var. #landsdómur 2012-03-05 10:35:50 visir_is: Geir: Átti fund með bankastjórum bankanna 18. september 2008, og fékk upplýsingar um að bankarnir stæðu nægilega vel til þess að lifa af. 2012-03-05 10:33:31 visir_is: Geir: FME sendi frá sér tilkynningu, 18. september, um að fall Lehman myndi ekki hafa mikil áhrif á íslensku bankanna. 2012-03-05 10:32:53 visir_is: Geir: Þennan dag, 16. september 2008, áttaði sig enginn á því hvaða áhrif fall Lehman myndi hafa á aðstæður nokkrum vikum síðar. 2012-03-05 10:31:39 visir_is: Aðstoðarfólk Andra Árnasonar í málinu, eru Friðrik Árni Friðriksson hdl. og Hólmfríður B. Sigurðardóttir hdl. Bæði á Juris lögmannsstofu 2012-03-05 10:26:44 visir_is: Geir: Lögbinding um að það, að bankarnir yrðu að minnka, hefði sett þá á hausinn á viðkvæmum tímum. 2012-03-05 10:25:28 visir_is: Til upplýsingar: Hér er einkum rætt um starf samráðshóp stjórnvalda um fjármálastöðugleika fyrir hrun, og hvað hann vissi á hverjum tíma. 2012-03-05 10:24:14 visir_is: Geir: Stóri punkturinn er þessi: Hvað er ríkið tilbúið að eyða miklum peningum í að hjálpa einkareknum fyrirtækjum? 2012-03-05 10:23:00 visir_is: Geir: Það hefði verið heimskulegt ef ríkið hefði verið skilyrt til þess að hjálpa bönkunum. "Það hefðu verið fölsk skilaboð". 2012-03-05 10:22:18 visir_is: Geir: En ég tel ekki að það hafi skipt sköpum að hafa ekki hitt samráðshópinn reglulegar. 2012-03-05 10:21:22 visir_is: Geir: Samráðshópurinn vissi alveg hvað hann átti að gera. En kannski hefði það verið betra ef við hefðum hitt hópinn reglulegar. 2012-03-05 10:20:36 visir_is: Geir: Það var ekki þannig, að við gætum skipað stjórnendum einkarekinna fyrirtækja að gera eitthvað, en við gátum "lagt að þeim" að gera. 2012-03-05 10:16:52 visir_is: Geir: Ýmsar greiningar komu fram á árinu 2008, sem gáfu misjafna stöðu. Það var hins vegar ekki hægt að sjá viðvaranir vegna hruns. 2012-03-05 10:11:24 visir_is: Geir segist hafa lesið um kerfislæga mikilvægar fjármálstofnanir í fræðibókum, en það sé erfitt um það að segja, miðað við aðstæður. 2012-03-05 10:09:54 visir_is: Geir rekur það í smáatriðum og gerir grein fyrir starfsreynslu sinni, allt frá því hann lauk stúdentspróf frá MR 1971. 2012-03-05 10:08:05 visir_is: Sigríður spyr óvænt: "Það gleymdist hér í upphafi, en hvað menntun ert þú með?" 2012-03-05 10:07:32 visir_is: Sigríður saksóknari: Hvað er það, þegar fjármálstofnun er kerfislega mikilvæg? 2012-03-05 10:04:58 visir_is: Geir: En það tafðist, m.a. vegna þess að kaupendur sáu að tíminn vann með þeim, sem síðar kom í ljós þegar eignir voru keyptar á slikk 2012-03-05 10:04:07 visir_is: Geir: Mér var kunnugt um það, að t.d. Glitnir var langt kominn með að selja eignir í Noregi ,í september 2008. 2012-03-05 10:03:41 visir_is: Geir: Við vorum ekkert sérstaklega góðir í því þegar kom að almannatengslum. #landsdómur 2012-03-05 10:02:55 visir_is: Geir: "Pointið er þetta. Það er ekki viturlegt hjá ríkisvaldi að styðja við banka, nema það sé öruggt að það dugi". 2012-03-05 10:01:32 visir_is: Geir: Það vita allir hvað var ákveðið að gera á endanum, að ábyrgjast innstæður í fjármálakerfinu. Það var lokaákvörðunin miðað við aðstæður 2012-03-05 10:00:52 visir_is: Geir man ekki eftir að hafa séð, ákveðin gögn sem Sigríður spyr um, fyrr en eftir á. 2012-03-05 09:58:45 visir_is: Geir: Ég átti síðan að fá þær tillögur frá yfirmönnum stofnanna, og meta hvort tilefni væri til aðgerða. 2012-03-05 09:57:53 visir_is: Geir: Allt ber að sama brunni. Ef starfsmenn FME töldu nauðsynlegt að gera eitthvað, þá áttu þeir að fara með það til sinna yfirmanna. 2012-03-05 09:56:38 visir_is: Geir: Allt miðaðist við sviðsmyndir og hvernig mátti bregðast við þeim. 2012-03-05 09:55:49 visir_is: Saksóknari spyr út í heimildir til inngripa í erfiðar aðstæður. Í hverju áttu inngripin að felast? 2012-03-05 09:53:57 visir_is: Geir: "Bankarnir urðu að reyna að bjarga sér sjálfir". #landsdómur 2012-03-05 09:52:43 visir_is: Geir: Icesave reikningarnir voru "kvikir", peningar fóru hratt út þegar vondar fréttir bárust en hratt inn þegar ekkert slíkt var uppi. 2012-03-05 09:51:27 visir_is: Geir: Það var ekki hægt að grípa til aðgerða, eins og að selja eignir. "Það var útilokað, markaðsaðstæður voru þannig." 2012-03-05 09:49:19 visir_is: Geir: Eftir á að hyggja þá hefði seðlabankinn frekar átt að setja hömlur á fyrirgreiðslu til bankanna, en það hefði kallað fram ramakvein. 2012-03-05 09:47:47 visir_is: Geir: Seðlabankinn var að reyna allt sem hann gat gert til þess að auka laust fé í umferð. 2012-03-05 09:46:09 visir_is: Sigríður saksóknari: Spyr út í vinnu samráðshóps stjórnvalda um fjármálakerfið, og hvaða hugmyndir voru ræddar, á hverjum tíma #landsdómur 2012-03-05 09:44:08 visir_is: Geir: Ég fékk kynningu á þessum upplýsingum frá seðlabankastjóra. Þetta voru sviðsmyndir, ekki spádómar. #landsdómur 2012-03-05 09:43:22 visir_is: Sigríður spyr úr í minnisblað frá Andrew Gracie, sem vann áhættugreiningu á fjármálakerfinu íslenska, í febrúar 2008. 2012-03-05 09:42:42 visir_is: Geir: Við vildum fá nýjustu upplýsingar um gang mála hjá bönkunum. Þrír fundir með hverjum banka. Sérstaklega um stöðu Glitnis, jan 2008 2012-03-05 09:39:50 visir_is: Geir: Því miður dróst vinnan hjá ESB og Ísland var ekki orðið aðili að þessu samstarfi þegar bankarnir féllu #landsdómur 2012-03-05 09:38:35 visir_is: Geir: Ég ræddi við yfirmenn fjármálamarkaða hjá Evrópusambandinu um að Ísland gerðist samstarfsaðili samræmdum aðgerðum. 2012-03-05 09:37:23 visir_is: Geir kallaði til alla bankastjóranna á fund í kjölfarið, sem fram fór 15. janúar 2008. 2012-03-05 09:36:53 visir_is: Geir fjallaði um erfiða stöðu bankanna, með seðlabankastjóra og fjármálaráðherra að kveldi 13. janúar 2008. 2012-03-05 09:34:54 visir_is: Geir: Það var ekki hægt að taka endanlegar ákvarðanir fyrr en á síðustu stundu, líkt og sást um allan heim þegar erfiðleikar dundu yfir. 2012-03-05 09:33:34 visir_is: Sigríður: Það er eðlilegt að spyrja út í hvort vinnan hafi verið nægilega markviss. 2012-03-05 09:33:04 visir_is: Andri: "Geri athugasemd við þetta orðalag, að tala um markvissari vinnu. Hvað á saksóknari við?" #landsdómur 2012-03-05 09:31:02 visir_is: Geir: Get ekki nafngreint þá alla, en lögfræðingar FME, og sérfræðingar á þeirra vegum, sömdu efnisatriðin að mestu. 2012-03-05 09:29:55 visir_is: Sigríður: Hverjir komu að því að semja neyðarlögin? 2012-03-05 09:28:46 visir_is: Sigríður: Miðlaðiru upplýsingum sem þér bárust til annarra ráðherra? Geir: Eftir því sem við átti, já. Til fjármála- og viðskiptaráðherra. 2012-03-05 09:27:31 visir_is: Bolli Þór var í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika fyrir hrun. 2012-03-05 09:27:03 visir_is: Geir: Samstarf okkar Bolla Þórs Bollasonar (ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Geirs) var mjög náið og á milli okkar ríkti algjört traust. 2012-03-05 09:26:19 visir_is: Sigríður: Varstu upplýstur reglulega um það sem samráðshópur stjórnvalda var að fjalla um? Geir: Já, en misreglulega. 2012-03-05 09:25:25 visir_is: Úr salnum: Hér er þéttsetið. Sturla Jónsson situr við hliðina á Andra Óttarssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. 2012-03-05 09:23:55 visir_is: Geir: "Ætlaðist einhver til þess að samráðshópurinn kæmi í veg fyrir bankahrun, ef þær aðstæður myndu skapast?" 2012-03-05 09:23:16 visir_is: Geir: Viðbúnaðaráætlun samráðshópsins var grunnurinn að því sem síðar var gert. 2012-03-05 09:22:03 visir_is: Geir: Samráðshópur stjórnvalda lét vinna drög að viðbúnaðaráætlun, sem síðar voru drög að frumvarpi til neyðarlaga. 2012-03-05 09:21:03 visir_is: Geir: Ég horfði alltaf til þess, að skattgreiðendur væru ekki að bera tjón einkarekinna fyrirtækja og hluthafa þeirra. 2012-03-05 09:19:45 visir_is: Geir: Eftirlitsstofnanir, sem höfðu ríkar valdheimildir og gátu gripið til aðgerða á grundvelli ítarlegra gagna. 2012-03-05 09:18:44 visir_is: Sigríður: Hver átti að taka lokaákvarðanir í málum sem samráðshópur stjórnvalda var að fjalla um? 2012-03-05 09:17:46 visir_is: Geir: "Grundvallaratriðið" að eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja leysi sín vandamál sjálfir. 2012-03-05 09:16:15 visir_is: Sigríður spyr út í verk og starf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika, í samræmi við lið ákæru þar um. http://t.co/kl62ewNq 2012-03-05 09:14:13 visir_is: Geir segist hafa talið, að verkstjórn í starfshópum stjórnvalda um fjármálastöðugleika, hafi verið í góðu lagi. 2012-03-05 09:13:06 visir_is: Geir segist hafa treyst þeim embættismönnum sem sátu í samráðshópi stjórnvalda á hverjum tíma, og eftirlitsstofnunum sömuleiðis. 2012-03-05 09:11:04 visir_is: Geir rekur ástæður þess að samráðshópur stjórnvalda um fjármálastöðugleika hafi var settur á laggirnar. Það var gert árið 2006. 2012-03-05 09:08:32 visir_is: "Fagna því að fá tækifæri til þess að svara. Ég tel ekki að ákæruatriði eigi við rök að styðjast," segir Geir. 2012-03-05 09:07:53 visir_is: Sigríður Friðjónsdóttir, les upp efnisatriðin í ákæruliðunum sem eftir eru. Geir hafnar alfarið að hafa brotið af sér. 2012-03-05 09:06:33 visir_is: "Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ tækifæri til þess að svara fyrir mig í þessu máli", segir Geir. Skýrslutakan er formlega að hefjast. 2012-03-05 09:05:41 visir_is: Markús Sigurbjörnsson kynnir Geir réttindi sín, áður en skýrslutaka hefst. 2012-03-05 09:04:13 visir_is: Geir H. Haarde stendur upp, brúnaþungur, og fær sér sæti í vitnastúkunni. Hann er að fara að gefa skýrslu frammi fyrir Landsdómi. 2012-03-05 09:03:11 visir_is: Eiríkur Tómasson hefur tekið sæti Gunnlaugs Claessen í Landsdómi, sem sagði sig frá málinu vegna mikilla forfalla. 2012-03-05 09:01:20 visir_is: "Dómsþing Landsdóms er sett" segir dómritari. 2012-03-05 09:00:08 visir_is: Dómarar Landsdóms ganga í salinn. Réttur er settur, í einstöku ákærumáli Alþingis gegn fyrrverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde. 2012-03-05 08:57:59 visir_is: Dómarar Landsdóms ganga í salinn. Réttur er settur, í einstöku dómsmáli. 2012-03-05 08:56:38 visir_is: Fjölmiðlafár, er orðið sem best lýsir því sm hér á sér stað. Erlendir og innlendir fjölmiðlamenn umkringja Geir. 2012-03-05 08:55:01 visir_is: Geir H. Haarde er mættur í hús, ásamt fóstursyni sínum, Borgari Einarssyni lögmanni. 2012-03-05 08:54:19 visir_is: Hér er nú hvert sæti skipað, og ljóst að margir munu þurfa frá að hverfa. Sögulegir atburðir í aðsigi, sem verði þrykktir í minni þjóðar. 2012-03-05 08:51:34 visir_is: Fjölskylda Geirs H. Haarde hefur komið sér fyrir á fremstu bekkjum í salnum. 2012-03-05 08:48:47 visir_is: Spennuþrungin stund nálgast óðum, þegar Geir H. Haarde kemur fyrir Landsdóm. 2012-03-05 08:48:02 visir_is: Hér er allt að fyllast, Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarsaksóknari, og Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, eru að koma sér fyrir. 2012-03-05 08:46:01 visir_is: Inga Jóna Þórðardóttir, kona Geirs H. Haarde var að mæta í hús, og Ragnheiður elín Árnadóttir sömuleiðis. 2012-03-05 08:43:06 visir_is: Sturla Jónsson vöruflutningabílstjóri var að koma í salinn. Vinir og samstarfsmenn Geirs sömuleiðis, meðal annars Gréta Ingþórsdóttir 2012-03-05 08:37:13 visir_is: Andri Árnason er að koma gögnum sínum fyrir á borðinu, möppum og skrifblokkum. Allt til reiðu hans megin. 2012-03-05 08:32:55 visir_is: Hér fjölgar jafnt og þétt. Töluverður fjöldi erlendra fjölmiðlamanna er hér staddur. Andri Árnason hrl., lögmaður Geirs, var að koma. 2012-03-05 08:05:50 visir_is: Vísir.is er mættur á vettvang í Þjóðmenningarhúsinu, fyrstur allra raunar. Hér er allt til reiðu fyrir upphaf Landsdómsmálsins. Landsdómur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fyrsti dagur sögulegra réttarhalda í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi, hófst í dag. Málið er með öllu fordæmalaust, en Geir lauk við skýrslutöku sína vegna þeirra fjögurra liða sem eftir standa af ákærunni, eftir frávísun Landsdóms á tveimur liðum. Annar dagur réttarhaldanna hefst á morgun klukkan 10:00 en þá koma vitni fyrir dóminn, þeir Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður stjórnar Seðlabanka Íslands. Sjá má lýsingu af málsatvikum hér að neðan, en nýjustu færslurnar er efst. Twitter-lýsing Vísis, dagur 12012-03-05 17:23:04 visir_is: Markús er búinn að slíta dómhaldi. Málið hefst að nýju klukkan 10:00 í fyrramálið. Fylgist með á Vísi. 2012-03-05 17:21:47 visir_is: Geir: Jú það er rétt, að samskiptin frá minni hálfu voru fyrst og fremst við formann Samfylkingarinnar um þessi málefni. 2012-03-05 17:19:35 visir_is: Markús spyr: Er það réttur skilningur að þú hafir fyrst og fremst rætt um málefni bankanna við utanríkisráðherra, formann Samfylkingarinnar? 2012-03-05 17:18:43 visir_is: Geir: Það hefði verið betra ef Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefði verið beinn aðili að ýmsum málum þar sem hann kom ekki að. 2012-03-05 17:18:05 visir_is: Andri spyr, um samskipti utanríkis- og viðskiptaráðherra, og síðan samskiptum við Geir. 2012-03-05 17:12:07 visir_is: Enn er spurt um hvernig mál eru bókuð á ríkisstjórnarfundum. Geir segir ekkert hafa verið athugavert við það hvernig mál voru bókuð. 2012-03-05 16:58:13 visir_is: Geir: Öllum bókunum á ríkisstjórnarfundum var skilmerkilega lekið í fjölmiðla, af vissum ráðherrum. 2012-03-05 16:56:39 visir_is: Geir: Viðbrögðin voru afar neikvæð á markaðnum og staðan versnaði hratt, og það var ekki óeðlilegt að Davíð kæmi til fundarins. 2012-03-05 16:56:07 visir_is: Geir: Ekkert óeðlilegt við það að seðlabankastjóri hafi vilja koma og skýra hver viðbrögðin höfðu verið við lánveitingu til Glitnis. 2012-03-05 16:55:36 visir_is: Geir: Óeðlilegt hvernig sumir ráðherrar lásu í þá "heimsókn" þegar Davíð kom á fund ríkisstjórnarinnar, þar sem þjóðstjórn bar á góma. 2012-03-05 16:50:49 visir_is: Geir: Ég miðlaði upplýsingum til ráðherra og stjórnarandstöðu eftir því sem þörf var á. 2012-03-05 16:43:39 visir_is: Geir segir minnisblað um ímynd Íslands ekki koma málinu neitt við, og því sé óþarfi að ræða það, en Sigríður hafði gert það að umtalsefni. 2012-03-05 16:39:15 visir_is: Sigríður hefur spurt töluvert út í frágang á fundargerðum ríkisstjórnarinnar. Hvort þarf hafi allt verið rætt til bókar sem rætt var. 2012-03-05 08:05:50 visir_is: Vísir.is er mættur á vettvang í Þjóðmenningarhúsinu, fyrstur allra raunar. Hér er allt til reiðu fyrir upphaf Landsdómsmálsins. 2012-03-05 16:37:32 visir_is: Geir: Drög að fundargerðum eru í sjálfu sér engin marktæk gögn, því þau hætt að vera "til" þegar fundargerðir hafa verið kláraðar. 2012-03-05 16:34:34 visir_is: Fróðleiksmoli: Í þessum ákærulið, það er nr. 2, er einkum horft til þess hvort formreglum hafi verið fylgt við skráningu á fundarefnum. 2012-03-05 16:31:45 visir_is: Sigríður: Voru öll mál sem til umræðu voru á fundum, bókuð í fundargerðum? Geir; Nei, ekki alltaf, en yfirleitt. 2012-03-05 16:28:16 visir_is: Geir: Hver ríkisstjórn setur sér verklagsreglur þegar kemur að fundargerðum um og umfjöllun um efnisatriði mála. 2012-03-05 16:18:19 visir_is: Nú hefst umræða um ákærulið 2, það er seinni lið ákærunnar. Sjá má hana hér.http://www.sakal.is/media/skjol/Akaera-10.5.2011.pdf #landsdómur 2012-03-05 16:16:42 visir_is: Geir: Nei, Davíð gerði það ekki. En þetta var í takt við okkar afstöðu, þ.e. að ríkið bæri ekki ábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda. 2012-03-05 16:16:09 visir_is: Markús spyr hvort Davíð Oddsson hafi haft samráð við Geir, þegar hann sagði breska fjármálaeftirlitinu að ríkið bæri ekki ábyrgð á Icesave. 2012-03-05 16:13:38 visir_is: Geir segist ekki vilja túlka skoðanir annarra, en það hafi uppi ólíkar skoðanir á þessum málum. 2012-03-05 16:12:21 visir_is: Markús spyr áfram um ríkisábyrgð á Icesave, og hvort það hafi verið deildar meiningar um þetta hjá ráðherrum í ríkisstjórninni. 2012-03-05 16:10:09 visir_is: Markús spyr um umræðu í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika, um ábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda. 2012-03-05 16:09:16 visir_is: Geir: Nei, ég hafði engin tök á því, enda bendir margt til þess að ógerlegt hafi verið að uppfylla skilyrði breska fjármálaeftirlitsins. 2012-03-05 16:08:37 visir_is: Andri: Gast þú "með einhverjum töfrasprota" leyst úr þessum tæknilegu erfiðleikum sem voru fyrir í Icesave-málinu? 2012-03-05 16:02:26 visir_is: Geir:Hugsanlegt að breska fjármálaeftirlitið hafi ekki viljað flutning á Icesave í dótturfélag, þar sem skuldbindingin hefði færst til Breta 2012-03-05 16:00:47 visir_is: Geir: Ég var upplýstur um gang mála í Icesave-deilunum af seðlabankanum og ráðuneytisstjórum fjármála- og forsætisráðuneyti. 2012-03-05 15:57:56 visir_is: Geir: Ég tel að allt hafi verið gert til þess að leysa þau vandamál sem blöstu við. Fjármálaeftirlitið og viðskiptaráðuneytið reyndu sitt. 2012-03-05 15:51:16 visir_is: Geir: "Ef að Lehman hefði ekki fallið, þá hefði hugsanlega verið hægt að færa Icesave inn í dótturfélag. En við fáum aldrei svar við því". 2012-03-05 15:50:28 visir_is: Geir: Í september 2008 héldum við að þetta væri málið væri að leysast, en svo kom í ljós að bankinn gat ekki uppfyllt þetta, hann féll. 2012-03-05 15:48:57 visir_is: Geir: Það sem blasti við voru strangar kröfur. Með öðrum orðum; hingað og ekki lengra, þetta eru okkar skilyrði, þið verðið að uppfylla þau. 2012-03-05 15:48:08 visir_is: Geir: Ég fékk bréf boðsent á Þingvelli þar sem ég var staddur, í ágúst 2008, sem var frá breska fjármálaeftirlitinu til Landsbankans. 2012-03-05 15:47:20 visir_is: Geir: Ég vissi hver heildarmyndin var, og fékk upplýsingar um deilurnar sem stóðu frá apríl mánuði og fram á haustið. 2012-03-05 15:45:53 visir_is: Sigríður: Vissir þú nákvæmlega hver voru efnisatriði deilunnar milli breska fjármálaeftirlitsins og Landsbankans vegna Icesave? 2012-03-05 15:40:41 visir_is: Geir: Með öðrum orðum, þá var Fjármálaeftirlitið í Bretland að setja fram ríkari kröfur, í tengslum við Icesave, en lög sögðu til um. 2012-03-05 15:39:17 visir_is: ...Geir: Fjármálaeftirlitið breska sagði þá við stjórnendur Landsbankans; fariði þá bara í mál við okkur! #landsdómur 2012-03-05 15:38:25 visir_is: Geir: Fjármálaeftirltið í Bretlandi var að brjóta gegn Landsbankanum, það gerði of miklar kröfur, að mati stjórnenda Landsbankans. 2012-03-05 15:37:44 visir_is: Sigríður spyr Geir, hvort hann hafi séð gögn um afleita stöðu Landsbankans, og þá hvort bankinn hefði eignir á móti Icesaveskuldum. 2012-03-05 15:28:40 visir_is: Geir: Við pössuðum okkur á því að svara bréfum með þeim hætti, að engar skuldbindingar umfram okkar mat, væru skjalfestar. 2012-03-05 15:26:26 visir_is: Geir: Við sögðumst standa við það sem tilskipanir segðu til. Ekkert meira en það, og tjónið átti ekki að lenda á skattgreiðendum. 2012-03-05 15:23:17 visir_is: Ráðgjafar Geirs í þessu máli, voru Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri Geirs 2012-03-05 15:19:31 visir_is: Geir: Afskipti mín af því hvort Icesave ætti að vera í dótturfélagi í Bretlandi eða hefðu engu breytt, og hefðu verið úr takti við málið. 2012-03-05 15:16:45 visir_is: Geir: Svaið er nei, segir Geir. Ríkið ber ekki ábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda. 2012-03-05 15:15:57 visir_is: Geir: Ber ríkið einhverja ábyrgð á Tryggingasjóði innstæðueigenda? 2012-03-05 15:15:20 visir_is: Réttarhaldið heldur nú áfram. Geir er nú að tala um Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta, og stöðu hans árið 2008. 2012-03-05 15:10:18 visir_is: Andri, sem er lögmaður Geirs, vann einnig úttektir fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins á hæfi Gunnars Andersen, sem nú hefur verið rekinn. 2012-03-05 15:08:18 visir_is: Fróðleiksmoli: Andrí Árnason hrl. er lögmaður Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í máli hans gegn seðlabankanum vegna launamála. 2012-03-05 15:01:44 visir_is: Það er nú fimmtán mínútna hlé á réttarhaldinu. Til umræðu hefur verið ákæruliður 1,5 er varðar Icesave starfsemi Landsbankans. 2012-03-05 14:53:15 visir_is: Geir: Ég gat engu við það bætt, sem þegar var komið fram, og hafði ekki tök á því að stuðla að færslu á þessari starfsemi í dótturfélag. 2012-03-05 14:49:07 visir_is: ... Geir: Landsbankinn þyrfti að leggja fram eignir sem hann ekki voru fyrir hendi. 2012-03-05 14:48:23 visir_is: Geir: Kröfur Bretanna urðu sífellt meiri, eftir því sem leið á árið 2008. Það er að Landsbankinn þyrfti að leggja fram eignir. 2012-03-05 14:46:47 visir_is: Geir: Það var fylgst vel með þessu máli allan tímann, og Fjármálaeftirlitið sinnti þessu. 2012-03-05 14:45:55 visir_is: Ákæruliður 1,5 snýr að því, að ekki hafi verið þrýst á um að koma Icesave starsfeminni inn í sérstakt dótturfélag Landsbankans. 2012-03-05 14:42:34 visir_is: Hefst þá skýrslutaka vegna síðasta ákæruliðarins, 1,5. Hér má sjá ákæruna. http://t.co/kl62ewNq #landsdómur 2012-03-05 14:41:02 visir_is: Geir: Nei, ég hafði engar upplýsingar, hinsvegar blasir við að þær voru ótraustri en eftirlitsstofnanir virðast hafa gert sér grein fyrir. 2012-03-05 14:40:04 visir_is: Andri Árnason spyr: Lánalínur bankanna virðast hafa verið ótraustari en gert var ráð fyrir. Fékkst þú einhverjar upplýsingar um þetta? 2012-03-05 14:37:54 visir_is: Geir: Eftir á að hyggja þá hefði það verið það eina rétta, þ.e. að takmarka innlánssöfnunina í Hollandi. 2012-03-05 14:36:56 visir_is: Geir: Ég veit ekkert af hverju Fjármálaeftirlitið gerði ekkert í því að, hindra Icesave-innlánasöfnun Landsbankans í Hollandi. 2012-03-05 14:34:04 visir_is: Geir: Það er að ábyrgð fylgi aðgerðum, eins og raunin varð. Það er að skuldsetja ríkissjóð ekki um of, og reyna að bjarga fjármálakerfinu. 2012-03-05 14:32:30 visir_is: Markús spyr, út í yfirlýsingar Geirs um að stjórnvöld muni grípa til ábyrgra aðgerða, eins og "stjórnvöld víðast hvar annars staðar"? 2012-03-05 14:28:52 visir_is: Geir: Seðlabankinn sagði viðskiptabankanna standa vel 19. september 2008. 2012-03-05 14:24:16 visir_is: Geir: Bankarnir gerðu alltaf ráð fyrir því að endurfjármögnun væri möguleiki, við allar aðstæður. 2012-03-05 14:23:44 visir_is: Geir: Gjalddagar bankanna voru þekktir, og vitneskjan lá fyrir opinberlega. 2012-03-05 14:22:48 visir_is: Markús segir ýmis innanhúsgögn úr seðlabankanum draga upp "svarta" mynd af stöðu fjármálakerfisins. Hvernig voru umræður um þetta? 2012-03-05 14:20:36 visir_is: Markús les upp minnisblað frá Tryggva frá janúarmánuði 2008, þar sem segir að ef lánsfjármarkaðir opnist ekki, þá blasi við "hryllingsmynd". 2012-03-05 14:19:44 visir_is: Markús spyr um innanhúsplögg í seðlabankanum, þar sem rætt er um erfiða stöðu bankanna. Vitnar til minnisblaða Tryggva Pálssonar. 2012-03-05 14:14:30 visir_is: Geir: Ýmislegt rætt en það náði því aldrei að komast á alvarlegt stig, til þess að teljast raunhæfur möguleiki. #landsdómur 2012-03-05 14:12:35 visir_is: Andri Árnason spyr Geir hvaða sameiningarmöguleikar voru fyrir hendi á árinu 2008. 2012-03-05 14:11:55 visir_is: Geir: Ég fékk upplýsingar um það já, margsinnis. Allir sem þekkja lánasamninga banka vita að eignasala getur haft neikvæð áhrif. 2012-03-05 14:10:49 visir_is: Andri Árnason spyr út í lánasamninga bankanna, og þá hvort Geir hafi vitað af því að eignasalan myndi brjóta gegn lánaskilmálum. 2012-03-05 14:09:34 visir_is: Geir: Mér var kunnugt um það, að bankarnir hafi reynt að taka lán með ákveðnar eignir að veði, vegna þess að eignasala var ótækur kostur. 2012-03-05 14:08:04 visir_is: Geir: Bankamennirnir vissu hvað þyrfti að gera, til þess að draga úr áhættu, en það voru miklar takmarkanir á því öllu. 2012-03-05 14:04:05 visir_is: Fróðleiksmoli: Mikið púður fer í það, að fjalla um hvort það hafi verið raunverulega hægt að minnka bankakerfið 2008. 2012-03-05 14:02:05 visir_is: Geir: Eins og ég hef áður lýst, þá var það því miður miklum vandkvæðum bundið að minnka bankakerfið 2008, og líklega ekki hægt. 2012-03-05 14:01:12 visir_is: Andri heldur áfram að spyrja út í hvernig aðstæður hefðu verið fyrir sölu á eignum bankanna. 2012-03-05 13:59:35 visir_is: Andri spyr hvort hann hafi fengið einhverja formlega kynningu á þessari skýrslu? Nei, segir Geir. 2012-03-05 13:58:56 visir_is: Andri Árnason spyr út í skýrslu sem Buiter og Sibert unnu fyrir Landsbankann, frá vormánuðum 2008, um stöðu íslenska bankakerfsins. 2012-03-05 13:55:56 visir_is: Geir: Markaðsaðstæður voru þannig að það var ekki hægt að selja eignir öðruvísi en að grafa um leið undan kerfinu. 2012-03-05 13:54:10 visir_is: Geir: Hvað sem má segja um bankamennina, þá held ég að þeir hafi verið að reyna að selja eignir og draga úr áhættu, en það var ekki hægt. 2012-03-05 13:53:36 visir_is: Geir: Það var rætt um ýmislegt, en það var nánast ómögulegt að selja eignir. 2012-03-05 13:52:42 visir_is: Andri Árnason spyr út í hvort Geir hafi átt samtöl við Sigurjón Árnason um sölu á eignum. 2012-03-05 13:50:33 visir_is: Geir: Ég vissi af því að eignir Glitnis í Noregi, voru til sölu og kaupendur áhugasamir, en það var að erfitt að selja á nógu góðu verði. 2012-03-05 13:49:23 visir_is: Andri Árnason spyr: Var mögulegt að selja tilteknar eignir á árinu 2008 og þá hvaða eignir? 2012-03-05 13:47:35 visir_is: Geir: Ekki beint þannig að ég muni eftir sérstaklega. 2012-03-05 13:47:12 visir_is: Markús spyr: Fékkstu upplýsingar um þessa afstöðu hollenskra yfirvalda vegna Icesave innlánasöfnunarinnar frá samráðshópnum? 2012-03-05 13:44:48 visir_is: Geir: Það hefði verið Fjármálaeftirlitsins að gera það. Eftir á að hyggja, þá hefði það verið eina vitið. 2012-03-05 13:44:27 visir_is: Sigríður: Gátu þið beitt ykkur gegn þessari innlánasöfnun? 2012-03-05 13:43:59 visir_is: Geir: Ég heyrði af því að hollenski seðlabankinn hefði haft efasemdir um Icesve-innlánasöfnunina í Hollandi. 2012-03-05 13:42:45 visir_is: Geir: Kerfið gerði þetta mögulegt, en eftir á er þetta stórhættulegt og mikil fífldirfska. 2012-03-05 13:42:18 visir_is: Geir: Ég vissi ekkert meira um það en aðrir, þetta var tilkynningatriði til Fjármálaeftirlitsins. 2012-03-05 13:41:40 visir_is: Sigriður: Hvaða vitneskju hafðir þú um Icesave innlánasöfnun í Hollandi á vormánuðum 2008? 2012-03-05 13:40:58 visir_is: Sigríður spyr út í Icesave innlánasöfnun í Hollandi. Í maí 2008 lýsti hollenski seðlabankinn yfir miklum áhyggjum vegna þessa. 2012-03-05 13:37:44 visir_is: Geir: Þetta var eðlilegur hlutur, BG var að ítreka áður fram komna hluti er vörðuðu áhyggjur vegna stöðu bankanna. 2012-03-05 13:36:49 visir_is: Í póstinum kemur fram að nauðsynlegt sé að minnka bankakerfið, samaeina banka og grípa til viðamikilla aðgerða. 2012-03-05 13:36:07 visir_is: Pósturinn var sendur í febrúar 2008. 2012-03-05 13:35:38 visir_is: Sigríður spyr út í tölvupóstur frá Baldri Guðlaugssyni til Geirs og Árna Mathiessen, þá fjármálaráðherra. 2012-03-05 13:34:52 visir_is: Geir: Björgólfur Thor Björgólfsson leit ekki á það sem aðkallandi mál, í ágúst 2008, að sameina banka og minnka kerfið. 2012-03-05 13:33:46 visir_is: Geir: Tryggvi Þór Herbertsson fór á vegum Geirs að ræða við menn í bönkunum um möguleika á því að sameina og hagræða í bankakerfinu. 2012-03-05 13:32:58 visir_is: Geir: Minnist þess ekki að hafa séð minnisblöð um hugsanlegar sameiningar og hagræðingaraðgerðir hjá bönkunum, m.a. hjá Landsbankanum. 2012-03-05 13:30:56 visir_is: Geir: Ég get ekki svarað fyrir þetta, þar sem ég átti ekki í þessum samskiptum beint. En það var illmögulegt að selja eignir. 2012-03-05 13:30:00 visir_is: Sigríður: Það er boðin fram aðstoð frá seðlabankastjóra Bretlands, um að draga úr stærð bankakerfisins. Var þessi aðstoð þegin? 2012-03-05 13:29:25 visir_is: Geir: Það lá fyrir að það væri gott að selja eignir, og minnka bankakerfið. En hvernig átti að gera það án þess að grafa undan kerfinu? 2012-03-05 13:28:22 visir_is: Geir: Gordon Brown bauðst til þess að fyrra bragði að tala við Mervyn King seðlabankastjóra Bretlands og reyna að liðka um fyrir lánum. 2012-03-05 13:27:13 visir_is: Geir: Ég fékk kynningu á þessu bréfi, og það voru vonbrigði að við gætum ekki fengið fyrirgreiðslu með gjaldeyrisskiptasamningum. 2012-03-05 13:25:55 visir_is: Sigríður: Í því bréfi kemur fram að mikilvægt sé að minnka íslenska bankakerfið. Var þér kynnt þetta bréf? Geir: Já. 2012-03-05 13:24:45 visir_is: Sigríður spyr út í bréf Mervyn King til Davíðs Oddssonar, í apríl 2008. 2012-03-05 13:23:04 visir_is: Geir: Það fer eftir því hvað er átt við með því, ég tel ekki að hér hafi geta verið viðmikil fjármálastarfsemi á alþjóðlegan mælikvarða 2012-03-05 13:22:12 visir_is: Sigríður: Var það þá þitt mat að Ísland væri ekki góður kostur sem miðstöð fyrir alþjóðlega fjármálastarfsemi? 2012-03-05 13:21:28 visir_is: Geir: Ég hafði aldrei sannfæringu fyrir því að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð, eins og Lúxemborg, Sviss, eða önnur slík lönd. 2012-03-05 13:19:43 visir_is: Sigríður spyr út í ummæli Geirs um að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. 2012-03-05 13:18:09 visir_is: Geir: Fyrst og fremst var þetta til að styrkja alþjóðasamvinnu og samstarf. En ég við ræddum líka um stöðu efnahagsmála. 2012-03-05 13:17:26 visir_is: Geir: Ég ákvað sjálfur að funda með Gordon Brown, og David Cameron, sem þá var í stjórnarandstöðu. Þetta var ekki til að ræða efnahagskrísu 2012-03-05 13:15:37 visir_is: Geir: Ef bankarnir hefur verið ábyrgir í sínum rekstri, þá hefði hlutfallsvandinn enginn verið. Stærðin er ekki aðalatriðið, heldur gæðin, 2012-03-05 13:14:59 visir_is: Geir: "Hlutfallsvandann" er hægt að heimfæra á ýmislegt á Íslandi. En sá vandi er ekki það sem mestu skiptir. 2012-03-05 13:12:54 visir_is: Sigríður saksóknari spyr út í fund sem Geir átti með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í apríl 2008. 2012-03-05 13:11:58 visir_is: Geir: Við vorum með alvarleg tíðindi í höndunum meira og minna allt árið 2008, þ.e. að áhyggjurnar voru miklar. 2012-03-05 13:10:02 visir_is: Geir: Að beita sér fyrir því að minnka bankakerfið, var eitt. Að ná því fram var annað. Það var illmögulegt að minnka bankanna. 2012-03-05 13:08:23 visir_is: Geir: Við áttum í nánu samstarfi við seðlabankann allt árið 2008, það var nánara eftir þennan tiltekna fund 7. febrúar 2008. 2012-03-05 13:07:39 visir_is: Geir: Misskilningur að þessi fundur hafi haft einhver úrslitaáhrif varðandi samskipti seðlabankans og forsætisráðuneytisins. "Ég hafna því". 2012-03-05 13:07:00 visir_is: Geir: Ég fékk aldrei þetta minnisblað, sem var upplesið á fundinum sem fram fór í febrúar 2008. 2012-03-05 13:06:18 visir_is: Geir: Sagði að þetta hefðu verið svipuð mál og heyrðust víðar; áhyggjur af stöðu íslensku bankanna. 2012-03-05 13:05:36 visir_is: Geir: Í minnislablaðinu komu fram áhyggjur af stöðu bankanna, þar helst Glitnis og Kaupþings. 2012-03-05 13:05:11 visir_is: Geir: Á fundinum kynnti Davíð minnisblað sem hann skrifaði upp eftir ferð til London þar sem hann ræddi við erlenda bankamenn. 2012-03-05 13:04:12 visir_is: Geir: Á fundinum voru Bolla Þór Bollason, Tryggvi Pálsson, Eiríkur Guðnason, Ingimundur Friðriksson og Davíð Oddsson. 2012-03-05 13:01:46 visir_is: Réttarhald er nú hafið að nýju, Geir svarar spurningum um fund í febrúar 2008 þar sem rætt var um fjármálakerfið og hættumerkin. 2012-03-05 13:00:37 visir_is: Fjölskylda Geirs fylgir honum náið eftir, situr á fremsta bekk og stendur augljóslega þétt við bak hans. #landsdómur 2012-03-05 12:56:56 visir_is: Fólk er nú byrjað að týnast í salinn, réttarhaldið hefst að nýju eftir nokkrar mínútur. 2012-03-05 12:28:36 visir_is: Nú er hádegishlé á réttarhaldinu, það heldur áfram klukkan 13:00. Við verðum hér þá, með beina lýsingu. #landsdómur 2012-03-05 12:26:06 visir_is: Geir: Það eru engin loftgöt í þessum ársreikningum, nema að bankarnir séu "með glæpsamlegum hætti" að villa um, sagði forstjóri FME við Geir 2012-03-05 12:23:03 visir_is: Geir: Ég reyndi að koma því til skila, með yfirveguðum hætti, sem ég taldi skynsamlegast á hverjum tíma. #landsómur 2012-03-05 12:22:20 visir_is: Sigríður spyr út í yfirlýsingar á erlendum vettvangi, varðandi það hvernig eigi að nálgast vandamál bankanna. 2012-03-05 12:19:54 visir_is: Geir: Jafnvel þó menn hafi viljað að bankarnir færu úr landi,þá var það einfaldlega ekki raunhæfur möguleiki. #landsdómur 2012-03-05 12:17:12 visir_is: Geir: Það sem blasir við, er að engum datt í hug að bankakerfið myndi hrynja í september 2008. 2012-03-05 12:16:15 visir_is: Geir: Við vorum í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn allt árið 2008. Það fór fram stöðugleikagreining á stöðu mála hér að ósk seðlabanka 2012-03-05 12:12:05 visir_is: Geir: "Það er oft talað um þetta sem hneyksli, ekki síst í skýrslu rannsóknar Alþingis. Það er óskiljanlegt." 2012-03-05 12:11:20 visir_is: Geir: Þetta voru sjálfsagðar breytingar og þær voru algjörlega á okkar valdi, og í takt við okkar áherslur í stjórnarsáttmálanum. 2012-03-05 12:09:26 visir_is: Geir um forsögu samkomulagsins: Bankastjóri seðlabankans sænska vildi að íslensk stjórnvöld gerðu breytingar. 2012-03-05 12:07:22 visir_is: Sigríður: Spyr út samkomulag við seðlabanka Norðurlandanna frá því í maí 2008. 2012-03-05 12:04:13 visir_is: Geir: Við mátum stöðu mála á hverjum tíma, út frá því sem talið var ábyrgast. Við vorum ekkert sérstaklega að berjast fyrir bankanna. 2012-03-05 12:02:27 visir_is: Sigríður: Reyndu þið að koma þessum skilaboðum á framfæri, þ.e .að bankarnir væru traustir og stæðu vel? 2012-03-05 12:01:47 visir_is: Sigríður: Minnisblað frá Ingibjörgu Sólrúnu: Bankarnir eru of stórir, heimurinn þarf að skynja að Ísland stendur á bak við fjármálakerfið. 2012-03-05 12:00:27 visir_is: Geir: Samskipti okkar við bankanna, einkenndust að því að fá upplýsingar, og þrýsta á um ábyrgar aðgerðir í ljósi aðstæðna. 2012-03-05 11:56:45 visir_is: Geir: Bankarnir stækka á grundvelli alþjóðlegra aðstæðna, sem "ég lýsti áðan". Ofgnótt lánsfjár um allt blindaði mönnum sýn. #landsdómur 2012-03-05 11:55:44 visir_is: Geir: Það var ekkert sérstaklega stefnt að frekari vexti bankanna, fyrst og fremst að efnahagur gæti haldið áfram að blómstra. 2012-03-05 11:54:41 visir_is: Sigríður: Var það stefna ríkisstjórnarinnar að styðja við áframhaldandi vöxt fjármálafyrirtækja? 2012-03-05 11:53:00 visir_is: Sigríður spyr út stjórnarsáttmála Sjáflstæðisflokks og Samfylkingar, og atriði er snýr að því að höfuðstöðvar útrásarfyrirtækja yrðu hér. 2012-03-05 11:49:36 visir_is: Geir: Við töldum lengi vel, að það myndi hugsanlega duga að bjarga einum banka. En þetta voru allt nálganir að hlutum sem óvissa var um. 2012-03-05 11:47:47 visir_is: Geir: Það var ljóst, að ef allir bankarnir féllu þá kæmi ekki annað til greina að bregðast við með neyðaraðgerðum. 2012-03-05 11:46:51 visir_is: Geir: Ekki búið að teikna upp nákvæmlega, hvað það kostaði ef einn banki félli. En staða gjaldeyrisvaraforðans var ljós. 2012-03-05 11:44:14 visir_is: Geir: Bankarnir reyndu hvað þeir gátu til þess að selja eignir, en það gekk ekki. Þeir komu sér í vandræði með of örum vexti. #landsdómur 2012-03-05 11:41:09 visir_is: Geir: Fjármálamarkaðir heimsins "flutu" í ókeypis fjármagni árum saman, sem höfðu áhrif á nær öll löndum heimsins. #landsdómur 2012-03-05 11:40:26 visir_is: Geir: Eftir árásirnar á tvíburaturnanna 2001 brást Seðlabanki Bandaríkjanna við með gríðarlegum peningainnspýtingum. Þarna er rótin! 2012-03-05 11:39:09 visir_is: Geir: Verulegur galli í regluverki ESB er eitt af því sem gerði bönkum hér á landi það kleift, að verða "tröllvaxnar". 2012-03-05 11:36:39 visir_is: Geir: "Uppblásnar eignir" í efnahag bankanna. Gat ríkisstjórnin dregið uppáskriftir alþjóðlegra endurskoðendaskrifstofa í efa? 2012-03-05 11:34:44 visir_is: Geir: Það er enginn vafi á því að bankarnir vildu selja eignir á árinu 2008, þeir voru hins vegar ekki tilbúnir að gera það með afföllum. 2012-03-05 11:31:31 visir_is: Geir:"Það var ekki fyrr en eftir hrunið, sem allir sáu það fyrir!" 2012-03-05 11:29:34 visir_is: Geir: Innlánasöfnun á erlendum vettvangi var eitt af því sem átti að styrkja fjármögnun bankanna til lengri tíma. #landsdómur 2012-03-05 11:28:47 visir_is: Geir: "Viti menn! Þetta var verðlaunað og þessu hrósað í hástert, bæði hér á landi og erlendis." 2012-03-05 11:28:14 visir_is: Geir: Eftir vandamálin 2006, var lagt að bönkunum að hefja innlánasöfnunum á erlendum vettvangi. #landdómur 2012-03-05 11:27:03 visir_is: Geir: Þessi menn studdust við opinber gögn, ársreikninga og fleira. Þá lá ekki fyrir að það væri hugsanlega "maðkur í mysunni" hjá bönkunum 2012-03-05 11:25:53 visir_is: Geir vitnar til skýrslu sem Friðrik Már Baldursson vann 2007, ásamt erlendum samstarfsmanni. 2012-03-05 11:25:02 visir_is: Geir: Stjórnvöld litu svo á að bankakerfið stæði traustari fótum, eftir að hafa farið yfir það sem mætti betur fara. 2012-03-05 11:23:52 visir_is: Geir: Skýrsla um vandamál bankanna árið 2006, gerði mikið gagn. Hún tók saman mikilvægar upplýsingar. 2012-03-05 11:21:20 visir_is: Saksóknari spyr nú, réttarhöldin hefjast að nýju. Spurt er um hina svokölluðu "míní-krísu" 2006. #landsdómur 2012-03-05 11:08:19 visir_is: Hlé hefur nú verið gert á réttarhöldunum. Komum aftur að vörmu spori. 2012-03-05 11:07:04 visir_is: Geir: Við beindum því til bankanna, að haga sér með eins ábyrgum hætti og hægt var, meðal annars að minnka efnahagsreikninginn. 2012-03-05 11:06:15 visir_is: Markús spyr: Ræddi Bolli Þór við þig um það, hvernig ætti að setja þrýsting á bankanna varðandi aðgerðir? 2012-03-05 11:02:16 visir_is: Markús spyr: Nú hefur þú lesið fundargerðir samráðshópsins eftir ár. Kom eitthvað á óvart í þeim? #landsdómur 2012-03-05 11:01:21 visir_is: Geir: Ég tel að viðskiptaráðherra hafi sinnt sínum störfum eins og vel og hann gat, og staðið sig vel. #landsdómur 2012-03-05 10:59:21 visir_is: Geir: Kenningin um að það eigi að binda stærð bankakerfis við tilekna hámarksstærð, fékk ekki háa einkunn í skýrslum um fjármálamarkaði. 2012-03-05 10:58:32 visir_is: Fjarmálastöðugleikaskýrsla seðlabankans sagði eitt, en fundargerðir samráðshópsins, sem Geir sá ekki, annað. 2012-03-05 10:57:39 visir_is: Geir: Fjármálastöðugleikaskýrslan sagði til um, að þrátt fyrir allt, þá stæðu bankarnir traustum fótum. (Les upp úr skýrslunni). 2012-03-05 10:56:45 visir_is: Geir: Voru efnisatriði fundargerða samráðshópsins í samræmi við skýrslu seðlabankans um fjármálastöðugleika? #landsdómur 2012-03-05 10:54:44 visir_is: Geir: Mig rekur ekki minni til þess, en efnisatriðin eru þau sömu og oft áður, þ.e. hvað skyldi gera ef aðstæður myndu versna. #landsdómur 2012-03-05 10:54:08 visir_is: Andri: Fékkstu kynningu á skýrslum er vörðuðu hugsanlegt fjármálaáfall? #landsdómur 2012-03-05 10:51:03 visir_is: Andri: Var því einhvern tímann komið inn á borð til þín að það væri algjörlega ófullnægjandi vinna í gangi miðað stöðu bankanna? #landsdomur 2012-03-05 10:49:40 visir_is: Geir: Ég gekk út frá því að stofnanirnar vissu hvað þær væru að gera, og að vinna samráðshópsins væri miðuð við það. #landsdómur 2012-03-05 10:48:41 visir_is: Geir: Já, ég þekkti til þess hvernig gengið var frá því þegar Fjármálaeftirlitið var fært úr seðlabankanum. 2012-03-05 10:47:55 visir_is: Andri spyr: Var þér kunnugt um samkomulag milli FME og Seðlabankans er varðandi viðbúnaðarmál fyrir fjármálakerfið? #landsdómur 2012-03-05 10:47:05 visir_is: Andri Árnason er nú að hefja mál sitt. 2012-03-05 10:46:17 visir_is: Geir: Segist gera ráð fyrir að þarna sé rætt um samráðshópinn, en segist þó ekki geta svarað út í minnisblað Ingibjargar ítarlega. 2012-03-05 10:45:22 visir_is: Sigríður saksóknari: Spyr út í minnisblað Ingibjargar Sólrúnar um stöðu mála, þar sem rætt er um "krísunefnd" forsætisráðuneytisins. 2012-03-05 10:43:38 visir_is: Geir: Aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jón Þór Sturluson, var viðstaddur á "krísutímum" þegar það var verið að ræða um stöðu mála. 2012-03-05 10:42:59 visir_is: Geir: Það var ákvörðun sem var tekin á pólitískum forsendum af öðrum stjórnarflokknum, Samfylkingunni. 2012-03-05 10:42:26 visir_is: Sigríður: Hvers vegna var viðskiptaráðherra ekki kallaður til? #landsdómur 2012-03-05 10:41:33 visir_is: Geir: Þó samráðshópurinn hafi ekki formelga verið kallaður til, þá voru þeir sem áttu sæti í hópnum á staðnum. Það var það sem skipti mestu. 2012-03-05 10:40:15 visir_is: Geir: Allir nefndarmenn voru mættir, og yfirmenn þeirra líka. Það hefði verið út í hött að safna samráðshópnum saman "í herbergi"! 2012-03-05 10:39:12 visir_is: Saksóknari: Samráðshópurinn var ekki kallaður til, Glitnis helgina. Hvers vegna? #landsdómur 2012-03-05 10:36:48 visir_is: Geir: Bankastjórarnir gerðu sér ekki grein fyrir að staðan væri eins slæm og hún var. #landsdómur 2012-03-05 10:35:50 visir_is: Geir: Átti fund með bankastjórum bankanna 18. september 2008, og fékk upplýsingar um að bankarnir stæðu nægilega vel til þess að lifa af. 2012-03-05 10:33:31 visir_is: Geir: FME sendi frá sér tilkynningu, 18. september, um að fall Lehman myndi ekki hafa mikil áhrif á íslensku bankanna. 2012-03-05 10:32:53 visir_is: Geir: Þennan dag, 16. september 2008, áttaði sig enginn á því hvaða áhrif fall Lehman myndi hafa á aðstæður nokkrum vikum síðar. 2012-03-05 10:31:39 visir_is: Aðstoðarfólk Andra Árnasonar í málinu, eru Friðrik Árni Friðriksson hdl. og Hólmfríður B. Sigurðardóttir hdl. Bæði á Juris lögmannsstofu 2012-03-05 10:26:44 visir_is: Geir: Lögbinding um að það, að bankarnir yrðu að minnka, hefði sett þá á hausinn á viðkvæmum tímum. 2012-03-05 10:25:28 visir_is: Til upplýsingar: Hér er einkum rætt um starf samráðshóp stjórnvalda um fjármálastöðugleika fyrir hrun, og hvað hann vissi á hverjum tíma. 2012-03-05 10:24:14 visir_is: Geir: Stóri punkturinn er þessi: Hvað er ríkið tilbúið að eyða miklum peningum í að hjálpa einkareknum fyrirtækjum? 2012-03-05 10:23:00 visir_is: Geir: Það hefði verið heimskulegt ef ríkið hefði verið skilyrt til þess að hjálpa bönkunum. "Það hefðu verið fölsk skilaboð". 2012-03-05 10:22:18 visir_is: Geir: En ég tel ekki að það hafi skipt sköpum að hafa ekki hitt samráðshópinn reglulegar. 2012-03-05 10:21:22 visir_is: Geir: Samráðshópurinn vissi alveg hvað hann átti að gera. En kannski hefði það verið betra ef við hefðum hitt hópinn reglulegar. 2012-03-05 10:20:36 visir_is: Geir: Það var ekki þannig, að við gætum skipað stjórnendum einkarekinna fyrirtækja að gera eitthvað, en við gátum "lagt að þeim" að gera. 2012-03-05 10:16:52 visir_is: Geir: Ýmsar greiningar komu fram á árinu 2008, sem gáfu misjafna stöðu. Það var hins vegar ekki hægt að sjá viðvaranir vegna hruns. 2012-03-05 10:11:24 visir_is: Geir segist hafa lesið um kerfislæga mikilvægar fjármálstofnanir í fræðibókum, en það sé erfitt um það að segja, miðað við aðstæður. 2012-03-05 10:09:54 visir_is: Geir rekur það í smáatriðum og gerir grein fyrir starfsreynslu sinni, allt frá því hann lauk stúdentspróf frá MR 1971. 2012-03-05 10:08:05 visir_is: Sigríður spyr óvænt: "Það gleymdist hér í upphafi, en hvað menntun ert þú með?" 2012-03-05 10:07:32 visir_is: Sigríður saksóknari: Hvað er það, þegar fjármálstofnun er kerfislega mikilvæg? 2012-03-05 10:04:58 visir_is: Geir: En það tafðist, m.a. vegna þess að kaupendur sáu að tíminn vann með þeim, sem síðar kom í ljós þegar eignir voru keyptar á slikk 2012-03-05 10:04:07 visir_is: Geir: Mér var kunnugt um það, að t.d. Glitnir var langt kominn með að selja eignir í Noregi ,í september 2008. 2012-03-05 10:03:41 visir_is: Geir: Við vorum ekkert sérstaklega góðir í því þegar kom að almannatengslum. #landsdómur 2012-03-05 10:02:55 visir_is: Geir: "Pointið er þetta. Það er ekki viturlegt hjá ríkisvaldi að styðja við banka, nema það sé öruggt að það dugi". 2012-03-05 10:01:32 visir_is: Geir: Það vita allir hvað var ákveðið að gera á endanum, að ábyrgjast innstæður í fjármálakerfinu. Það var lokaákvörðunin miðað við aðstæður 2012-03-05 10:00:52 visir_is: Geir man ekki eftir að hafa séð, ákveðin gögn sem Sigríður spyr um, fyrr en eftir á. 2012-03-05 09:58:45 visir_is: Geir: Ég átti síðan að fá þær tillögur frá yfirmönnum stofnanna, og meta hvort tilefni væri til aðgerða. 2012-03-05 09:57:53 visir_is: Geir: Allt ber að sama brunni. Ef starfsmenn FME töldu nauðsynlegt að gera eitthvað, þá áttu þeir að fara með það til sinna yfirmanna. 2012-03-05 09:56:38 visir_is: Geir: Allt miðaðist við sviðsmyndir og hvernig mátti bregðast við þeim. 2012-03-05 09:55:49 visir_is: Saksóknari spyr út í heimildir til inngripa í erfiðar aðstæður. Í hverju áttu inngripin að felast? 2012-03-05 09:53:57 visir_is: Geir: "Bankarnir urðu að reyna að bjarga sér sjálfir". #landsdómur 2012-03-05 09:52:43 visir_is: Geir: Icesave reikningarnir voru "kvikir", peningar fóru hratt út þegar vondar fréttir bárust en hratt inn þegar ekkert slíkt var uppi. 2012-03-05 09:51:27 visir_is: Geir: Það var ekki hægt að grípa til aðgerða, eins og að selja eignir. "Það var útilokað, markaðsaðstæður voru þannig." 2012-03-05 09:49:19 visir_is: Geir: Eftir á að hyggja þá hefði seðlabankinn frekar átt að setja hömlur á fyrirgreiðslu til bankanna, en það hefði kallað fram ramakvein. 2012-03-05 09:47:47 visir_is: Geir: Seðlabankinn var að reyna allt sem hann gat gert til þess að auka laust fé í umferð. 2012-03-05 09:46:09 visir_is: Sigríður saksóknari: Spyr út í vinnu samráðshóps stjórnvalda um fjármálakerfið, og hvaða hugmyndir voru ræddar, á hverjum tíma #landsdómur 2012-03-05 09:44:08 visir_is: Geir: Ég fékk kynningu á þessum upplýsingum frá seðlabankastjóra. Þetta voru sviðsmyndir, ekki spádómar. #landsdómur 2012-03-05 09:43:22 visir_is: Sigríður spyr úr í minnisblað frá Andrew Gracie, sem vann áhættugreiningu á fjármálakerfinu íslenska, í febrúar 2008. 2012-03-05 09:42:42 visir_is: Geir: Við vildum fá nýjustu upplýsingar um gang mála hjá bönkunum. Þrír fundir með hverjum banka. Sérstaklega um stöðu Glitnis, jan 2008 2012-03-05 09:39:50 visir_is: Geir: Því miður dróst vinnan hjá ESB og Ísland var ekki orðið aðili að þessu samstarfi þegar bankarnir féllu #landsdómur 2012-03-05 09:38:35 visir_is: Geir: Ég ræddi við yfirmenn fjármálamarkaða hjá Evrópusambandinu um að Ísland gerðist samstarfsaðili samræmdum aðgerðum. 2012-03-05 09:37:23 visir_is: Geir kallaði til alla bankastjóranna á fund í kjölfarið, sem fram fór 15. janúar 2008. 2012-03-05 09:36:53 visir_is: Geir fjallaði um erfiða stöðu bankanna, með seðlabankastjóra og fjármálaráðherra að kveldi 13. janúar 2008. 2012-03-05 09:34:54 visir_is: Geir: Það var ekki hægt að taka endanlegar ákvarðanir fyrr en á síðustu stundu, líkt og sást um allan heim þegar erfiðleikar dundu yfir. 2012-03-05 09:33:34 visir_is: Sigríður: Það er eðlilegt að spyrja út í hvort vinnan hafi verið nægilega markviss. 2012-03-05 09:33:04 visir_is: Andri: "Geri athugasemd við þetta orðalag, að tala um markvissari vinnu. Hvað á saksóknari við?" #landsdómur 2012-03-05 09:31:02 visir_is: Geir: Get ekki nafngreint þá alla, en lögfræðingar FME, og sérfræðingar á þeirra vegum, sömdu efnisatriðin að mestu. 2012-03-05 09:29:55 visir_is: Sigríður: Hverjir komu að því að semja neyðarlögin? 2012-03-05 09:28:46 visir_is: Sigríður: Miðlaðiru upplýsingum sem þér bárust til annarra ráðherra? Geir: Eftir því sem við átti, já. Til fjármála- og viðskiptaráðherra. 2012-03-05 09:27:31 visir_is: Bolli Þór var í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika fyrir hrun. 2012-03-05 09:27:03 visir_is: Geir: Samstarf okkar Bolla Þórs Bollasonar (ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Geirs) var mjög náið og á milli okkar ríkti algjört traust. 2012-03-05 09:26:19 visir_is: Sigríður: Varstu upplýstur reglulega um það sem samráðshópur stjórnvalda var að fjalla um? Geir: Já, en misreglulega. 2012-03-05 09:25:25 visir_is: Úr salnum: Hér er þéttsetið. Sturla Jónsson situr við hliðina á Andra Óttarssyni, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. 2012-03-05 09:23:55 visir_is: Geir: "Ætlaðist einhver til þess að samráðshópurinn kæmi í veg fyrir bankahrun, ef þær aðstæður myndu skapast?" 2012-03-05 09:23:16 visir_is: Geir: Viðbúnaðaráætlun samráðshópsins var grunnurinn að því sem síðar var gert. 2012-03-05 09:22:03 visir_is: Geir: Samráðshópur stjórnvalda lét vinna drög að viðbúnaðaráætlun, sem síðar voru drög að frumvarpi til neyðarlaga. 2012-03-05 09:21:03 visir_is: Geir: Ég horfði alltaf til þess, að skattgreiðendur væru ekki að bera tjón einkarekinna fyrirtækja og hluthafa þeirra. 2012-03-05 09:19:45 visir_is: Geir: Eftirlitsstofnanir, sem höfðu ríkar valdheimildir og gátu gripið til aðgerða á grundvelli ítarlegra gagna. 2012-03-05 09:18:44 visir_is: Sigríður: Hver átti að taka lokaákvarðanir í málum sem samráðshópur stjórnvalda var að fjalla um? 2012-03-05 09:17:46 visir_is: Geir: "Grundvallaratriðið" að eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja leysi sín vandamál sjálfir. 2012-03-05 09:16:15 visir_is: Sigríður spyr út í verk og starf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika, í samræmi við lið ákæru þar um. http://t.co/kl62ewNq 2012-03-05 09:14:13 visir_is: Geir segist hafa talið, að verkstjórn í starfshópum stjórnvalda um fjármálastöðugleika, hafi verið í góðu lagi. 2012-03-05 09:13:06 visir_is: Geir segist hafa treyst þeim embættismönnum sem sátu í samráðshópi stjórnvalda á hverjum tíma, og eftirlitsstofnunum sömuleiðis. 2012-03-05 09:11:04 visir_is: Geir rekur ástæður þess að samráðshópur stjórnvalda um fjármálastöðugleika hafi var settur á laggirnar. Það var gert árið 2006. 2012-03-05 09:08:32 visir_is: "Fagna því að fá tækifæri til þess að svara. Ég tel ekki að ákæruatriði eigi við rök að styðjast," segir Geir. 2012-03-05 09:07:53 visir_is: Sigríður Friðjónsdóttir, les upp efnisatriðin í ákæruliðunum sem eftir eru. Geir hafnar alfarið að hafa brotið af sér. 2012-03-05 09:06:33 visir_is: "Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ tækifæri til þess að svara fyrir mig í þessu máli", segir Geir. Skýrslutakan er formlega að hefjast. 2012-03-05 09:05:41 visir_is: Markús Sigurbjörnsson kynnir Geir réttindi sín, áður en skýrslutaka hefst. 2012-03-05 09:04:13 visir_is: Geir H. Haarde stendur upp, brúnaþungur, og fær sér sæti í vitnastúkunni. Hann er að fara að gefa skýrslu frammi fyrir Landsdómi. 2012-03-05 09:03:11 visir_is: Eiríkur Tómasson hefur tekið sæti Gunnlaugs Claessen í Landsdómi, sem sagði sig frá málinu vegna mikilla forfalla. 2012-03-05 09:01:20 visir_is: "Dómsþing Landsdóms er sett" segir dómritari. 2012-03-05 09:00:08 visir_is: Dómarar Landsdóms ganga í salinn. Réttur er settur, í einstöku ákærumáli Alþingis gegn fyrrverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde. 2012-03-05 08:57:59 visir_is: Dómarar Landsdóms ganga í salinn. Réttur er settur, í einstöku dómsmáli. 2012-03-05 08:56:38 visir_is: Fjölmiðlafár, er orðið sem best lýsir því sm hér á sér stað. Erlendir og innlendir fjölmiðlamenn umkringja Geir. 2012-03-05 08:55:01 visir_is: Geir H. Haarde er mættur í hús, ásamt fóstursyni sínum, Borgari Einarssyni lögmanni. 2012-03-05 08:54:19 visir_is: Hér er nú hvert sæti skipað, og ljóst að margir munu þurfa frá að hverfa. Sögulegir atburðir í aðsigi, sem verði þrykktir í minni þjóðar. 2012-03-05 08:51:34 visir_is: Fjölskylda Geirs H. Haarde hefur komið sér fyrir á fremstu bekkjum í salnum. 2012-03-05 08:48:47 visir_is: Spennuþrungin stund nálgast óðum, þegar Geir H. Haarde kemur fyrir Landsdóm. 2012-03-05 08:48:02 visir_is: Hér er allt að fyllast, Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarsaksóknari, og Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari, eru að koma sér fyrir. 2012-03-05 08:46:01 visir_is: Inga Jóna Þórðardóttir, kona Geirs H. Haarde var að mæta í hús, og Ragnheiður elín Árnadóttir sömuleiðis. 2012-03-05 08:43:06 visir_is: Sturla Jónsson vöruflutningabílstjóri var að koma í salinn. Vinir og samstarfsmenn Geirs sömuleiðis, meðal annars Gréta Ingþórsdóttir 2012-03-05 08:37:13 visir_is: Andri Árnason er að koma gögnum sínum fyrir á borðinu, möppum og skrifblokkum. Allt til reiðu hans megin. 2012-03-05 08:32:55 visir_is: Hér fjölgar jafnt og þétt. Töluverður fjöldi erlendra fjölmiðlamanna er hér staddur. Andri Árnason hrl., lögmaður Geirs, var að koma. 2012-03-05 08:05:50 visir_is: Vísir.is er mættur á vettvang í Þjóðmenningarhúsinu, fyrstur allra raunar. Hér er allt til reiðu fyrir upphaf Landsdómsmálsins.
Landsdómur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira