Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 28-27 | Umdeilt sigurmark Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vodafonehöllinni skrifar 8. mars 2012 11:33 Sveinn Aron Sveinsson. Mynd/Stefán Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu. Danskur dómari leiksins, Troels Kure, dæmdi markið gilt og ætlaði allt um koll að keyra. FH-ingar voru trítilóðir, hópuðust að dómurunum og öskruðu á þá. Kure dæmdi leikinn ásamt Helga Rafni Helgasyni en þeir hafa dæmt saman í Danmörku með góðum árangri undanfarin ár. FH fór í sókn þegar nítján sekúndur voru eftir af leiknum. Ólafur Gústafsson fór upp í skot þegar 4-5 sekúndur voru eftir en varnarmenn Vals vörðu boltann. Hann reyndi að ná frákastinu en Valsmenn komu boltanum fram á Svein Aron sem skoraði. FH-ingar voru einnig afar óánægðir með að ekkert hafi verið dæmt því þeim fannst að brotið hefði verið á Ólafi. En dómurinn stóð sem og niðurstaða leiksins. Halda þurfti þjálfurum og leikmönnum frá dómurum leiksins eftir leikinn og héldu þeir svo áfram að rífast við starfsmenn ritaraborðsins löngu eftir að leiknum lauk. Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á leiknum, stóð í ströngu og ræddi þetta vel og lengi við FH-ingana. Leikurinn sjálflur var kaflaskiptur. FH byrjaði betur en bæði lið voru þó að spila illa í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörn. Markvarsla var lengi vel lítil sem engin í leiknum en átti eftir að stórbatna eftir því sem leið á leiktímann. Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en Valsmenn komu mun sterkari til leiks í þeim síðari. Sóknarleikurinn var góður og 5-1 vörnin með Sturla Ásgeirsson fremstan virkaði vel. En FH-ingar bættu í á lokakaflanum og við það datt botninn úr sóknarleik Vals. Þeir náðu þó að halda FH-ingum frá sér með áðurnefndum afleiðingum en það hefði varla geta staðið tæpar. FH og Haukar, sem töpuðu óvænt fyrir Gróttu í kvöld, eru enn efst í deildinni með 23 stig hvort en dregið hefur saman með efstu sex liðum deildarinnar. Valur er í sjötta sætinu með átján stig, einu stigi á eftir Fram. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið. Kristján: Við erum afar ósáttirMynd/Vilhelm„Eins og flestir í húsinu sáu var búið að flauta leikinn af áður en þeir skora þetta mark," sagði Kristján. „Auðvitað erum við hundsvekktir með það. Þar að auki var brotið illa á Ólafi áður en þeir fara í sókn. Þetta voru hrikaleg mistök hjá dómurunum og erum við afar ósáttir við það." Hann var afar ósáttur við frammistöðu dómaranna, þeirra Helga Rafns Helgasonar og Danans Troels Kure. „Já, það hallaði á okkur. Það var eins og Daninn hefði séð danska landsliðið inn á vellinum," sagði Kristján og vísaði þar til rauða búnings Valsmanna. „En þetta var jafn leikur og jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða. Vörnin var svo léleg hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Dómgæslan er bara einn þáttur af leiknum og við fengum tækifæri til að klára leikinn. En við lentum undir og náðum að koma okkur aftur inn í leikinn. Það var gott." Óskar Bjarni: Viðurkenni að þetta var vafasamtMynd/Vilhelm„Ég þori ekki að segja til um þetta. En þetta var mjög vafasamt - ég skal viðurkenna það. Ég veit ekki hvað ég hefði dæmt. Ég verð að sjá þetta á myndbandi aftur," sagði Óskar Bjarni eftir sigur sinna manna. „Þetta féll með okkur og við vorum heppnir undir lokin. Ég segi það hér og nú." „En við unnum og ég fagna tveimur stigum. Ég fagna því í þessari baráttu. Allir leikir hjá okkur eru úrslitaleikir og næst eigum við leik gegn Fram þar sem það verður allt undir enn á ný." Sveinn Aron: Þetta var löglegt markMynd/Stefán„Þetta var klárlega löglegt mark. Lokaflautið kom þegar boltinn var í netinu. Hann var farinn úr höndunum áður en það kom," staðhæfði markaskorarinn Sveinn Aron Sveinsson en hann tryggði Val sigurinn í kvöld. Sveinn Aron og fleiri ungir leikmenn í liði Vals komu sterkir inn í leikinn í kvöld og rifu sína menn upp þegar mest þurfti á að halda. „Þegar menn eru ekki að finna sig þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum okkar í kvöld. Ég er ánægður með þetta enda klassasigur hjá okkur, sérstaklega eftir erfiða byrjun. Við náðum að koma til baka og klára þetta." Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu. Danskur dómari leiksins, Troels Kure, dæmdi markið gilt og ætlaði allt um koll að keyra. FH-ingar voru trítilóðir, hópuðust að dómurunum og öskruðu á þá. Kure dæmdi leikinn ásamt Helga Rafni Helgasyni en þeir hafa dæmt saman í Danmörku með góðum árangri undanfarin ár. FH fór í sókn þegar nítján sekúndur voru eftir af leiknum. Ólafur Gústafsson fór upp í skot þegar 4-5 sekúndur voru eftir en varnarmenn Vals vörðu boltann. Hann reyndi að ná frákastinu en Valsmenn komu boltanum fram á Svein Aron sem skoraði. FH-ingar voru einnig afar óánægðir með að ekkert hafi verið dæmt því þeim fannst að brotið hefði verið á Ólafi. En dómurinn stóð sem og niðurstaða leiksins. Halda þurfti þjálfurum og leikmönnum frá dómurum leiksins eftir leikinn og héldu þeir svo áfram að rífast við starfsmenn ritaraborðsins löngu eftir að leiknum lauk. Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á leiknum, stóð í ströngu og ræddi þetta vel og lengi við FH-ingana. Leikurinn sjálflur var kaflaskiptur. FH byrjaði betur en bæði lið voru þó að spila illa í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörn. Markvarsla var lengi vel lítil sem engin í leiknum en átti eftir að stórbatna eftir því sem leið á leiktímann. Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en Valsmenn komu mun sterkari til leiks í þeim síðari. Sóknarleikurinn var góður og 5-1 vörnin með Sturla Ásgeirsson fremstan virkaði vel. En FH-ingar bættu í á lokakaflanum og við það datt botninn úr sóknarleik Vals. Þeir náðu þó að halda FH-ingum frá sér með áðurnefndum afleiðingum en það hefði varla geta staðið tæpar. FH og Haukar, sem töpuðu óvænt fyrir Gróttu í kvöld, eru enn efst í deildinni með 23 stig hvort en dregið hefur saman með efstu sex liðum deildarinnar. Valur er í sjötta sætinu með átján stig, einu stigi á eftir Fram. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð í afar mikilvægum leik fyrir bæði lið. Kristján: Við erum afar ósáttirMynd/Vilhelm„Eins og flestir í húsinu sáu var búið að flauta leikinn af áður en þeir skora þetta mark," sagði Kristján. „Auðvitað erum við hundsvekktir með það. Þar að auki var brotið illa á Ólafi áður en þeir fara í sókn. Þetta voru hrikaleg mistök hjá dómurunum og erum við afar ósáttir við það." Hann var afar ósáttur við frammistöðu dómaranna, þeirra Helga Rafns Helgasonar og Danans Troels Kure. „Já, það hallaði á okkur. Það var eins og Daninn hefði séð danska landsliðið inn á vellinum," sagði Kristján og vísaði þar til rauða búnings Valsmanna. „En þetta var jafn leikur og jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða. Vörnin var svo léleg hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Dómgæslan er bara einn þáttur af leiknum og við fengum tækifæri til að klára leikinn. En við lentum undir og náðum að koma okkur aftur inn í leikinn. Það var gott." Óskar Bjarni: Viðurkenni að þetta var vafasamtMynd/Vilhelm„Ég þori ekki að segja til um þetta. En þetta var mjög vafasamt - ég skal viðurkenna það. Ég veit ekki hvað ég hefði dæmt. Ég verð að sjá þetta á myndbandi aftur," sagði Óskar Bjarni eftir sigur sinna manna. „Þetta féll með okkur og við vorum heppnir undir lokin. Ég segi það hér og nú." „En við unnum og ég fagna tveimur stigum. Ég fagna því í þessari baráttu. Allir leikir hjá okkur eru úrslitaleikir og næst eigum við leik gegn Fram þar sem það verður allt undir enn á ný." Sveinn Aron: Þetta var löglegt markMynd/Stefán„Þetta var klárlega löglegt mark. Lokaflautið kom þegar boltinn var í netinu. Hann var farinn úr höndunum áður en það kom," staðhæfði markaskorarinn Sveinn Aron Sveinsson en hann tryggði Val sigurinn í kvöld. Sveinn Aron og fleiri ungir leikmenn í liði Vals komu sterkir inn í leikinn í kvöld og rifu sína menn upp þegar mest þurfti á að halda. „Þegar menn eru ekki að finna sig þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum okkar í kvöld. Ég er ánægður með þetta enda klassasigur hjá okkur, sérstaklega eftir erfiða byrjun. Við náðum að koma til baka og klára þetta."
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira