Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2012 09:45 Nordic Photos / Getty Images Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Lars Lagerbäck. Íslensku strákarnir vöknuðu upp við vondan draum eftir aðeins 94 sekúndur. Boltinn lá í netinu eftir skalla Ryoichi Maeda á nærstöng. Vinstri bakvörður Japana hafði farið illa með Guðmund Kristjánsson sem lék í stöðu hægri bakvarðar. Sending hans fyrir markið rataði beint á kollinn á Maeda sem skallaði í netið. Skelfilegur varnarleikur hjá íslensku leikmönnunum sem voru fjölmennir á teignum án þess að taka ábyrgð á japönsku sóknarmönnunum. Íslensku strákunum tókst ekki að ógna marki Japana að ráði í fyrri hálfleik. Þeir náðu ekki að byggja upp merkilegar sóknir en náðu þó að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum án þess að takast að gera sér mat úr því. Þeir voru heppnir á 33. mínútu þegar Hannes Þór varði vel af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1-0 og íslensku strákarnir ennþá vel inni í leiknum þó jöfnunarmarkið lægi ekki í loftinu. Eftir ágæta byrjun á síðari hálfleik gerðu íslensku strákarnir sig seka um slæm mistök. Japanir unnu boltann af Steinþóri Frey á miðsvæðinu og sendu frábæra sendingu inn á Jungo Fujimoto sem var galopinn hægra megin í teignum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson langt út úr stöðu og slæm holning á varnarlínunni. Fujimoto kláraði færið snyrtilega, lagði knöttinn yfir Gunnleif í markinu. 2-0 fyrir heimamenn og útlitið svart. Mínútu síðar fengu Japanir dauðafæri en sóknarmanni þeirra brást bogalistin, skaut framhjá. Frammistaða Íslands í hálfleiknum var betri en í þeim fyrri en færin þó af skornum skammti. Þeir fengu fjölda hornspyrna og innkasta sem sköpuðu hálffæri en ekkert til að tala um. Á 79. mínútu bættu Japanir við þriðja markinu. Boltinn barst á Tomoaki Makino eftir aukaspyrnu. Makino lá á jörðinni rétt utan markteigs og sendi boltann í netið. Sárt fyrir íslensku strákana sem höfðu staðið sig ágætlega í hálfleiknum og heldur betur tekið til í tölfræðinni hvað markskot og hornspyrnur varðaði. Þeir náðu svo að rétta úr kútnum í viðbótartíma. Brotið var á varamanninum Garði Jóhannssyni innan teigs. Arnór Smárason steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Sárabót en 3-1 tap staðreynd. Íslensku strákarnir sýndu góða baráttu og ágætis takta inni á milli í Osaka í dag. Það var þó oftar en ekki einnig uppi á teningnum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en eins og svo oft áður tapaðist leikurinn. Erfitt var að greina handbragð Lagerbäck á liðinu en hann verður þó ekki dæmdur af þessum leik. Hafa verður í huga að þótt bæði lið hafi teflt fram B-liði þá spila flestir landsliðsmanna Japana í heimalandinu. Hallgrímur Jónasson var eini byrjunarliðsmaður Íslands í dag sem spilaði síðasta landsleik í 5-3 tapi gegn Portúgal í haust. Ákvörðun landsliðsþjálfaranna að stilla Guðmundi Kristjánssyni upp í stöðu hægri bakvarðar verður að teljast skrýtin. Guðmundur er einfaldlega ekki bakvörður sem kom berlega í ljós eftir 94 sekúndna leik. Skúli Jón kom inn í hálfleik og stóð sig betur enda mun vanari stöðunni.Tölfræði úr leiknum Skot (á mark) 11 (6)- 12 (5) Horn 8-7 Rangstaða 1-1 Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn Lars Lagerbäck. Íslensku strákarnir vöknuðu upp við vondan draum eftir aðeins 94 sekúndur. Boltinn lá í netinu eftir skalla Ryoichi Maeda á nærstöng. Vinstri bakvörður Japana hafði farið illa með Guðmund Kristjánsson sem lék í stöðu hægri bakvarðar. Sending hans fyrir markið rataði beint á kollinn á Maeda sem skallaði í netið. Skelfilegur varnarleikur hjá íslensku leikmönnunum sem voru fjölmennir á teignum án þess að taka ábyrgð á japönsku sóknarmönnunum. Íslensku strákunum tókst ekki að ógna marki Japana að ráði í fyrri hálfleik. Þeir náðu ekki að byggja upp merkilegar sóknir en náðu þó að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum án þess að takast að gera sér mat úr því. Þeir voru heppnir á 33. mínútu þegar Hannes Þór varði vel af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1-0 og íslensku strákarnir ennþá vel inni í leiknum þó jöfnunarmarkið lægi ekki í loftinu. Eftir ágæta byrjun á síðari hálfleik gerðu íslensku strákarnir sig seka um slæm mistök. Japanir unnu boltann af Steinþóri Frey á miðsvæðinu og sendu frábæra sendingu inn á Jungo Fujimoto sem var galopinn hægra megin í teignum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson langt út úr stöðu og slæm holning á varnarlínunni. Fujimoto kláraði færið snyrtilega, lagði knöttinn yfir Gunnleif í markinu. 2-0 fyrir heimamenn og útlitið svart. Mínútu síðar fengu Japanir dauðafæri en sóknarmanni þeirra brást bogalistin, skaut framhjá. Frammistaða Íslands í hálfleiknum var betri en í þeim fyrri en færin þó af skornum skammti. Þeir fengu fjölda hornspyrna og innkasta sem sköpuðu hálffæri en ekkert til að tala um. Á 79. mínútu bættu Japanir við þriðja markinu. Boltinn barst á Tomoaki Makino eftir aukaspyrnu. Makino lá á jörðinni rétt utan markteigs og sendi boltann í netið. Sárt fyrir íslensku strákana sem höfðu staðið sig ágætlega í hálfleiknum og heldur betur tekið til í tölfræðinni hvað markskot og hornspyrnur varðaði. Þeir náðu svo að rétta úr kútnum í viðbótartíma. Brotið var á varamanninum Garði Jóhannssyni innan teigs. Arnór Smárason steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Sárabót en 3-1 tap staðreynd. Íslensku strákarnir sýndu góða baráttu og ágætis takta inni á milli í Osaka í dag. Það var þó oftar en ekki einnig uppi á teningnum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en eins og svo oft áður tapaðist leikurinn. Erfitt var að greina handbragð Lagerbäck á liðinu en hann verður þó ekki dæmdur af þessum leik. Hafa verður í huga að þótt bæði lið hafi teflt fram B-liði þá spila flestir landsliðsmanna Japana í heimalandinu. Hallgrímur Jónasson var eini byrjunarliðsmaður Íslands í dag sem spilaði síðasta landsleik í 5-3 tapi gegn Portúgal í haust. Ákvörðun landsliðsþjálfaranna að stilla Guðmundi Kristjánssyni upp í stöðu hægri bakvarðar verður að teljast skrýtin. Guðmundur er einfaldlega ekki bakvörður sem kom berlega í ljós eftir 94 sekúndna leik. Skúli Jón kom inn í hálfleik og stóð sig betur enda mun vanari stöðunni.Tölfræði úr leiknum Skot (á mark) 11 (6)- 12 (5) Horn 8-7 Rangstaða 1-1 Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn