Delonte West svaf í búningsklefa Dallas | staurblankur og ráðvilltur 29. febrúar 2012 23:30 Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. AP Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma. Hinn 28 ára gamli West hefur þénað ágætlega á ferli sínum í NBA. Alls hefur hann fengið um 14 milljónir dollara í laun frá árinu 2004 eða sem nemur um 1,7 milljörðum kr. Á þessu tímabil fær hann um 110 milljónir kr. í laun frá Dallas. West glímir við geðhvarfasýki, sem er geðsjúkdómur sem einkennist af geðsveiflum. Hann hefur lent í ýmsum atvikum sem hafa dregið dilk á eftir sér. Þar má nefna að hann var handtekinn árið 2009 með fjölmargar byssur í fórum sínum og rétt slapp hann við fangelsisvist í kjölfarið. West hefur tapað nánast öllu sem hann átti með ýmsum skrautlegum gjörningum og s.l. haust vann hann fyrir sér í húsgagnaverslun í Maryland. Dallas samdi við West um miðjan desember á síðasta ári en hann hefur leikið með eftirtöldum liðum í deildinni: Boston Celtics (2004–2007), Seattle SuperSonics (2007–2008), Cleveland Cavaliers (2008–2010), Boston Celtics (2010–2011), Dallas Mavericks (2011). Þegar West mætti til vinnu sinnar í Dallas ætlaði félagið að útvega honum hótelherbergi og greiða fyrir það. Launaþaksreglur NBA deildarinnar komu í veg fyrir að félagið gæti gert slíkt áður en tímabilið hófst. West fann enga aðra lausn en að gista í búningsklefa félagsins á milli æfinga og það kom einnig fyrir að hann svaf í bílnum í bílageymslu sem leikmenn nota á heimavelli Dallas. Þegar Mark Cuban eigandi Dallas komst að því hvað var í gangi hjá West greip hann í taumana. Cuban útvegaði West íbúð og frá þeim tíma hefur West náð að bæta leik sinn og skilað betra framlagi til Dallas sem hefur titil að verja á þessu tímabili í NBA. NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma. Hinn 28 ára gamli West hefur þénað ágætlega á ferli sínum í NBA. Alls hefur hann fengið um 14 milljónir dollara í laun frá árinu 2004 eða sem nemur um 1,7 milljörðum kr. Á þessu tímabil fær hann um 110 milljónir kr. í laun frá Dallas. West glímir við geðhvarfasýki, sem er geðsjúkdómur sem einkennist af geðsveiflum. Hann hefur lent í ýmsum atvikum sem hafa dregið dilk á eftir sér. Þar má nefna að hann var handtekinn árið 2009 með fjölmargar byssur í fórum sínum og rétt slapp hann við fangelsisvist í kjölfarið. West hefur tapað nánast öllu sem hann átti með ýmsum skrautlegum gjörningum og s.l. haust vann hann fyrir sér í húsgagnaverslun í Maryland. Dallas samdi við West um miðjan desember á síðasta ári en hann hefur leikið með eftirtöldum liðum í deildinni: Boston Celtics (2004–2007), Seattle SuperSonics (2007–2008), Cleveland Cavaliers (2008–2010), Boston Celtics (2010–2011), Dallas Mavericks (2011). Þegar West mætti til vinnu sinnar í Dallas ætlaði félagið að útvega honum hótelherbergi og greiða fyrir það. Launaþaksreglur NBA deildarinnar komu í veg fyrir að félagið gæti gert slíkt áður en tímabilið hófst. West fann enga aðra lausn en að gista í búningsklefa félagsins á milli æfinga og það kom einnig fyrir að hann svaf í bílnum í bílageymslu sem leikmenn nota á heimavelli Dallas. Þegar Mark Cuban eigandi Dallas komst að því hvað var í gangi hjá West greip hann í taumana. Cuban útvegaði West íbúð og frá þeim tíma hefur West náð að bæta leik sinn og skilað betra framlagi til Dallas sem hefur titil að verja á þessu tímabili í NBA.
NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira