Delonte West svaf í búningsklefa Dallas | staurblankur og ráðvilltur 29. febrúar 2012 23:30 Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. AP Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma. Hinn 28 ára gamli West hefur þénað ágætlega á ferli sínum í NBA. Alls hefur hann fengið um 14 milljónir dollara í laun frá árinu 2004 eða sem nemur um 1,7 milljörðum kr. Á þessu tímabil fær hann um 110 milljónir kr. í laun frá Dallas. West glímir við geðhvarfasýki, sem er geðsjúkdómur sem einkennist af geðsveiflum. Hann hefur lent í ýmsum atvikum sem hafa dregið dilk á eftir sér. Þar má nefna að hann var handtekinn árið 2009 með fjölmargar byssur í fórum sínum og rétt slapp hann við fangelsisvist í kjölfarið. West hefur tapað nánast öllu sem hann átti með ýmsum skrautlegum gjörningum og s.l. haust vann hann fyrir sér í húsgagnaverslun í Maryland. Dallas samdi við West um miðjan desember á síðasta ári en hann hefur leikið með eftirtöldum liðum í deildinni: Boston Celtics (2004–2007), Seattle SuperSonics (2007–2008), Cleveland Cavaliers (2008–2010), Boston Celtics (2010–2011), Dallas Mavericks (2011). Þegar West mætti til vinnu sinnar í Dallas ætlaði félagið að útvega honum hótelherbergi og greiða fyrir það. Launaþaksreglur NBA deildarinnar komu í veg fyrir að félagið gæti gert slíkt áður en tímabilið hófst. West fann enga aðra lausn en að gista í búningsklefa félagsins á milli æfinga og það kom einnig fyrir að hann svaf í bílnum í bílageymslu sem leikmenn nota á heimavelli Dallas. Þegar Mark Cuban eigandi Dallas komst að því hvað var í gangi hjá West greip hann í taumana. Cuban útvegaði West íbúð og frá þeim tíma hefur West náð að bæta leik sinn og skilað betra framlagi til Dallas sem hefur titil að verja á þessu tímabili í NBA. NBA Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma. Hinn 28 ára gamli West hefur þénað ágætlega á ferli sínum í NBA. Alls hefur hann fengið um 14 milljónir dollara í laun frá árinu 2004 eða sem nemur um 1,7 milljörðum kr. Á þessu tímabil fær hann um 110 milljónir kr. í laun frá Dallas. West glímir við geðhvarfasýki, sem er geðsjúkdómur sem einkennist af geðsveiflum. Hann hefur lent í ýmsum atvikum sem hafa dregið dilk á eftir sér. Þar má nefna að hann var handtekinn árið 2009 með fjölmargar byssur í fórum sínum og rétt slapp hann við fangelsisvist í kjölfarið. West hefur tapað nánast öllu sem hann átti með ýmsum skrautlegum gjörningum og s.l. haust vann hann fyrir sér í húsgagnaverslun í Maryland. Dallas samdi við West um miðjan desember á síðasta ári en hann hefur leikið með eftirtöldum liðum í deildinni: Boston Celtics (2004–2007), Seattle SuperSonics (2007–2008), Cleveland Cavaliers (2008–2010), Boston Celtics (2010–2011), Dallas Mavericks (2011). Þegar West mætti til vinnu sinnar í Dallas ætlaði félagið að útvega honum hótelherbergi og greiða fyrir það. Launaþaksreglur NBA deildarinnar komu í veg fyrir að félagið gæti gert slíkt áður en tímabilið hófst. West fann enga aðra lausn en að gista í búningsklefa félagsins á milli æfinga og það kom einnig fyrir að hann svaf í bílnum í bílageymslu sem leikmenn nota á heimavelli Dallas. Þegar Mark Cuban eigandi Dallas komst að því hvað var í gangi hjá West greip hann í taumana. Cuban útvegaði West íbúð og frá þeim tíma hefur West náð að bæta leik sinn og skilað betra framlagi til Dallas sem hefur titil að verja á þessu tímabili í NBA.
NBA Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum