Mickelson valtaði yfir Tiger | Tiger dregur fram það besta í mér 13. febrúar 2012 11:45 Hlutskipti þessara kappa var ólíkt í gær. vísir/getty Phil Mickelson var sex höggum á eftir Charlie Wi og fimm höggum á eftir Tiger Woods fyrir lokadaginn á Pebble Beach í gær. Mickelson átti stórkostlegan lokadag á meðan spilamennska Tiger hrundi en Mickelson spilaði lokadaginn á 11 færri höggum en Tiger og vann frábæran sigur. "Ég fæ alltaf mikinn innblástur er ég spila með Tiger. Það er frábært að spila með honum og hann dregur fram það besta í mér. Vonandi mun hans spilamennska halda áfram að batna og að við spilum saman fleiri lokahringi," sagði Mickelson sem hefur haft betur gegn Tiger í síðustu fimm skipti sem þeir hafa spilað saman lokahring. Mickelson spilaði á 64 höggum en Tiger varð að sætta sig við 75 högg en nákvæmlega ekkert gekk upp hjá honum. "Ég var ekki að slá eins illa og skorið segir en púttin mín voru skelfileg. Mér leið illa á flötunum. Það gekk ekkert upp og ég gerði haug af mistökum á flötunum." Mickelson endaði mótið á 17 höggum undir pari en Wi varð annar á 14 höggum undir pari. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Phil Mickelson var sex höggum á eftir Charlie Wi og fimm höggum á eftir Tiger Woods fyrir lokadaginn á Pebble Beach í gær. Mickelson átti stórkostlegan lokadag á meðan spilamennska Tiger hrundi en Mickelson spilaði lokadaginn á 11 færri höggum en Tiger og vann frábæran sigur. "Ég fæ alltaf mikinn innblástur er ég spila með Tiger. Það er frábært að spila með honum og hann dregur fram það besta í mér. Vonandi mun hans spilamennska halda áfram að batna og að við spilum saman fleiri lokahringi," sagði Mickelson sem hefur haft betur gegn Tiger í síðustu fimm skipti sem þeir hafa spilað saman lokahring. Mickelson spilaði á 64 höggum en Tiger varð að sætta sig við 75 högg en nákvæmlega ekkert gekk upp hjá honum. "Ég var ekki að slá eins illa og skorið segir en púttin mín voru skelfileg. Mér leið illa á flötunum. Það gekk ekkert upp og ég gerði haug af mistökum á flötunum." Mickelson endaði mótið á 17 höggum undir pari en Wi varð annar á 14 höggum undir pari.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira