Grindavík vann ÍR á flautukörfu | Bullock með 51 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2012 21:02 J'Nathan Bullock í leik með Grindavík. Mynd/Vilhelm Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þar bar hæst að Grindavík lenti í tómu basli með fámennt lið ÍR-inga í Seljaskóla. Snæfell hafði betur gegn Þór í framlengdum leik. Svo fór að Giordan Watson tryggði Grindvíkingum sigur með því að setja niður tveggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. Lokatölur voru 90-89. J'Nathan Bullock átti ótrúlegan leik og skoraði 51 stig í leiknum og tók þar að auki fjórtán fráköst. ÍR mætti til leiks með aðeins níu leikmenn á skýrslu en skoraði engu að síður 37 stig í fyrsta leikhluta og náði góðri forystu. Nemanja Sovic skoraði átján stig fyrir ÍR í fyrri hálfleik og alls 24 í leiknum. Heimamenn náðu að halda jafnvægi í leiknum lengi vel eftir þetta þar til að Grindvíkingar settu í lás í fjórða leikhluta. Þá náðu þeir að jafna metin og voru lokamínúturnar æsispennandi.Framlengt í Stykkishólmi Þór frá Þorlákshöfn var nálægt því að vinna Snæfell í Stykkishólmi í kvöld en varð á endanum að sætta sig við tap í framlengdri viðureign, 93-86. Framlengja þurfti leikinn eftir spennandi lokamínútur en heimamaðurinn Marquis Sheldon Hall náði að jafna metin með flautukörfu í lok venjulegs leiktíma. Snæfellingar unnu svo framlenginguna nokkuð öruggt.Öruggt hjá KR og Keflavík Þá vann KR sigur á Njarðvík suður með sjó, 98-88, en bæði KR og Þór eru í 4.-5. sæti deildarinnar með átján stig hvort. Keflavík vann öruggan sigur á botnliði Vals, 98-76, en síðarnefnda liðið er enn án sigurs á tímabilinu. Keflavík og Stjarnan eru í 2.-3. sæti deildarinnar með 20 stig en Stjörnumenn unnu Hauka í kvöld, 81-74. Fjölnir vann svo góðan heimasigur á Tindastóli, 106-87, eins og lesa má um hér.Úrslit kvöldsins:Fjölnir-Tindastóll 106-87 (36-21, 19-16, 21-27, 30-23)Fjölnir: Nathan Walkup 35/12 fráköst, Calvin O'Neal 24/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 21/10 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 15, Gunnar Ólafsson 7, Trausti Eiríksson 4/4 fráköst.Tindastóll: Þröstur Leó Jóhannsson 23, Maurice Miller 14/9 fráköst/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 14, Igor Tratnik 10/7 fráköst, Curtis Allen 10, Friðrik Hreinsson 9, Hreinn Gunnar Birgisson 4, Helgi Freyr Margeirsson 2, Helgi Rafn Viggósson 1.Keflavík-Valur 98-76 (30-23, 29-21, 22-14, 17-18)Keflavík: Kristoffer Douse 19/4 fráköst, Jarryd Cole 13/9 fráköst, Charles Michael Parker 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 12/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 10, Valur Orri Valsson 8/6 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Halldór Örn Halldórsson 6/6 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 4/10 fráköst, Andri Daníelsson 4, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 3.Valur: Ragnar Gylfason 16/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 12, Hamid Dicko 12, Birgir Björn Pétursson 11/18 fráköst, Alexander Dungal 7, Benedikt Blöndal 6, Bergur Ástráðsson 3, Ágúst Hilmar Dearborn 3, Kristinn Ólafsson 3/4 fráköst, Hlynur Logi Víkingsson 2, Snorri Þorvaldsson 1.Stjarnan-Haukar 81-74 (18-21, 23-21, 14-19, 26-13)Stjarnan: Renato Lindmets 25/12 fráköst, Justin Shouse 21/4 fráköst/9 stoðsendingar, Keith Cothran 17, Fannar Freyr Helgason 7/10 fráköst, Marvin Valdimarsson 5/5 fráköst/4 varin skot, Guðjón Lárusson 4, Sigurjón Örn Lárusson 2, Jovan Zdravevski 0/7 fráköst.Haukar: Hayward Fain 19/5 fráköst, Örn Sigurðarson 18, Christopher Smith 11/12 fráköst/4 varin skot, Haukur Óskarsson 9, Emil Barja 4/5 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Alik Joseph-Pauline 4/6 fráköst, Steinar Aronsson 3, Davíð Páll Hermannsson 2/4 fráköst.Njarðvík-KR 88-98 (26-25, 18-25, 29-24, 15-24)Njarðvík: Travis Holmes 27/5 fráköst/8 stolnir/3 varin skot, Cameron Echols 23/10 fráköst, Páll Kristinsson 15/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 10, Oddur Birnir Pétursson 6, Styrmir Gauti Fjeldsted 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.KR: Dejan Sencanski 21/6 fráköst, Robert Lavon Ferguson 17/6 fráköst/3 varin skot, Joshua Brown 17/5 fráköst/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnusson 10/8 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Martin Hermannsson 8/5 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 6/4 fráköst, Hreggviður Magnússon 5, Björn Kristjánsson 3, Jón Orri Kristjánsson 2.Snæfell-Þór Þorlákshöfn 93-86 (15-20, 24-17, 19-15, 18-24, 17-10)Snæfell: Marquis Sheldon Hall 24/5 stolnir, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/9 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/9 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 12, Ólafur Torfason 10/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 10/15 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 9.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 27/9 fráköst, Matthew James Hairston 20/21 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Jónsson 16/7 fráköst, Blagoj Janev 13, Darri Hilmarsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 2/6 stoðsendingar.ÍR-Grindavík 89-90 (37-25, 17-16, 22-23, 13-26)ÍR: Nemanja Sovic 24/6 fráköst, Robert Jarvis 18, Eiríkur Önundarson 13/5 stoðsendingar, Níels Dungal 12/4 fráköst, Ellert Arnarson 11/5 fráköst, Kristinn Jónasson 7/4 fráköst, Húni Húnfjörð 2, Þorvaldur Hauksson 2/4 fráköst.Grindavík: J'Nathan Bullock 51/14 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 20/5 fráköst, Giordan Watson 9, Ómar Örn Sævarsson 3/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 3, Jóhann Þór Ólafsson 2/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Sjá meira
Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þar bar hæst að Grindavík lenti í tómu basli með fámennt lið ÍR-inga í Seljaskóla. Snæfell hafði betur gegn Þór í framlengdum leik. Svo fór að Giordan Watson tryggði Grindvíkingum sigur með því að setja niður tveggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. Lokatölur voru 90-89. J'Nathan Bullock átti ótrúlegan leik og skoraði 51 stig í leiknum og tók þar að auki fjórtán fráköst. ÍR mætti til leiks með aðeins níu leikmenn á skýrslu en skoraði engu að síður 37 stig í fyrsta leikhluta og náði góðri forystu. Nemanja Sovic skoraði átján stig fyrir ÍR í fyrri hálfleik og alls 24 í leiknum. Heimamenn náðu að halda jafnvægi í leiknum lengi vel eftir þetta þar til að Grindvíkingar settu í lás í fjórða leikhluta. Þá náðu þeir að jafna metin og voru lokamínúturnar æsispennandi.Framlengt í Stykkishólmi Þór frá Þorlákshöfn var nálægt því að vinna Snæfell í Stykkishólmi í kvöld en varð á endanum að sætta sig við tap í framlengdri viðureign, 93-86. Framlengja þurfti leikinn eftir spennandi lokamínútur en heimamaðurinn Marquis Sheldon Hall náði að jafna metin með flautukörfu í lok venjulegs leiktíma. Snæfellingar unnu svo framlenginguna nokkuð öruggt.Öruggt hjá KR og Keflavík Þá vann KR sigur á Njarðvík suður með sjó, 98-88, en bæði KR og Þór eru í 4.-5. sæti deildarinnar með átján stig hvort. Keflavík vann öruggan sigur á botnliði Vals, 98-76, en síðarnefnda liðið er enn án sigurs á tímabilinu. Keflavík og Stjarnan eru í 2.-3. sæti deildarinnar með 20 stig en Stjörnumenn unnu Hauka í kvöld, 81-74. Fjölnir vann svo góðan heimasigur á Tindastóli, 106-87, eins og lesa má um hér.Úrslit kvöldsins:Fjölnir-Tindastóll 106-87 (36-21, 19-16, 21-27, 30-23)Fjölnir: Nathan Walkup 35/12 fráköst, Calvin O'Neal 24/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 21/10 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 15, Gunnar Ólafsson 7, Trausti Eiríksson 4/4 fráköst.Tindastóll: Þröstur Leó Jóhannsson 23, Maurice Miller 14/9 fráköst/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 14, Igor Tratnik 10/7 fráköst, Curtis Allen 10, Friðrik Hreinsson 9, Hreinn Gunnar Birgisson 4, Helgi Freyr Margeirsson 2, Helgi Rafn Viggósson 1.Keflavík-Valur 98-76 (30-23, 29-21, 22-14, 17-18)Keflavík: Kristoffer Douse 19/4 fráköst, Jarryd Cole 13/9 fráköst, Charles Michael Parker 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 12/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 10, Valur Orri Valsson 8/6 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Halldór Örn Halldórsson 6/6 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 4/10 fráköst, Andri Daníelsson 4, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 3.Valur: Ragnar Gylfason 16/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 12, Hamid Dicko 12, Birgir Björn Pétursson 11/18 fráköst, Alexander Dungal 7, Benedikt Blöndal 6, Bergur Ástráðsson 3, Ágúst Hilmar Dearborn 3, Kristinn Ólafsson 3/4 fráköst, Hlynur Logi Víkingsson 2, Snorri Þorvaldsson 1.Stjarnan-Haukar 81-74 (18-21, 23-21, 14-19, 26-13)Stjarnan: Renato Lindmets 25/12 fráköst, Justin Shouse 21/4 fráköst/9 stoðsendingar, Keith Cothran 17, Fannar Freyr Helgason 7/10 fráköst, Marvin Valdimarsson 5/5 fráköst/4 varin skot, Guðjón Lárusson 4, Sigurjón Örn Lárusson 2, Jovan Zdravevski 0/7 fráköst.Haukar: Hayward Fain 19/5 fráköst, Örn Sigurðarson 18, Christopher Smith 11/12 fráköst/4 varin skot, Haukur Óskarsson 9, Emil Barja 4/5 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Alik Joseph-Pauline 4/6 fráköst, Steinar Aronsson 3, Davíð Páll Hermannsson 2/4 fráköst.Njarðvík-KR 88-98 (26-25, 18-25, 29-24, 15-24)Njarðvík: Travis Holmes 27/5 fráköst/8 stolnir/3 varin skot, Cameron Echols 23/10 fráköst, Páll Kristinsson 15/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 10, Oddur Birnir Pétursson 6, Styrmir Gauti Fjeldsted 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.KR: Dejan Sencanski 21/6 fráköst, Robert Lavon Ferguson 17/6 fráköst/3 varin skot, Joshua Brown 17/5 fráköst/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnusson 10/8 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Martin Hermannsson 8/5 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 6/4 fráköst, Hreggviður Magnússon 5, Björn Kristjánsson 3, Jón Orri Kristjánsson 2.Snæfell-Þór Þorlákshöfn 93-86 (15-20, 24-17, 19-15, 18-24, 17-10)Snæfell: Marquis Sheldon Hall 24/5 stolnir, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/9 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13/9 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 12, Ólafur Torfason 10/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 10/15 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 9.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 27/9 fráköst, Matthew James Hairston 20/21 fráköst/4 varin skot, Guðmundur Jónsson 16/7 fráköst, Blagoj Janev 13, Darri Hilmarsson 8, Baldur Þór Ragnarsson 2/6 stoðsendingar.ÍR-Grindavík 89-90 (37-25, 17-16, 22-23, 13-26)ÍR: Nemanja Sovic 24/6 fráköst, Robert Jarvis 18, Eiríkur Önundarson 13/5 stoðsendingar, Níels Dungal 12/4 fráköst, Ellert Arnarson 11/5 fráköst, Kristinn Jónasson 7/4 fráköst, Húni Húnfjörð 2, Þorvaldur Hauksson 2/4 fráköst.Grindavík: J'Nathan Bullock 51/14 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 20/5 fráköst, Giordan Watson 9, Ómar Örn Sævarsson 3/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 3, Jóhann Þór Ólafsson 2/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Sjá meira