Sport

Caroline Wozniacki rak þjálfarann: Hann gat ekki kennt mér neitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caroline Wozniacki.
Caroline Wozniacki. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki rak þjálfara sinn Ricardo Sanchez eftir ófarir sínar á opna ástralska mótinu þar sem hún datt út úr átta manna úrslitunum og missti efsta sætið á heimslitanum. Caroline hefur sagt frá ástæðunum fyirr því að spænski þjálfarinn var látinn taka pokann sinn.

„Við ætluðum að sjá til hvernig tímabilið færi af stað og hvort að hann gæti kennt mér eitthvað nýtt. Hann gat ekki kennt mér neitt og við ákváðum að hætta samstarfinu. Við erum samt enn vinir og ég get leitað til hans hvenær sem er," sagði Caroline Wozniacki.

„Það hefði ekki skipt neinu máli hvort ég hefði unnið opna átstralska mótið eða ekki. Þetta var persónuleg ákvörðun. Ég er orðinn það reynd að ég geri mér fulla grein fyrir því hvað ég þarf að æfa og bæta í mínum leik," sagði Wozniacki en Ricardo Sanchez entist aðeins í tvo mánuði sem þjálfarinn hennar.

Victoria Azarenka frá Hvíta-Rússlandi vann opna ástralska mótið og tók fyrsta sætið á heimslistanum af Wozniacki. Wozniacki datt reyndar alla leið niður í 4. sætið á heimslistanum eftir að hafa verið nær samfellt á toppnum síðan í október 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×