RISE fluguveiði kvikmyndahátíð Karl Lúðvíksson skrifar 7. febrúar 2012 09:31 Það er oft magnað að sjá þegar laxfiskar taka flugu af áfergju Mynd úr safni RISE fluguveiði kvikmyndahátíð var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í febrúar 2011. Hátíðinni var ótrúlega vel tekið og uppselt var á sýninguna og það í fyrsta sinn sem hún var haldin. Í kjölfar þessara vinsælda verður hátíðin haldin í annað sinn þann 10. mars 2012 í Bíó Paradís Hverfisgötu 54. Sýningin hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:00. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en eftirtaldar myndir, eða brot úr þeim verða sýndar:Breathe. Stuttmynd eftir R.C. Cone.Hatch. Nýjasta mynd Nick Reygaert hjá Gin-Clear Media sem framleiddi m.a. The Source seríuna.A backyard in nowhere. Nokkrir helsjúkir fluguveiðimenn ferðast til óbyggða Alaska í leit að Geddum sem þeir ætla að veiða á flugu. Útkoman er stórkostleg.Sipping dry. Hér er mynd um þurrfluguveiðar og sýnir einhver alflottustu þurrflugutökur sem sést hafa á stóra tjaldinu. Miðasala fer fram í Veiðivon, Mörkinni 6 og hefst kl. 11:00 þann 10. Febrúar n.k. en hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á netfangið rise@icelandangling.com og sækja miðana svo í Veiðivon. Pantanir verða að vera sóttar fyrir 9. mars n.k. að öðrum kosti verða þær seldar. Styrktaraðilar hátíðarinnar í ár eru: Veiðiþjónustan Strengir, Veiðikortið, Veiðivon, Bókamarkaður í Perlunni, Akureyri og Egilsstöðu, Hafið – Fiskiprinsinn og IG Veiðivörur. Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu hátíðarinnar rise.icelandangling.com og á facebook síðu hátíðarinnar facebook.com/risekvikmyndahatid. Tengiliður er Stjáni Ben – rise@icelandangling.com s: 867 5200 Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ferjukotseyrar: Ódýr laxveiði og gott laxveiði- og sögusafn Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði
RISE fluguveiði kvikmyndahátíð var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í febrúar 2011. Hátíðinni var ótrúlega vel tekið og uppselt var á sýninguna og það í fyrsta sinn sem hún var haldin. Í kjölfar þessara vinsælda verður hátíðin haldin í annað sinn þann 10. mars 2012 í Bíó Paradís Hverfisgötu 54. Sýningin hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:00. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en eftirtaldar myndir, eða brot úr þeim verða sýndar:Breathe. Stuttmynd eftir R.C. Cone.Hatch. Nýjasta mynd Nick Reygaert hjá Gin-Clear Media sem framleiddi m.a. The Source seríuna.A backyard in nowhere. Nokkrir helsjúkir fluguveiðimenn ferðast til óbyggða Alaska í leit að Geddum sem þeir ætla að veiða á flugu. Útkoman er stórkostleg.Sipping dry. Hér er mynd um þurrfluguveiðar og sýnir einhver alflottustu þurrflugutökur sem sést hafa á stóra tjaldinu. Miðasala fer fram í Veiðivon, Mörkinni 6 og hefst kl. 11:00 þann 10. Febrúar n.k. en hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á netfangið rise@icelandangling.com og sækja miðana svo í Veiðivon. Pantanir verða að vera sóttar fyrir 9. mars n.k. að öðrum kosti verða þær seldar. Styrktaraðilar hátíðarinnar í ár eru: Veiðiþjónustan Strengir, Veiðikortið, Veiðivon, Bókamarkaður í Perlunni, Akureyri og Egilsstöðu, Hafið – Fiskiprinsinn og IG Veiðivörur. Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu hátíðarinnar rise.icelandangling.com og á facebook síðu hátíðarinnar facebook.com/risekvikmyndahatid. Tengiliður er Stjáni Ben – rise@icelandangling.com s: 867 5200
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Ferjukotseyrar: Ódýr laxveiði og gott laxveiði- og sögusafn Veiði Laxinn er mættur í Blöndu og það styttist í opnun Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði