RISE fluguveiði kvikmyndahátíð Karl Lúðvíksson skrifar 7. febrúar 2012 09:31 Það er oft magnað að sjá þegar laxfiskar taka flugu af áfergju Mynd úr safni RISE fluguveiði kvikmyndahátíð var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í febrúar 2011. Hátíðinni var ótrúlega vel tekið og uppselt var á sýninguna og það í fyrsta sinn sem hún var haldin. Í kjölfar þessara vinsælda verður hátíðin haldin í annað sinn þann 10. mars 2012 í Bíó Paradís Hverfisgötu 54. Sýningin hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:00. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en eftirtaldar myndir, eða brot úr þeim verða sýndar:Breathe. Stuttmynd eftir R.C. Cone.Hatch. Nýjasta mynd Nick Reygaert hjá Gin-Clear Media sem framleiddi m.a. The Source seríuna.A backyard in nowhere. Nokkrir helsjúkir fluguveiðimenn ferðast til óbyggða Alaska í leit að Geddum sem þeir ætla að veiða á flugu. Útkoman er stórkostleg.Sipping dry. Hér er mynd um þurrfluguveiðar og sýnir einhver alflottustu þurrflugutökur sem sést hafa á stóra tjaldinu. Miðasala fer fram í Veiðivon, Mörkinni 6 og hefst kl. 11:00 þann 10. Febrúar n.k. en hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á netfangið rise@icelandangling.com og sækja miðana svo í Veiðivon. Pantanir verða að vera sóttar fyrir 9. mars n.k. að öðrum kosti verða þær seldar. Styrktaraðilar hátíðarinnar í ár eru: Veiðiþjónustan Strengir, Veiðikortið, Veiðivon, Bókamarkaður í Perlunni, Akureyri og Egilsstöðu, Hafið – Fiskiprinsinn og IG Veiðivörur. Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu hátíðarinnar rise.icelandangling.com og á facebook síðu hátíðarinnar facebook.com/risekvikmyndahatid. Tengiliður er Stjáni Ben – rise@icelandangling.com s: 867 5200 Stangveiði Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Fín veiði í vötnunum á Snæfellsnesi Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði
RISE fluguveiði kvikmyndahátíð var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í febrúar 2011. Hátíðinni var ótrúlega vel tekið og uppselt var á sýninguna og það í fyrsta sinn sem hún var haldin. Í kjölfar þessara vinsælda verður hátíðin haldin í annað sinn þann 10. mars 2012 í Bíó Paradís Hverfisgötu 54. Sýningin hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:00. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en eftirtaldar myndir, eða brot úr þeim verða sýndar:Breathe. Stuttmynd eftir R.C. Cone.Hatch. Nýjasta mynd Nick Reygaert hjá Gin-Clear Media sem framleiddi m.a. The Source seríuna.A backyard in nowhere. Nokkrir helsjúkir fluguveiðimenn ferðast til óbyggða Alaska í leit að Geddum sem þeir ætla að veiða á flugu. Útkoman er stórkostleg.Sipping dry. Hér er mynd um þurrfluguveiðar og sýnir einhver alflottustu þurrflugutökur sem sést hafa á stóra tjaldinu. Miðasala fer fram í Veiðivon, Mörkinni 6 og hefst kl. 11:00 þann 10. Febrúar n.k. en hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á netfangið rise@icelandangling.com og sækja miðana svo í Veiðivon. Pantanir verða að vera sóttar fyrir 9. mars n.k. að öðrum kosti verða þær seldar. Styrktaraðilar hátíðarinnar í ár eru: Veiðiþjónustan Strengir, Veiðikortið, Veiðivon, Bókamarkaður í Perlunni, Akureyri og Egilsstöðu, Hafið – Fiskiprinsinn og IG Veiðivörur. Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu hátíðarinnar rise.icelandangling.com og á facebook síðu hátíðarinnar facebook.com/risekvikmyndahatid. Tengiliður er Stjáni Ben – rise@icelandangling.com s: 867 5200
Stangveiði Mest lesið Ný veiðibúð í Árbænum Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Fín veiði í vötnunum á Snæfellsnesi Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði